Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 8

Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 8
VISBENDING Innri vöxtur og yfirtökur - reynslusaga Ölgerðarinnar Jón Snorri Snorrason. Flest fyrirtæki hafa áhuga á því að stækka og eflast, það er nánast eðli hverrar starfsemi og hægt er að gera það með ýmsu móti. En áður en fyrirtæki fara fram á völlinn þurfa þau að hafa mótað skýra stefnu í þessum efnum. Fræg er sagan af Lísu í Undralandi þegar hún kemur að krossgötum og spyr hvert hún skuli halda. Svarað er á móti: „Hvert vilt þú fara?“ og þá segir Lísa: „Mér er alveg sama“ og svarið verður um hæl: „Þá er alveg sama hvaða leið þú velur“. Það er því frumskilyrði áður en ráðist er í um- breytingaferlið að fyrirtæki hafi skilgreint framtíðarsýn sína og stefnu. Þegar hún liggur fyrir er ljóst í hvaða átt skuli halda og þá, og aðeins þá, skal haldið af stað. Oftast er þetta gert með því að víkka hefð- bundna skilgreiningu á fyrirtækinu og setja það í samhengi við allar stuðnings- og staðkvæmdavörur í núverandi starfsemi þess. Gott dæmi um þetta eru Flugleiðir sem fyrir nokkrum árum hættu að skilgreina sig sem flugfélag eingöngu og víkkuðu skil- greininguna og urðu fyrirtæki í ferðaþjónustu. Ef þetta er gert verður viðfangsefnið frekar hvort stækkunin eða út- víkkunin á starfseminni eigi að gerast með innri vexti og/eða utan frá með sameiningum og yfirtökum, sama hvaða leið er valin, og er að- alatriðið að stefnan sé skýr. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. var stofnuð árið 1913 og er því ekki aðeins eitt allra elsta fyrirtæki landsins heldur átti hún einhverja lengstu og umsvifamestu sögu fyrirtækja hér á landi í tengslum við samruna og yfirtökur, sem ekki verður þó sögð hér. Fyrirtækið hefur síðustu 12 ár gengið í gegnum tvö sex ára tímabil sem hvort um sig varð viðburðarríkt og byltingarkennt fyrir fyrirtækið, en sór sig í sögu þess hvað snertir yfirtökur og samruna. Það fyrra var frá 1989-1995 en árið 1989 var fyrirtækið fyrst og fremst þekkt á meðal landsmanna af því að vera framleiðandi á eigin gosi (svo sem Egils Appelsíni) og óáfengu öli (svo sem Egils pilsner og Maltöli) en það ár (1989) var bjór lögleyfður eins og kunnugt er. f framhaldi af því varð fyrirtækið umsvifamikið í framleiðslu á eigin vörumerkjum í áfengu öli og fór auk þess að framleiða Tuborg árið 1991, sfðan yfirtók fyrirtækið Gos- ann, umboðsaðila Pepsi á íslandi (árið 1992), í árslok 1995 bættist svo hinn heimskunni írski mjöður Guinness í safnið með innflutningi. Hér á eftir verður einungis sögð saga áranna 1996-2001 en grein- arhöfundur kom til fyrirtækisins sem framkvæmdastjóri í lok ársins 1995 og lét af störfum í nóvember sl. og þekkir því betur til hins seinni tímabils og það á við um bæði tímabilin að í lok þeirra hafa orðið svo miklar breytingar á starfsemi, veltu og vöruúrvali fyrirtækisins að það er nánast óþekkjanlegt frá fyrri tíma. f greininni hér á eftir verður gerð grein fyrir því hvað gerðist á þessu tímabili og reynt að varpa ljósi á að um kerfisbundna uppbyggingu var að ræða hjá Ölgerðinni. Skilgreining á framtíðarstarfsemi Skoðum aðeins Ölgerðina í þessu samhengi sem í árslok 1995 var nær eingöngu í framleiðslu (en í mjög litlum mæli í innflutningi) á gosi og öli. Allar nýjar vörur urðu að falla undir þá stefnu að vera framleiddar af fyrirtækinu sem var fyrst og ffernst skilgreint sem drykkjarvöruframleið- andi. Fyrirtækið var í árslok 1995 beðið um að taka að sér innflutning og dreifingu á Guinness-bjór og á fyrri hluta ársins 1996 stóð því til boða að gerast umboðsmaður fyrir hið þekkta snakk Doritos sem var f eigu samstarfsaðilans Pepsi. Þetta leiddi til þess að þegar farið var í stefnumótun fyrirtækisins þá um haustið var hún með allt öðru sniði en áður. í ljósi þessara nýju vara kom fram önnur stefna og um leið breyttist framtíðar- sýnin. Fyrirtækið var skilgreint sem drykkjar- vömfyrirtæki í víðri merkingu á staðkvæmd- arvömm og einnig sem öflugt dreifingarfyrir- tæki fyrir viðskiptavini sína á stuðningsvör- um sem gæti náð bæði til verslana og veit- ingastaða. Setja má fram stöðu fyrirtækisins gangvart vömúrvali (stuðnings- og staðkvæmdavara) og m.t.t. keppi- nauta og dreifmgarleiða með neðangreindum fylkjum: Vöruúrval m.t.t. keppinauta og dreiflngarleiða haustið 1996 Veilhús EgiLs VífílfeU Sól-Vík K.KarLs. Danól Isl-Am. Vínumb. Gos X X X Bjór X X X X X Safí X X X X Sterkt vín X X X X Léttvín X X X X Kaffi X X X Fjöldi „X“ 2 3 3 3 5 4 3 Verslanir EgiLs VífílfeU Sól-Vík SS Danól Isl-Am. Gos X X X Snakk X X X X Safi X X X Sælgæti X X X X Lettöl X X X Kaffi X X X Fjöldi „X“ 3 5 3 2 3 3 Til þess að gera langa sögu stutta skulum við skoða landsslagið 2001 í samanburði við 1996 og þá kemur í ljós að Ölgerðin hefur fjölgað vöruflokkum á veitingaliúsum úr tveimur í fimm (aðeins safi eftir) og jafnframt aukið vöruframboðið innan hvers vöruflokks. Vífilfell hefur enn söntu þrjá flokka og áður og bættu engum nýjum við með sameiningu við Sól-Viking. í verslanageiranum er Ölgerðin enn með sömu flokka en hjá Vífilfelli fækkar þeim úr fimm í þrjá (snakk og sælgæti út) sem endurspeglar áherslu á drykkjarvörur. Vöruúrval m.t.t. keppinauta og dreiflngarleiða haustið 2001 VeiLhús EgiLs VífflfeU K.KarLs. Danól Ísl-Am. Vínumb. Gos X X Bjór X X X X Safi X X X Sterkt vín X X X X X Létt vín X X X X X Kaffi X X X X Fjöldi „X“ 5 3 3 5 4 3 Verslanir EgiLs VífilfcU ss Danól Isl-Am. Gos X X Snakk X X X Safi X Sælgæti X X X Léttöl X X Kaffi X X X Fjöldi „X“ 3 3 2 3 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.