Vísbending


Vísbending - 27.09.2002, Blaðsíða 1

Vísbending - 27.09.2002, Blaðsíða 1
V V i k u ÍSBENDING 27“""S rit um viðskipti og efnahagsmál 20.árgangur — | | Götustrákurinn og keisarinn | Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni Baugs, virðist ekki vera vel til vina. Stöðugar skærur og ásakanir hafa gengið á víxl um nokkurt skeið og nú síðast gaf Davíð í skyn að Jón Ásgeir væri „götustrákur“ í sjónvarpsviðtali. Þrátt fyrir ólíka stöðu og skoðanir þá eru þeir þó að sumu leyti líkir. Báðir hafa náð langt í sínu starfi og á meðal „valdamestu" manna þjóðar- innar þó á ólíkan hátt. Og sennilega er óhætt að segja að báðir séu umdeildir hjá þjóðinni en þjóðin kýs þá engu að síðurfram yfir aðra (þ.e. neytendurkjósa að versla við verslanir Baugs) en það einkennir þá líka að samkeppnisstaða þeirra er sterk. Þessar skærur þeirra eru þó athygliverðari en ella fyrir það að þær lýsa að vissu leyti þeirri togstreitu sem einkennir ekki bara íslenska hag- kerfið heldur hagkerfi víðast hvar á Vesturlöndum. Til betri vegar egar horft er yfir Vesturlönd þá virðist nær sama sagan hafa gerst alls staðar. Gífurlegar breytingar hafa orðið á viðskipta- og efnahagsumhverf- inu og andrúmsloftinu þar í kring. Það eru ekki nema rétt rúmlega tíu ár síðan stjórnmálamenn voru enn að karpa um réttmæti kapítalismans annars vegar og kommúnismans hins vegar. Þeir sem tilheyrðu seinni flokknum eru nú flestir gleymdir og grafnir og hafa nú málað andlit sitt öðrum litum, þeir sem enn veifa rauðfánanum gera það yfirleitt í einrúmi. Tíundi áratugurinn var áratugur frelsisins. Höft og hindranir voru brotin niður og markaðinum gert kleift að starfa meira eftir sínum eigin lögmálum. Fyrir- tæki gátu smám saman nær skammlaust sýnt hagnað og fóru í auknum mæli að starfa með það að markmiði að hámarka virði hluthafa. Samkeppni varð eitt af lykilorðunum fyrir aukinni hagsæld þjóða og ríkisfyrirtæki voru seld til að losa um samkeppni á markaðinum. Fólk varð beint og óbeint eigendur fyrirtækja með æ öflugri hluthafamenningu og eignaraðild að fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóði. Undir lok tíunda áratug- arins virtist svo allt vera í lukkunnar velstandi þegar hagvöxtur var í hæstu hæðum, framleiðnin stígandi, verð- bólguskrattakollurinn næstum horfinn og útlit fyrir endalausa vaxandi hagsæld um ókomna tíð. Götustrákurinn íkisstjórnin gaf hugrökkum og þrautseigum viðskiptamönnum lausan tauminn en ólíkt því sem áður hafði verið var ekki einungis flokksgæð- ingum leyft að spretta úr spori heldur var ungum frumkvöðlum gefið aukið tækifæri til að sprikla með. Stjórnmála- mönnum varð betur ljóst að aukin fram- leiðni er undirstaða aukinnar hagsældar og að aukin framleiðni verður fyrst og fremst til í einkageiranum. Þeim varð líka smám saman Ijóst að það voru frum- kvöðlar sem reistu ný fyrirtæki upp frá grunni og sköpuðu ekki einungis atvinnu heldur fjölbreyttara og verð- mætara hagkerfi. Einkageirinn hafði fengið aukið vægi og meira vald en áður og var heldur ekki lengur einsleitur hóp- ur manna með sameiginlega sérhags- muni heldur manna sem skipuðu sér í fleiri fylkingar. Þeir sem sigruðu á markaðinum voru oftast þeir sem léku til sigurs. Með auk- inni samkeppni og minni rfkisvernd hafði leikurinn breyst talsvert og gamlar við- skiptablokkir voru ekki lengur undir „lögbundinni" vernd. Ný viðskiptaveldi urðu til, ekki alltaf með „drengilegum“ aðferðum en stundum var það eina leiðin til vegs og virðingar fyrir „strákana af götunni“. Oft og tíðum hljóp þó skjót- fenginn gróði með þá í gönur og þeir urðu sjálfum sér verstir. Nokkrir þeirra liöfðu þó spilað leikinn vel og gjörbreytt viðskiptaumhverfinu. Keisaiinn egarríkisfyrirtæki voru seld og meira traust var lagt í hendur markaðarins héldu flestir að nú rnyndi ríkið smám saman verða minni hluti af hagkerfinu. Ríkið hélt hins vegar áfram að blása út, eins og það kynni ekki neitt annað. Afskiptin af markaðinum höfðu breyst en ekki endilega minnkað. Til valda risu leiðtogar sem höfðu, þrátt fyrir allar breytingar til aukins lýðræðis og frelsis, engu að síður töglin og hagldirnar. Það var skýrt að þeir voru við stjórnvölinn, annaðhvort voru menn með þeim eða á móti og ef menn voru á móti voru þeir ekki velkomnir í leikinn lengur. Og ef menn voru með voru góðar líkur á að þeim yrði enn sem áður umbunað vel fyrir samstarfið. Mönnum og fyrirtækjum var eftir sem áður mismunað eftir því hverjum þeir voru hliðhollir. Kastast í kekki llt undir lok tíunda áratugarins virtist sem viðskiptamenn og ríkis- valdið gætu lifað saman þrátt fyrir að hagsmunir þeirra færu ekki alltaf sarnan. Eitthvað kastaðist þó í kekki með þeim um leið og ljóst var að endalaus hagvöxt- ur væri ekki einu sinni fyrirsjáanlegur í nánustu framtíð. Menn fóru jafnvel að kenna hver öðrum um hvernig í pottinn væri búið. Götustrákurinn kallaði á aukið frelsi og minni ríkisafskipti og keisar- anum blöskraði „smitandi græðgin" eins og Greenspan kallaði það. Fyrirtæki voru ekki lengur bestu vinir ríkisvaldsins. Átakið til aukins frjálsræðis var næstum gleymt og þær hugsjónir sem höfðu verið leiðarljós frelsisins voru ekki leng- ur í fyrirrúmi. Kannski hafði hræðslan við að ríkið væri að missa tökin á öllu saman gert það að verkum að nú var ekki lengur gaman. Það hafði gleymst að til þess var leikurinn gerður svo hægt væri að draga úr sóun og pólitískum afskiptum. Það getur orðið erfitt fyrir ríkisvaldið að snúa þróuninni við og stöðva undir- öldu viðskiptafrelsisins. Svipað gerðist þó fyrir tæpum hundrað árum þegar hertoginn Franz Ferdinand var skotinn niður í Sarajevo árið 1914 og fyrri heims- styrjöldin fylgdi í kjölfarið. Það leiðir hugann að orðum Johns Maynards Keynes: „Hún var einstakur þáttur í efnahagslegri framþróun mannsins sú öld sem lauk f ágúst 1914.“ 1 Það virðist æ betur koma í ljós að skyggt hefur á þá vináttu sem var á milli ríkisstjóma og fyrirtækja. 2 Warren Buffett er enn sem áður virtasti fjárfestir sam- tímans og það er ekki óvit- laust að hlusta á ráð hans. 3 Bjami Bragi Jónsson hag- fræðingur fjallar um hug- myndir Hannesar Hólm- steins um að gera Island að 4 ríkasta landi í heiniL En umræðunni var fylgt eftir með sjónvarpsþætti nú í september. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.