Vísbending


Vísbending - 04.01.2002, Blaðsíða 4

Vísbending - 04.01.2002, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) samfleytt í 14 ár. Þetta var afar gjöfult tímabil þótt hagvöxtur hafi verið lítill eitt árið, eða 1975, vegna olíukrepp- unnar. Árlegur vöxtur var að meðaltali 5,7% á þessu tímabili. Til santanburðar hefur hagvöxturinn á undanförnum níu árum verið 3,5% á ári að meðaltali. Hagvaxtarskeiðin á sjöunda áratugnum og um miðjan níunda áratuginn voru einnig öflug en stóðu í styttri tíma, einkum hið síðarnefnda. Skammvinn niðursveifla Af þessu má sjá að góðærin koma í ýmsum stærðum og gerðum enda hafa aðstæður og skilyrðri verið mis- munandi á hverjum tíma. Niðursveifl- urnar hafa hins vegar verið skamm- vinnar, staðið í eitt til tvö ár. Til ntarks um þetta hefur landsframleiðsla ekki dregist saman tvö ár í röð nema einu sinni á síðustu 40 árum, þ. e. árin 1967 og 1968. Þjóðarútgjöldinhafahinsvegar j afnan tekið dýpri dýfur þegar erfiðleikar hafa sótt að, en ekkert bendir þó til að niðursveiflan verði að þessu sinni sérstaklega djúp eða langvinn, heldur er þvert á móti búist við fremur vægum samdrætti með batamerkjum á seinni hluta nýbyrjaðs árs. Þetta er þó háð því að þjóðarútgjöld lagi sig nægjanlega vel að þjóðartekjum á næstunni, ytri skilyrði verði áfram góð og vel takist til um hagstjórn. Aðrir sálmar (Framhald af síðu 2) á tíunda áratuginum. Island glíntdi einnig við vandamál verðbólgu og óstöðugleika í lok níunda áratugarins en hér var það „þjóðarsáttin“ sem lék lykilhlutverk 1 viðsnúningnum ásamt aðhaldi í ríkisfjármálum. Síðar var það svo aðildin að Evrópska efnahags- svæðinu ogtilkoma virksljármálamark- aðar sem hafði mest að segja um fram- þróun í landinu. Eins og í Argentínu var tíundi áratugurinn áratugur mikillar hagsældar á Islandi. Engu að síður voru svipuð vandamál farin að gera vart við sig á íslandi og í Argentínu í lok tíunda áratugarins, þau alvarlegustu skulda- söfnun og hátt skráður gjaldmiðill. Eitt vandamál var Island hins vegar laust við, sem skekkir santanburðinn veru- lega, en það er atvinnuleysi sem hefur verið rétt rúmlega eitt prósent hér á landi á meðan það er um 20% núna í Argentínu og hefur sennilega leikið lykilhlutverk í upplausnarástandinu. Skuldastaða Argentínu hefur verið mikið til umræðu enda er það „skulda- súpan“ sem virðist liafa koniið Argent- ínu í þann pytt sem allt situr nú fast í. Einnig er Ijóst að ef til gjaldþrota kentur væri það stærsta gjaldþrot í sögunni. Engu að síður er skuldastaðan ekki svo alvarleg i íslensku Ijósi. Heimildirgreinir reyndar á um hvort að hlutfall skulda hins opinbera í Argentínu sé 45 eða 55% af vergri landsframleiðslu. Þó að efra h 1 utfal I i ð væri teki ð þá my nd i íslend- ingum ekki bregða við það enda var þetta sama hlutfall um 59% þegar hæst lét árið 1995 en var rúmlega 46% árið 2001 skv. spá Seðlabankans. Mun verra lánshæfi og söguleg óstjórn í Argentínu er þó íslandi í hag í þessurn samanburði. Þá gerir það ástandið verra í Argentínu en á Islandi að raunvextir eru um 10% þar, engu að síður eru þeir um 6% hér á landi. Þá þarf of hátt metinn gjaldntiðill ekkert að koma sérstaklega á óvart hér á landi, þó að íslenska krónan væri ekki fasttengd Bandaríkjadollara þá var henni haldið fastri með handafli. Talað hefur verið um að fella þyrfti gengið um 30% í Argentínu til þess að ástandið geti talist eðlilegt. Þetta ætti heldur ekki að vera stórkostleg tala í Ijósi þess að frá því sem krónan var hæst skráð árið 2000 og þar til hún var lægst skráð árið 2001 er hátt í 30% niðursveifla. Argentínskur tangó Um áramót voru ýmsir aðilar beðnir að meta árið sem var að líða og varð þá surnunt á orði að gengisfall krónunnar hafi verið hið versta sem orðið hafl á árinu. Slíkar skoðanir eiga það sam- eiginlegt sem virðist mega lesa út úr efnahagsstjórn Argentínu og Islands — forsætisráðherra hefur meira að segja sagt það berunt orðum - að einna mikilvægast í hagstjórn sé að halda sterkum gjaldmiðli. John Maynard Keynes benti hins vegar á, fyrir rúmlega 70 árunt, að sterkurgjaldmiðill og sterkt efnahagskerfi væri alls ekki santi hlutur- inn. Það er líka einn helsti lærdómurinn af þessari argentínsku harmsögu, að myntráð Argentínumanna var gott til skamnts tíma en var ekki langtímalausn án þess að tekið yrði á ríkisfjármálunum með styrkri hendi. Og fyrir Islendinga þá er ljóst að genginu var haldið uppi of lengi nteð handafli en þvert á skoðun sjálfskipaðra hagspekinga þá hefur fall krónunnar sennilega verið mikil bless- un, þegar til lengri tíma er litið. Tangó er þjóðardans Argentínu sem varð til á seinni hluta 19. aldar sem tónlist og dans ólíkra innflytjenda í fátækrahverfum Buenos Aires. Tangó er sagður lýsa brostnum vonum og þjáningum innflytjenda, sagður dans þess sem alltaf er á förum en finnur aldrei sitt heinta, sagður ástlaus en lostafullur dans frillunnar og melludólgsins. Sem slíkur virðist tangó lýsa ágætlega lífi og baráttu fólksins í Argentínu. Ef krónan hefðiekkifalliðerhættviðað íslendingar hefðu þurft að dansa hinn argentínska tangó í efnahagsmálum. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabankinn, Financ- ial Times, The Economist og ýmsir pistlar eftir Paul Krugman. Orkuskortur á hverfisbamum Breytingar eru nú að verða á Orku- hópnum sem varð til þegar hópur fjárfesta keypti hlut Kaupþings í FBA fýrirrúmlegatveimurárum. Viðþaðvarð mikið írafár, einkurn vegna miki I lar and- stöðu forsætisráðherra við það að einn aðili eignaðist lykilhlut í bankanum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og vorið 2000 sameinuðust íslands- banki og FBA. Við það tækifæri var því haldið fram að hópurinn yrði fljótlega leystur upp. í Mbl. 2.4.2000 sagði :„Náist samningar um sameiningu bankanna verður FBA Holding í upphafi stærsti einstaki hluthafi bankans en þar er um að ræða Orca-hópinn svonefnda, sem á síðasta ári keypti hlut sparisjóðanna og Kaupþings í FBA. Hins vegar er gert ráð fyrir, að þessum hlut verði innan tiltölulega skamms tíma skipt upp ámilli þeirra fjögurra meginaðila, sent við sögu konta þannig að hlutur þeirra hvers um sigverðiábilinu3-4%.“Flestirreiknuðu með að þetta gengi eftir en við stjórnar- kjör kom í ljós að hópurinn var geysi- sterkuroghéltvel saman. í blöðum mátti sjá tilvitnanir á borð við að í stjórninni sætu þrír fulltrúar „hins uppleysta Orca- hóps“. Ekkert hefur orðið úr því að leysa hópinn upp og m.a. kom varaformaður stjórnar bankans úr hópnunt. Á sarna tíma var vitað að fyrirtæki einstakra stjórnarmanna úr þessum hópi hafa átt í miklum greiðsluerfíðleikum. líklega meðal annars við bankann, og hlaut það að setja spurningarmerki við hæfi þeirra til þess að stýra fjármálafyrirtæki, hvað þá einunt helsta banka landsins. Nú bregður svo við að varaformaðurinn selur stóran hlut af sinni eign til tveggja félaga úr Orkuhópnunt, Jóns Ásgeirs og Þorsteins Más, en þeir liafa verið taldir sterkastir fjárhagslega í þessum hópi. Á santa tíma birtist viðtal í Frétta- blaðinu við Jón Ólafsson um nýtt og betra tilboð í hlutabréfin. Jón segir „að upphafþessamáls mætti rekjatil samtals um íslandsbanka sent hann hafði átt við mann á hverfisbarnum sínum í London, þar sent margir af máttarstólpum við- skiptalífsins í Englandi venja kontur sínar." Stundar Hreinn réttu barina? - bj N._____________________________________ ÁRitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogÁ ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.