Vísbending


Vísbending - 04.01.2002, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.01.2002, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 4.janúar2002 1. tölublað 20. árgangur Greina mátti sameiginlegan tón í ávörpum forseta og forsætis- ráðherra sem virðast oftast eiga fátt sameiginlegt nema að vera starfs- menn hins opinbera. Þessi sameiginlegi tónn var mikilvægi þess að þjóðin þjapp- aði sér saman til þess að takast á við vandamálin og bölmóðinn. Samstaða er lykilorðið um þessar ntundir. Stríðsyfirlýsing Undanfarið hefur mátt sjá samstöðu birtast í ólíkum myndum þegar horft er út í heirn. Hryðjuverkasamtökin Al-Qaeda sýndu ótrúlega samstöðu í árásum sínum á Bandaríkin. Og vest- rænar þjóðir sýndu einstæða samstöðu í tilraun til þess að leysa upp samtökin og talibanastjórnina í Afganistan. Loks má sjá fordæmislausa samstöðu tólf Evrópuríkja í upptöku evrunnar. Það er athyglivert í þessu samhengi að velta fyrir sér samstöðunni í upp- byggingu þjóðríkisins. Ríkið virðist liafa orðið til þar sem smám saman hafi hópar sameinast, í fyrstu tengdir blóð- böndum en síðar eftir landssvæðum, þartil að nokkuð flókið samfélagsmynst- ur var orðið til sem þarfnaðist viðamikils stjórnskipulags. Franski heimspeking- urinn Jean-Jacques Rousseau sagði að ríki yrðu til með eins konar samfélags- legum samningi þar sem fólk kæmist að skynsamlegri niðurstöðu með því að reikna út eiginhagsmuni og gerði með sér samkomulag þar sem það taldi hags- munum sínum betur borgið í ríki en einfaldari samfélagsmyndum. Jared Diamond bendir hins vegar á það í bók sinni „Guns, Germs, and Steel“ að það sé erfitt að sjá að þjóðríkið hafi orðið til með þessum hætti heldur virðist stríðs- ógnun eða stríðsátök að mestu leyti hafa ráðið ferðinni. Ríki Bandaríkjanna sameinuðust árið 1787 einungis vegna stríðsógnunar Breta og sameining Þýskalands árið 1871 var einungis möguleg vegna þess að Frakkar höfðu lýst yfír stríði árið áður. Stríðssigrar hafa einnig í gegnum tíðina leitl til þess að ættbálkar hafa sameinast, sem og höfðingjadæmi og loks ríki. Þannig urðu Samstaða t.d. Rómar- ogZulu-veldið hvort í sínum heimshlutanum. Það virðist mikið til í tilgátu Dia- monds og hún virðist eiga ágætlega við um samstöðu almennt. Nú á dögum virðist samstaða helst nást þegar sam- eiginleg ógn steðjar að. Al-Qaeda sam- tökin þrýfast á hatri á Bandaríkjunum og þeirri „ógn“ sem þau eru við Mið- Austurlönd. Og samstaða Vesturlanda gegn hryðjuverkasamtökununi var ein- ungis gerð möguleg vegna árásanna á Bandaríkin þann 1 I. september. Það að eiga sameiginlegan óvin virð- ist geta sameinað annars ósættanleg öfl. Sagan segir að Ronald Reagan, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, hafí sagt í sinni tíð að jarðarbúar þyrftu á óvin- veittum geimverum að halda til þess að geta tekið saman höndunt. Sameiginleg markmið Mörg fyrirtæki hafa beitt því með ágætum árangri að persónugera markaðsleiðtogann sem hinn illa óvin. Hin leiðin sem einkum er farin er að stefna á sigra í samkeppninni rétt eins og gert er í íþróttum. Segja má að samstaðan unt evruna sé frekar tilkoniin vegna efna- hagslegrar samkeppni við Bandaríkin frekar en nokkurs annars. Grundvallar- forsenda íyrir því að slíkt sé mögulegt er að markntiðið sé gert augljóst og eftirsóknarvert, að stefnan sé skýr og að traust ríki á milli aðila samstöðunnar. Þessar forsendur eru hins vegar sjaldn- ast fyrir hendi, jafnvel ekki í Evrulandi. Islendingar virðast vera hálfgerðir geðklofar í þessu efni eins og mörgunt öðrum. Aaðrahöndinaeraðfínnaverka- lýð sem virðist einn sá uppreisnar- gjarnasti í heiminum ef horft er á tapaða vinnudaga vegna verkfalla. Á hinn bóginn er svo að fínna einstaklega sáttfúsa verkalýðshreyfíngu sent er tilbúin til að taka á sig nokkrar byrðar fyrir þjóðina, bæði með þjóðarsáttinni í byrjun tíunda áratugarins og svo hafði hún frumkvæðið í efnahagsaðgerðum enn á ný á síðasta ári. Ef horft er á stjórnmálin þá virðist einstök samstaða ráða ferðinni ef miðað er við það að sami forsætisráðherra hefur nú ríkt í tíu ár. Á hinn bóginn er ekki hægt að sjá að það sé nokkur sátt um stærstu málin sem varða þjóðarhag, svo sem stóriðju- framkvæmdir, fískveiðistjórnun eða Evrópumál. Það er reyndar erfítt að sjá að markmiðin séu augljós eðaað stefnan sé skýr þegar til lengri tíma er litið. Lokst er hægt að velta fyrir sér samstöðu almennings en þegar á bjátar er óvíða meiri eining en á Islandi. Hins vegar er tittlingaskítkastið með ein- dæmum hér á landi og varla hægt að fínna þá nágranna sem ekki standa í deilum út af einu eða öðru máli, hvort sem það er út af tré sem fer yfir lóðamörk, bar í elliblokk eða dýralífí í stigahúsum. Þannig virðist það einnig þjóðarsport að troða sem flestum um tær eða reyna að níða menn niður og skiptir þá litlu hvort þeir eru lifandi eða dauðir. Réttaleiðin Réttrúmlegaþúsund áreru liðin síðan eitt stærsta skref í samstöðu þjóð- arinnar vartekið, þegar íslendingartóku kristnatrú. Varþað aðundirlagi Þorgeirs Ljósvetningagoða en hann mælti svo viturlega: „Ef vér slítum lögin þá slítum vér friðinn.“ Stríðsógnin réði úrslitum. Það ríkir ekki skálmöld á íslandi og það leikur ekki nokkur vafí á því að Islendingar hafa aldrei haft það betra. Þannig er kannski ekki tilefni ti I sérstakrar samstöðu, þrátt fyrir örlítið samdráttar- skeið. Engu að síður hlýtur það að vera eftirsóknarvert að skapa meiri samstöðu þar sern ótrúlegur tírni, orka og peningar fara forgörðum þegar hver höndin er uppi á móti annarri. Ljóst er að þjóðin væri bæði hamingjusamari og ríkari ef samstaðan væri almennari, þó að niark- ntiðið að verða „ríkasta þjóð í heimi“ sé nokkuð aumt markmið. Engu að síður eru það augljós og eftirsóknarverð markmið sem þjóðin þarf og skýra stefnu til þess að ná þeim til þess að geta sameinast í einum krafti. Þá verður hægt að sjá íslenska samstöðu leiða til far- sældar. Hinn möguleikinn er þó líka til, að þjóðin þjappi sér saman og öskri „djöfullinn danskur“. 1 Samstaða virðist ætla að verða lausnarorðið á nýju ári ef marka má áramóta- ávörp landsfeðranna. 2 Harmleikurinn í Argentínu lítur öðruvísi út þegar hann er skoðaður nánar í ís- lensku ljósi. 3 Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, fjallar unt ferli íslenska hagkerfisins úr þenslu í 4 samdrátt. Þórður bendir á að í Ijósi hagsögu íslands ætti niðursveiflan núna að verða skammvinn.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.