Vísbending


Vísbending - 18.01.2002, Blaðsíða 4

Vísbending - 18.01.2002, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðti 2) til. Mikilskammsýni virðisthafaeinkennt stjórnun fyrirtækja sem studdust að miklu leyti við patentlausnir. Þá var fjármögnun ekki nægileg til þess að tryggja reksturinn til lengri tíma. Verð- lækkanir reyndust einnig mun meiri en gert var ráð fyrir, um 30% á fj órum árum, og markaðsaðstæður reyndust illa, sérstaklega þegar botninn datt úr mark- aðinum íNoregi íyrirseiðaeldi árið 1987 sem leiddi til þess að til þess að nýta seiðaframleiðsluna lögðu Islendingar í e n n m e i r i fj árfest i ngar en áð u r var ætl að. Allt varð þetta til þess að fiskeldi reynd- ist ekki sá hvalreki sem í upphafi var vonast til og í staðinn fyrir skjóta vel- gengni hrundi atvinnugreinin á mettíma og var flestum dauð og grafin. En svo virðist sem hún ætli að ganga aftur. Voninvaknar lestir velta því fyrir sér um þessar mundir hvort einhverjar þær breyt- ingar hafi orðið, frá því sem áður var, sem geri fiskeldi mögulegt nú þótt það hafi ekki gengið áður. Fyrst og kannski fremst ættu Islendingar að vera reynsl- unni ríkari en einnig eru innri og ytri aðstæður mun betri nú en áður. Mikil þekking hefur skapast í greininni og Islendingar eru í forystu í ýsueldi og vel á veg komnir í rannsóknum á þorskeldi, en menn eru aðallega að horfa til þorsk- eldis þessa dagana en ekki á það laxaeldi sem þeir voru í á níunda áratuginum. Þannig er öll rannsóknarvinna á mun hærra plani nú en áður og sérfræðingar ættu að vita betur hvað virkar og hvað ekki, og hvaða staðsetningar henta best. Einnig hefur stjórnun og stefnumótun í landinu ahnennt tekið framforum með aukinni menntun en þó fyrst og fremst vegna virks fjármálamarkaðar. Vænt- ingar til veiða úr sjó eru allt aðrar og þannig betri grundvöllur fyrir fiskeldi en áður. Þetta hefur sérstaklega mikil áhrifá fjármögnun þar sem vinnslufyrir- tæki vilja tryggja sér vinnsluafurðir með einum eða öðrum hætti. Þegar má sjá að stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Samherji, Grandi ogÚA, eru komin með puttana í fiskeldi. Enda má ætla að mikil Ijármunamyndun verði í sjávarútveg- inum nú á næstu árum og ekki verði hægt að festa það fé í frekari útgerð þar sem fiskveiðin stendur í stað eða fer minnkandi. Því er líklegt að fyrirtækin muni fylgjast vel með þróun í fískeldinu. I arðsemisathugun, sem nýlega var gerð á fiskeldisstöðinni á Hauganesi við Eyjaljörð, var niðurstaðan sú að um 507 milljónir þyrfti til þess að koma stöðinni á fót og var reiknuð arðsemi af verkefninu 16%. I skýrslu um fiskeldið, sem gerð var af Talnakönnun fyrir land- búnaðarráðuneytið árið 1991, kom fram að áhættan í greininni væri mikil og þess vegna væri ekki hægt að gera minni arðsemiskröfu en 15%. Samkvæmt fyrr- greindum talnaleik virðist sú arðsemis- krafa nást og þar af leiðandi ætti verk- efnið að vera fysilegt. Hins vegar hafa flestar þær arð- semisathugandir sem gerðar hafa verið við Háskólann á Akureyri áfiskeldi verið neikvæðar. Og enn hefur ekki verið sýnt fram á að seiðaeldi geti skilað jákvæðri afkomu þrátt fyrir að Norðmenn ætli sér stóra hluti í þeim efnum. En það er ein- ungis eitt af mörgum vandamálum sem þarf að yfirstíga áður en hægt er að vonast til þess að fyrirtæki á þessu sviði eigi glæsta framtíðarmöguleika. Opinbert fé að eru gömul sannindi að hið opin- bera ætti ekki að hlutasttil um hvaða tilraunir eru gerðar í atvinnulífmu. Fiskeldið í lok níunda áratugarins ætti að verða stjórnvöldum víti til varnaðar en tilraunir duglegra stjórnmálamanna til þess að búa til nýjar atvinnugreinar, hvort sem er hér á landi eða erlendis, Itafa undantekningarlítið mistekist. Þannig að það verður að teljast óskyn- samleg ráðstöfun ef stjórnvöld ætla að hlaupa undir bagga með rekstrinum einungis vegna þess að Norðmenn eru að reyna að eyða olíugróðanum til upp- byggingar nýrra atvinnuvega. Hins vegar ættu stjórnvöld að ýta undir fag- lega umræðu og rannsóknir á þessu sviði til þess að reyna að tryggja að þekking skapist í landinu. Það er þó hætt við að gamli tíminn sé ekki alveg liðinn undir lok og fjárfesting i fiskeldi hljómar ein- staklega vel út frá byggðastefnusjón- armiðum. Fiskeldi er mjög áhugaverður kostur í sjálfu sér þó að enn hafi ekki verið sýnt fram á að slíkur rekstur geti gengið hér á landi. Ekki er ólíklegt að einhverju fyrirtæki takist að skapa gjöfulan rekstur í þessari atvinnugrein þegar fram í sækir þó ólíklegt sé að það verði í einu vet- fangi. Það er hins vegar ekki hlutverk ríkisins að standa í slíku nema ætlunin sé að setja á svið nýja uppfærslu á fyrra ævintýri. ( Vísbendingin ) f " N ækkun neysluverðsvísitölunnar um0,9%ámilli desemberogjanúar virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu. Ljósterað meira þarfentjaldað var til og hefur farið í gang einhvers konar hópefli til þess að fá sem flesta til þess að taka þátt í þjóðarátaki gegn verðbólgu. lslendingar eru að mörgu leyti einstök þjóð og því ekki ótrúlegt að liægt sé að virkja nægilega marga til þess að sitja á sér svo mögulegt sé að nálgast gefín markmið um rauð strik. En hvaðsvo?_______________________ Aðrir sálmar V__________________________________> /----: N Utan dagskrár Umræða um Evrópusambandsaðild hefur lengi verið á dagskrá íslenskra stjórnmálaflokka. Meira en áratugur er síðan nefnd undir forystu Davíðs Oddssonar skilaði um það skýrslu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem aðild var talin koma til greina. Nýleg ummæli Halldórs Asgrímssonar hafa vakið mikla athygli. Hann sagði rneðal annars: „Stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum er skýr. Aðild að ESB er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. A hinn bóginn er umræða um Evrópu- mál á dagskrá. Ég hef beitt mér fyrir þessari umræðu því ég tel mér skylt að stuðla að því að opin umræða fari fram um stöðu okkar í alþjóðlegu samstarfi. I mínum flokki, Framsóknarflokknum, hefurveriðmikil umræðaum Evrópumál þar sem línur hafa verið skýrðar og stefna mótuð. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá eigunt við of m ikið undir samstarfi við Evrópuríki til þess að geta komist hjá þessari umræðu. Ég hef reyndar engatrú á því að umræðunni um Evrópumál verði nokkru sinni ráðið til lykta hvort heldur Island gerist aðili að ESB eður ei. Þetta ntá sjá glöggt í Danmörku þar sem umræðan er viðvar- andi. Að mínu mati er afar mikilvægt að taki ísland þá ákvörðun að standa utan ESB eða ganga þangað inn þá sé slík ákvörðun tekin á grundvelli upplýstrar umræðu þar sem skilgreining fari fram á kostum og göllum málsins á fordóma- lausan hátt. Að slíkri umræðu hef ég stuðlað innan míns flokks og á meðal þjóðarinnar og þarf sú umræða að halda áfram. Þó svo að ísland gengi í ESB með þeim breytingum sem það hefði í för með sér fyrir okkar stjórnskipan er það óumdeilt að ísland yrði eftir sem áður í hópi fullvalda ríkja. Jafnljóst er að með því að deila fullveldi okkar nreð sameig- inlegum stofnunum ESB í svo miklum mæli sem raun bæri vitni þáyrði það ekki gert án breytinga á stjórnarskránni. Jafnframt er augljóst að slíkt yrði ekki gert án þess að það væri borið undir þjóðina. Aðild íslands að ESB leiddi því ekki til þess að ísland væri ekki lengur fullvalda ríki. Ef svo væri þá stefnir nú í það að einungis örfá ríki i Évrópu teljist í raun fullvalda.“ - bj V J ÚRitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogN ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráógjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.