Vísbending


Vísbending - 01.09.2000, Blaðsíða 4

Vísbending - 01.09.2000, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) einkum þó með tiiliti til nýrra smáfyrir- tækja í þekkingariðnaði og óhefðbundn- um atvinnugreinum, er gert ráð fyrir, að ríkið og einkaaðilar sameinist um að stofna 25 milljarða þróunar- og fjárfest- ingasjóð fyrir Austurland. Miðað við áform um 160-210 milljarðafjárfestingu í stóriðjufyrirtækjum virðist slík upphæð ekki vera óraunhæf. Jafnframt myndi ríkið skuldbinda sig til að leggja út í umfangsmiklar samgöngubætur í ljórð- ungnum. Það mætti hugsa sér að þetta yrði gert með eins konar fimm ára áætlun. AlltvegaférynnitilAustfjarðaífimmár, en síðan tæki næsti fjórðungur við og svo koll af kolli. Hægt er að hugsa sér, að ferðamannaiðnaður, einkum um- hverfisvæn ferðamennska, styrktist verulega með byggingu fjallahótelá uppi í hálendinu, semyrði friðað að öðru leyti. Skólahald og alls kyns menningar- starfsemi þyrfti að styrkjast samhliða þessum aðgerðum. Ljóst er, að þessi valkostur kallar á mjög litla landnotkun og gæti haft almenn og mjög góð efna- hagsleg og félagsleg áhrif. Umhverfis- röskun bæði hvað varðar náttúru og lífríki yrði mun minni en ella og iðnaðar- mengun sáralítil. Losun gróðurhúsaloft- tegunda yrði einnig í lágmarki og um- hverfisáhætta engin. Samantekt Ljóst er að þriðja leiðin, þ.e. gervi- valkosturinn, sem ef til vill er ekki svo óraunhæfur þegar hann er skoðaður nánar, kemur langbezt út úr þessum samanburði. Þannig sýna niðurstöður aðgerðargreiningarinnar, að styrking atvinnulífs á Austfjörðum með almenn- um aðgerðum virðist skila miklu betri árangri en bygging eins stóriðjufyrir- tækis (sjá niðurstöður í töflu 4). Iðnað- arvalkostirnir fá mjög lága einkunn, eða nánast falleinkunn, sem skýrist að hluta til af því, að efnahagsleg áhrif þeirra vega ekki eins þungt í samanburðinum og halda mætti. Túlka má niðurstöðurn- ar þannig, að bygging álvers á Reyðar- firði muni alls ekki skipta þeim sköpum hvað varðar eflingu byggðar, sem helztu aðstandendur þess verkefnis tala um, og olíuhreinsunarstöðin kemur litlu betur út. Henni fylgir að vísu sá kostur, að ekki þarf að fara út í neinar virkjunar- framkvæmdir á hálendinu, sem hún lætur í friði. Eflaust má túlka þessar niður- stöður á marga mismunandi vegu og eins má deila um aðferðafræðina, en það virðist þó nokkuð ljóst, að vilji menn í raun efla byggð á Austfjörðum er rétt að skoða fleiri kosti en þann að virkja stórt og byggja álver. Aðferðarfræði r Iþessari grein eru þrír valkostir bornir saman á grundvelli svokallaðrar umhverfisvísitölu (e. Environmental Quality Index). Má helzt lýsa þessari aðferð með því að hugsa sér, að hver valkostur sé stúdent í háskólanámi. Borinn er saman náms- árangur þriggja stúdenta, þ.e. vigtuð meðaleinkunn úr öllum þeim námskeiðum (áhrifaþættimir), sem þeir hafa tekið sam- eiginlega. Sá valkostur, sem fær hæsta gildi umhverfísvísitölu, samsvarar þeim stúdent, sem hefúr fengið hæstu meðaleinkunn. Til að ákvarða vogtölur í samanburðinum svo og til að ákvarða einkunn fyrir hvern umhverfisþátt er notuð sérstök aðgerðar- greiningaraðferð (e. Analytic Hierarchy Process Methodo- logy), sem byggir á samanburði hinna ýmsu þátta innbyrðis. Við samanburð á valkostum er hugað að eftirfarandi umhverfisþáttum. 1) landnotkun (LU), þ.e. allt landrými og jarðrask, sem fylgir framkvæmdinni, 2) efnahagsleg áhrif bæði jákvæð og neikvæð (EI), 3) félagsleg áhrif, jákvæð og neikvæð (SI), 4) afleiðingar fyrir náttúru og lífríki (CNN), 5) iðnaðar- mengun (IP), 6) losun gróðurhúsalofttegunda (GGE) og 7) umhverfisáhætta, þ.e. hvaða áhætta er tekin, hvort veruleg um- hverfisspjöll gætu orðið, sem ekki er hægt að sjá fyrir eða ekki er reiknað með. Umhverfisvísitalan er skilgreind á heföbundinn hátt með því að túlka umhverfisþættina sem notagildisföll Ut(x), er taka gildi (fá einkunn) á bilinu 1-10. Þættirnir eru vegnir saman með vogtölunum w., og þannig fæst umhverfisvísitalan eða vegin meðaleinkunn á forminu: n (1) U(x)=J]UXx,)-w, . '=! Til að ákvarða vogtölurnar wt og gildi notagildisfallanna er beitt aðgerðargreiningu eins og áður var getið. AHP aðferðin (e. Analytic Hierarchy Process) var sett fram af Saaty um 1980 til að bera saman og meta valkosti, t.d. fjárfestingar, með aðferðum aðgerðagreiningar. Aðferðin er tiltölulega einföld og hentar vel til að reikna umhverfísvísitölu mismunandi valkosta. AHP samanburðarfylkið fyrir vogtölurn- ar er sýnt í Töflu 1. (2) a=l/aIP a=\,0 og a^sa^a^ Með því að „normera" stökin og taka meðaltal fyrir hverja röð fæst gott mat á réttum vogtölum eins og sýnt er í töflu 2. Þetta mat er tiltölulega óháð mistökum, sem verða við mat á samanburði, þ.e. svipaðar vogtölur fást þótt mismunandi aðilar framkvæmi matið og eins þótt skilyrðin (Jafna (2)) séu ekki uppfyllt að öllu leyti. c Tafla2. Reiknaðarvogtölurfyrirumhverfisáhrif c El Sl CNN IP CGE ER LU 0,126 0,075 0,080 0,169 0,143 0,298 0,265 0,1651 El 0,253 0,150 0,180 0,169 0,143 0,099 0,099 0,1561 Sl 0,379 0,200 0,240 0,254 0,190 0,198 0,199 0,2371 CNN 0,063 0,075 0,080 0,085 0,095 0,074 0,099 0,0817 IP 0,042 0,050 0,060 0,042 0,048 0,033 0,040 0,0450 CGE 0,042 0,150 0,120 0,113 0,143 0,099 0,099 0,1095 ER 0,095 0,300 0,240 0,169 0,238 0,198 0,199 0,2056 SUM 1,000 1,000 1,000 1,000 1,000 1,000 1,000 1,000 An þess að fara frekar út í AHP aðferðina, er hægt að reikna einkunn, þ.e. ákvarða tölugildi notagildisfallanna, á sama hátt. Tafla 3 sýnir útreikning á tölugildum, þ.e. „einkunn", nota- gildisfallanna LU og EI fýrir alla þrjá valkostina. Eins og eðlilegt hlýtur að teljast fær álverið lægstu einkunn fyrir land- notkun, en hæstu einkunn fyrir efnahagsleg áhrif. (^Talfa3. Einkunn fyrirlaiidnotkun ogefnahagslegáhrif^ c Talfa I.Sainanburðuráuinhvcrfisþáttum j LU 1.000 0.500 0.333 2.000 3.000 3.000 1.333 El 2.000 1.000 0.750 2.000 3.000 1.000 0.500 Sl 3.000 1.333 1.000 3.000 4.000 2.000 1.000 CNN 0.500 0.500 0.333 1.000 2.000 0.750 0.500 IP 0.333 0.333 0.250 0.500 1.000 0.333 0.200 CGE 0.333 1.000 0.500 1.333 3.000 1.000 0.500 ER 0.750 2.000 1.000 2.000 5.000 2.000 1.000 Aðrir sálmar Landnot (LU) ALT 1 ALT 2 ALT ALT 1 ALT 2 ALT 3 StÍQ ALT 1 1 0,143 0,111 0,059 0,020 0,087 0,553 ALT 2 7 1,000 0,167 0,412 0,140 0,130 2,274 ALT 3 9 6,000 1,000 0,529 0,840 0,783 7,173 Samt. 17 7,143 1,278 1,000 1,000 1,000 10,000 Efnahagsleg áhrif (El) ALT 1 ALT 2 ALT ALT 1 ALT 2 ALT 3 Stifl ALT 1 1,000 1,200 4,000 0,480 0,474 0,500 4,846 ALT 2 0,833 1,000 3,000 0,400 0,395 0,375 3,899 ALT 3 0,250 0,333 1,000 0,120 0,132 0,125 1,255 Samt. 2,083 2,533 8,000 1,000 1,000 1,000 10,000 Samanburðartaflan byggist á því, að einstök áhrif eru talin l-9sinnummikilvægari enönnuráhrif. Þannigsýnirtaflan, að t.d. félagsleg áhrif (SI) eru metin þrisvar sinnum mikilvægari en landnotkun (LU). Til að samanburðurinn sé réttur verða stökin atJ í töflunni að uppfylla skilyrðin Á sama hátt eru einkunnir annarra umhverfisþátta reikn- aðar og að lokum fæst umhverfisvísitalan fyrir alla þrjá valkost- ina, en útreikningar á henni eru sýndir í töflu 4. Varla er mark- tækur munur á álveri og olíuhreinsunarstöð, sem fá lága heildar- vísitölu eða um 2,0. Almenna lausnin kemur bezt út, en hafa verður í huga, að um gervivalkost er að ræða, sem er búinn til að auðvelda samanburðinn á iðnaðarvalkostunum. Heimsendir á föstudaginn (eftir fréttir) Sagt er að stjórnmálamaður nokkur hafí notað þá tækni að dreifa sögum um andstæðinga sína. Aðspurður um hvort þær væru sannar svaraði hann: „Þær gœtu verið sannar.“ Fyrir tæplega 30 árum kpm út á íslandi bókin Heimnr á hehegi. í henni er sagt frá því hvemig misnotkun og ofnotkun manna á gæð- um jarðar hlytu að leiða hratt til glötunar fyrir mannkyn allt. Járnlögmál Maltusar, sem svo er nefnt, íjallaði um þá „stað- reynd“ að mannkynið fjölgaði sér með stigvaxandi hraða meðan matvælafram- leiðslan yxi aðeins línulega. Hungur- sneyð væri því óumflýjanleg fyrir mann- kynið. Þetta „lögmál“ var sett fram á fyrri hluta 19. aldar. Heimsenda hefur verið spáð svo oft að tölu verður ekki á komið. Kosturinn við heimsendaspár er sá að það kvartar enginn, sem þorir á annað borð að bíða eftir stóru stundinni, yfír því að þær rætist ekki. Samt skyldu menn ekki gera lítið úr þeirri hættu sem getur stafað af raski á náttúrunni, bæði með framkvæmdum og mengun. En umræða um umhverfismál og framtíð mannkyns verður að vera byggð á stað- reyndum. Ef hún leiðist á villigötur er voðinn vís. Fólk hikar við að búa sig undir framtíð sem engin er og er með samviskubit yfír því að fæða börn í vonlausan heim. Fiskifélagsútgáfan hefur nú gefíð út bókina Hið raunveru- lega ástand heimsins eftir Danann Björn Lomberg. í bókinni eru opinberar tölur notaðar til þess að sýna fram á að heim- urinn fer að mörgu leyti batnandi en ekki versnandi eins og atvinnusvart- sýnismenn halda fram. Því er ekki haldið fram að allt sé í himnalagi en hins vegar er sýnt fram á að margt af því sem „allir vita“ að stefnir á versta veg er ekki svo. Bókin stuðlar því að skynsamlegri um- ræðu um umhverfið og framtíð mann- kyns. Fátt er íslendingum mikilvægara en að vera upplýstir á þessu sviði. Því miður kemur það ekki á óvart að hér á landi eru rauðir og grænir stjórnmála- menn, og fylgifiskar þeirra, þegar byrjað- ir að gagnrýna bókina, ekki vegna þess sem í henni stendur heldur með þeim rökum að margt sé enn að í heiminum. Heimurinn gœti farist á fostudaginn. V : (^Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri og'ý ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.