Vísbending


Vísbending - 18.01.2002, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.01.2002, Blaðsíða 1
V V i k n ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 18.janúar2002 3. tölublað 20.árgangur Bjartsýni á hlutabréfamarkaði Síðasta ár reyndist að mörgu leyti erfitt á hinum íslenska hlutabréfa- markaði. Lægst fór úrvalsvísitalan þann 21. september sl., niður í 995,51 stig, í kjölfar hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum. Þann 15.janúarsl. fórvísitalan yfir 1.200 stig en það em um tíu mánuðir síðan vísitalan skartaði fleiri stigum. Hækkun úrvalsvísitölunnar frá því í september nemur rúmlega 20% sem verður að teljast ágæt ávöxtun á fjórum mánuðum. Og bjartsýni virðist ríkja um áframhaldandi hækkanir. Árið 2001 Bankamir gáfu nýlega út spár um afkomu félaga árið 2001, sem er í raun einungis spá um ijórða ársfjórðung ársins þar sem flest fyrirtæki gefa nú orðið frá sér níu mánaða uppgjör. Þegar hreyfingarávísitölum atvinnugreinaeru skoðaðar má sjá að væntingar hafa verið mestar í kringum sjávarútveginn frá því í september þegar markaðurinn virðist hafa náð botninum. Greina má 54% hækk- un á vísitölunni á síðustu ljórum mánuð- um. Framlegðin í sjávarútvegi hefurlíka snarbatnað en miðað við spár bankanna þá hefur afkoma þeirra fyrir afskriftir og ljármagnsliði rúmlega tvöfaldast á milli ára. Sjávarútvegurerþó ekki eini geirinn sem vonir eru bundnar við því að greina má um og yfir 30% hækkun á vísitölu iðnaðar og framleiðslu, verktakastarf- semi og olíudreifingar. Mesta bjartsýnin virðist þó bundin við lyljagreinina, sem hefur hækkað um 50% frá því september og uppsveiflan verið nær stanslaust frá árinu 1999. Vísitala Qármála- og trygg- ingaíyrirtækja hefur hækkað minna eða um 18%. Litlar breytingar hafa orðið á þjónustu og verslun, santgöngum og upplýsingatækni. Ef íyrirtækin í úrvalsvísitölunni eru skoðuð kemur í ljós að nær undantekn- ingarlaust, Eimskip og Samherji eru undantekningarnar, er því spáð að hagn- aður aukist verulega árið 2001 í saman- burði við árið 2000, eða um 117% (fyrir- tækið Össur er undanskilið). En það er nærri lagi að hagnaður þeirra fyrirtækja sem spáð er fyrir (sjá töflu) fjórfaldist á Úrvalsvísitala aóallista Verðbréfaþings Islands frá byrjun árs 2000 til 15. janúar 2002 milli ára (án Össurs) og nemur tæpuni 12 milljörðum í heildina. Islandsbanka er spáð mestum hagnaði, um 2,9 milljörðum króna en áætlað er að fyrirtæki eins og Pharmaco, Landsbankinn, Kaupþing og Baugur skili öll rúmlega milljarði í hagnað á árinu 2001. Versta afkoman kemur hins vegar í hlut gömlu risanna, Flugleiða og Eimskipa. Horfur Gengisfall krónunnar einkenndi síðastliðið ár þar sem fj ármagnsliðir sumra fyrirtækja hækkuðu upp úr öllu valdi og skuldastaðan versnaði. En gengisfallið virðist þó ekki hafa haft mjög neikvæð áhrif á afkomu flestra fyrir- tækja. Skattalækkunin á fyrirtæki úr 30 í 18% hefur aftur á móti í flestum til- vikuni jákvæð áhrif og leiðir til tekju- færslu hjá fyrirtækjum. Greiningadeildir bankanna virðast horfa nokkuð björtum augum á árið 2002 en þær spáðu allar mun minni verðbólgu á milli desember og janúar en raunin varð. Það setur heildarspár þeirra eitt- hvað úr skorðum þar sem slíkar verð- bólgutölur draga úr I íkum á vaxtalækkun frá Seðlabanka íslands. Vonir virðast bundnar við að „hin nýja þjóðarsátt" geti skapað verðstöðugleika, traustan gjaldmiðil og svo miklar vaxtalækkanir og nýja uppsveiflu á seinni hluta ársins. Hugsanlega getur sá draumur ræst en mörg fyrirtæki virðast þó geta siglt góðu skriði án þess að hafa slíkan byr í bakið. Meðaltalsspá bankanna um hagnað fyrirtœkja á árinu 2001 Fyrirtæki Hagn. 2000 Hagn. spá-2001 Brcyt. hagn Hl.vcrð °/ 1.16.02 br. m.v. 21.9.01 AcoTæknival 80 -944 -1.024 1,01 -75% Bakkavör 172 392 220 7,50 79% Baugur 591 1.050 459 11,50 6% Búnaðarbankinn 202 822 620 4,05 4% Delta 222 796 574 44,10 40% Flugleiðir -939 -1.963 -1.024 1,75 -13% Grandi -96 244 340 5,65 31% Hampiðjan 125 163 38 4,30 -4% HB -666 -180 486 4,30 8% Bimskip 520 -1.102 -1.622 5,30 16% Húsasmiðjan 318 271 -47 14,30 2% Islandsbanki 662 2.910 2.248 4,50 21% lslandssímt -493 -940 -447 1,65 -41% ÍA 203 40 -163 2,30 31% Jarðboramr 95 40 -55 7,20 13% Kaupþing 727 1.105 378 12,80 21% Landsbankinn 955 1.533 578 3,45 24% Lyfjaverslunin 42 548 506 4,35 10% Marel -29 228 257 26,50 8% Nýherji 289 -49 -338 5,65 -6% Oliufélagið 429 752 323 12,40 9% OIis 102 323 221 6,70 6% Opin kerfi 307 -91 -398 17,00 53% Pharmaco 893 1.743 850 56,50 47% Samherji 726 688 -38 10,50 38% SÍF 726 474 -252 4,60 61% Sjóvá almennar 424 522 98 28,00 4% Skeljungur -208 601 809 8,50 6% Skwr 314 -61 -375 6,10 30% SR-Mjöl -799 -49 750 2,30 12% SH 152 638 486 4,75 55% Tryggingamiöst. 172 418 246 52,00 7% UA -779 -97 682 6,05 23% Þorbjörn Fiskanes -89 160 249 3,90 30% Þormóður rammi -555 -187 368 3,40 28% Össur -6.679 814 7.493 54,50 45% Samtals -1 884 11.612 13.496 * 21. september er notaður til þess að skoða breytingu hluta- bréfaverðs þar sem sú dagsetning er nærri lagi að vera lág- punkturinn á síðasta ári. 1 Nýlega gáfu bankarnir út hagnaðarspár fyrir árið 2001 og viðsnúningurinn er mikill fráfyrraári. 2 Fiskeldi virðistafturveraá allra vörum eftirtíu ára hlé og enn er það kapp frekar en forsjá sem ræður fór. 3 Tryggvi Þór Herbertsson dregur upp mynd af ástandinu í Argentínu og fjallar um hvað brást. 4 Framhald af grein um nýjar hugmyndir um fiskeldi þar sem óskað er eftir opinberu fjármagni í ævintýrið.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.