Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 26

Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 26
V ÍSBENDING slíku, studdu meðal annars frumvarp árið 1894 um Jslands siglinga- og jámbrautarfé- lag“, sem Sigtryggur Jónasson, Vestur-fs- lendingur og Ameríkuagent ætlaði að beita sér fyrir með bresku ljármagni og höfuðstól upp á 6-10 milljónir króna. Aldrei fyrr höfðu menn tekið sér í munn aðrar eins upphæðir í sölum alþingis. Þetta félag átti að beita sér fyrir jámbrautarlestum í allar áttir með með brautarstöðvum og gistihúsum, ömm sigl- ingum gufuskipa kringum landið og til Bret- lands með bryggjum og hafnargerðum, símaleiðslum út urn allt, hugsanlega virkjun fossanna til að knýja áfram samgöngutæki og beisla raforku til lýsingar og hitunar. Dan- ir áttu þar hvergi að koma að málum. Þetta var, ekki ófyrirsynju, kallað „Stóra málið“. Skarst þar fyrst í odda milli Tryggva Gunn- arssonar og landshöfðingjaflokksins annars vegar en Valtýinga hinsvegar. Málið rann hins vegar út í sandinn, þegar breska skipafé- lagið, sem að baki því stóð, fór á hausinn. „Stóri bankinn“ Aútmánuðum 1899 kemur Páll Torfason, kaupmaður á Flateyri við Önundar- fjörð, þeim skilaboðum áleiðis að nokkrir auðugir gyðingar í Danmörku séu tilbúnir að leggja fram Ijármagn í nýjan banka á íslandi. Þetta era þeir Alexander Elias Warburg 38 ára gamall stórkaupmaður og hæstaréttar- málaflutningsmaðurinn Ludvig Arntzen. Einhvem ávæning hafði Einar Benediktsson af þessum hugmyndum. Faðir hans, Benedikt Sveinsson sýslumað- ur, flutti á næsta þingi frumvarp um heimild til handa landsstjóminni til að stofna hlutafé- lagsbanka. Var það samþykkt í neðri deild en dagaði uppi í efri deild en skipuð milliþinga- nefnd í málið. Meirihluti nefndarinnar (Þórð- urThoroddsen, Guðlaugur Guðmundsson og Bjöm Kristjánsson) flutti svo málið á ný á þinginu 1901, en þá höfðu Valtýingar náð meirihluta. Á móti snerust þeir Tryggvi Gunnarsson og Láras H. Bjamason, sem von var, þar sem gert var ráð fyrir að Landsbank- inn rynni inn í hinn nýja banka og hann íéngi einkarétt til bankastarfsemi í landinu. Lands- höfðingja, Magnúsi Stephensen tókst hins vegar að fá efri deild til að samþykkja að Landsbankinn mætti starfa áfram. Fremur en tefla öllu málinu í hættu var framvarpið sam- þykkt sem lög með þessari breytingu. íslandsbanki fékk hins vegar einkarétt til ársins 1933 til annarrar seðlaútgáfu í landinu, en þeirra 750 þúsunda í svo nefndum lands- sjóðsseðlum, sem Landsbankinn hafði feng- ið heimild fyrir. Var það mörgum þymir í augum, að erlent hlutafélag skyldi hafa þennan rétt. Frestur til að ganga frá stofnun hlutafé- lagsins var veittur til 1. okt. 1903. En söfnun hlutafjárins reyndist erfiðari en menn höfðu gert sér grein fyrir þrátt fyrir það að upphæð hlutafjár hafði verið lækkuð úr 6 milljónum króna í 2 milljónir sem lágmarksfjárhæð. ís- lendingar höfðu 6 mánaða forgangsrétt til kaupa á hlutabréfúm. Á þeim tíma söfnuðust aðeins 55 þúsund krónur eða 2-3% af þeim 2 milljónum, sem hlutaféð skyldi minnst nema. Alþingi ákvað að nýta ekki heimild landssjóðs til að kaupa 2/5 hlutabréfanna, enda réðu heimastjómarmenn þar nú lögum og lofum. Amtzen og Warburg tókst aðeins að safna loforðum fyrir400 þúsundum. Tveir bankar höfðu ætlað að tryggja hlutaféð, Privatbankinn í Kaupmannahöfn og Central- bankinn í Kristjaníu. Nú virtist norski bank- inn ætla að ganga úr skaftinu og allt var við að renna út í sandinn. Upp á gamlan kunningsskap á var fjármálaráðherra Noregs, Birger nokkur Kildal, sem hafði verið hér sem ungur stúdent á þjóðhátíðinni 1874 og hald- ið þar ræðu. Hafði Bjöm í ísafold kynnst honum þá, en raunar ekki haft samband við hann síðan. Skrifaði Bjöm honum nú bréf og rifjaði upp fornan kunningsskap, útskýrði málið nákvæmlega og hét á hann til áhrifa unr breytta afstöðu Centralbankans. Eftir ör- fáa daga var Thorkildsen Centralbankastjóri kominn til Hafnar til liðs við íslendinga. Tryggvi Gunnarsson barðist hatramlega á móti en þá stóð Norðmaðurinn upp og sagði: „Den bank skal komme endá“. Centralbank- inn, Privatbankinn og víxlarafirmað Rubin & Bing í Kaupmannahöfn lögðu fram hlutafé, sem nægði til að fullnægja skilyrðum heim- ildarlaganna og hlutafélagið var stofnað í tæka tíð þann 25. september. Hversu litlu munaði að allt væri unnið fyrir gýg, má sjá af þvf að báðar deildir alþingis höfðu fellt til- lögu um að framlengja frestinn til áramóta 1903. Þannig var lífi bankans bjargað líkt og fyrir 30 ára gamla kunningsskapartilviljun. Og sennilega var tilkoma bankans síst þýð- ingarminni en flutningur stjómarmálefna ís- lands inn í landið. Bankinn tók svo til starfa 7. júní 1904 íhinu nýreista og glæsilega húsi, Ingólfshvoli, á homi Hafnarstrætis og Póst- hússtrætis. Pólitíkin inn um bakdyrnar Frá upphafi höfðu hinir erlendu (dansk- /norsku) eigendur lagt á það áherslu að Islendingar skipuðu meirihluta stjómar bankans og í samræmi við það voru honum settir þrír bankastjórar. Einn þeirra var dansk- ur, Emil Schou, og var hann afskiptalaus um stjómmál. Hinir tveir voru íslenskir og var það ósk hinna erlendu eigenda, að þeir yrðu teknir sinn af hvorarn flokki. Urðu fyrir val- inu Sighvatur Bjamason, er verið hafði bók- ari í Landsbankanum, mjög eindreginn Heimastjórnarmaður og handgenginn Hannesi Hafstein, og á hinn bóginn Páll Briem, amtmaður, frændi Hannesar en hat- ramur Valtýingur. Nú vildi svo til að Páll Briem andaðist fáeinum vikum eftir að hann tók við bankastjórastöðunni og var enginn skipaður í hans stað. Sighvatur varð eini bankastjórinn við hlið hins danska manns, sem auðvitað þekkti lítt til hér á landi. Þegar hugmyndinni um bankann var fyrst hreyft var gert ráð fyrir að íslandsráðherra (sem þá var Dani) yrði oddamaður og for- maður í bankaráði. Enginn sá það fyrir þá að ráðherrann yrði íslendingur og Hannes Haf- stein hlutskarpari Valtý í keppninni um stöð- una. Að öðra leyti vora í bankaráðinu 6 menn, þar af þrír útlendingar. Þar sem bankaráðs- mennimir vora kosnir í sameinuðu þingi, án hlutfallskosningar, fór svo að þeir komu alllr úr flokki Heimastjómarmanna: Sigurður Briem póstmeistari, frændi Hannesar Haf- steins, Lárus H. Bjamason sýslumaður mág- ur Hannesar og Sigfús Eymundsson bóksali, sem var sagður svo æstur Heimastjórnar- maður, að hann borgaði mikinn hluta launa sinna sem bankaráðsmaður í flokkssjóð Heimastjómarmanna. Er þá nokkuð auðsætt hvílík völd höfðu safnast í hendur Hannesar Hafsteins og fylg- ismanna hans - og mest fyrir tilverknað and- stæðinganna. Ekki aðeins fóra þeir með landstjórnina - heimastjórnin hóf störf 1. febrúar 1904 - heldur höfðu þeir og nánast alræðisvald í fjármálastofhunum þjóðarinn- ar, því að í hinum bankanum - Landsbankan- um - var einn bankastjóri, Tryggvi Gunnars- son móðurbróðir Hannesar. Honum við hlið voru tveir svokallaðir gæslustjórar, kjörnir af Alþingi: Eiinkur Briem prestaskólakennari, frændi Hannesar og ákveðinn fylgismaður, og Kristján Jónsson, að vísu pólitískur and- stæðingur, en vinsamlegur Hannesi. Svo sem eins og til að undirstrika öll þessi tengsl settist Hannes að með fjölskyldu sinni á annarri hæð í Ingólfshvoli, þai' sem íslands- banki var til húsa næstu þijú árin. Heift andstæðinganna Að þessu öllu athuguðu er kannski skiljan- legri en ella sú pólitíska heift, sem greip andstæðinga Hannesar á næstu árunt og náði 26

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.