Vísbending


Vísbending - 27.09.2002, Blaðsíða 4

Vísbending - 27.09.2002, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) ef einstaklingarnir færu að kosta sam- félagsþjónustuna beint eða um trygg- ingarfélög eða sérsjóði, en sú leið mundi sjálfsagt kalla á jafnari tekjuskiptingu. Væri þá til orðinn efnislegur grundvöllur fyrir lágmarksríkið, þar sem skattheimta væri einkum fyrir stjórnsýslu, réttar- gæslu, öryggismál og hugsanlega þekk- ingarþróun, hugsanlega að viðbættu tilfærslukerfi til tekjujöfnunarogforsjár fyrir uppvaxandi kynslóð. Þróunarmarkmið yrir samfélaginu vakir að uppfylla margháttaðar þróunarþarfir án þess að gæta endilega samræmis við full- komna, hagræna kerfishugsýn. Kapp- semi stjórnmálamanna um að koma slík- um þörfum fram mun stundum hafa geftð tilefni til gagnrýni og háðs. Það réttlætir þó ekki úthrópun skattheimtu til opin- berra útgjalda sem einbera sóun, svo sem oft hefur hent málsvara einkafram- taks, en kemur ekki fyrir í þessu tilviki. Opinberu kerfin gegna að miklum hluta þörfum, sem hljóta að teljast samfélags- lega brýnni þeim, sem lífsgæðakapp- hlaup og neysludýrkun stefna að. Það á þó síst við um sköttun lágtekna, sem bitnar á brýnum lífsþörfum og hlýtur að hafa hvað óhagstæðust jaðaráhrif til latningar og undanskots. Um þann þátt skattheimtunnar hefur greinarhöfundur skrifað áður í Vísbendingu með þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt sé að leysa hið eina skattþrep upp í nokkur til mark- vissrar ákvörðunar og mildunar jaðar- skatta og áþjánar. Það markmið keppir óhjákvæmilega við ýtrustu óskir um lækkun fyrirtækjaskatta, nema báðar aðgerðirnar séu svo til bóta, að þær inegi fara sarnan. I öllu falli á að vera óhætt að lagfæra innri gerð eða snið skattkerfisins án þess að hleypa of miklum hagsmunum út í kaupgetuna í einu lagi. Athyglivert er, að HH reisir ekki skoðun sína og tillögur á fullkomnu velferðarfræðilegu hlutleysi, sem virðist falla vel að meginviðhorfum hans, held- ur er í för með Samtökum atvinnulífsins um hvatningar gagnvart framleiðslu- kerfinu, með þeirri forsjárhyggju sem henni má teljast tengd. Að sjálfsögðu kynnir hann svokallaða Lafferkúrvu (eða -boga) til þess leiks, svo sem hans skoðanafylkingu er gjarnt, en með meiri gætni en oft var viðhöfð. Hugsmíð þessi er þénug til mjög grófrar framsetningar þeirra sanninda, að skattheimta geti breyst hvort sem er með eða móti breytingu skatthlutfalla eftir viðbrögð- um skattborgaranna og þar með afdrif- um þjóðartekna, og sama skattheimta geti til lengdar verið náanleg með rnjög misjafnlega háum álögum, og þá almennt æskilegt að beita hinum lægri. Stefnuval er þó sjaldan svo frjálst og sveigjanlegt, sem stundum var með þessu látið í veðri vaka og fól nánast í sér, að þjóðir gætu hafið sig upp á hárinu að hætti Munch- hausens baróns með ljúfri léttingu skattanna. Kann það að eiga við, ef skatt- heimta hefur ráðist af handahófi eða hreinni ofsköttun verið beitt. Almennt er skattheimta í lýðræðisríkjum niður- staða af langri togstreitu milli valkosta, sem menn hafa nokkuð ljósar hugmynd- ir um, hvernig verka muni. Og jafnvel þótt ofsköttun teljist vera beitt, er skatt- fénu oftast veitt út aftur, svo veldur mótsvarandi örvun tekjumyndunar. Mestu varðar því að gera sér ljóst, hvar skattheimta þjóðarbús er á vegi stödd með tilliti til nýtingar framleiðslugetu og viðbragða við vaxtarþörf af völdum fólksfjölgunar og eðlilega aukinna lífs- krafna. Markmið og aðgerðir Náttúran fer ekki stökkum - „Natura ne facit saltum" - var mottó Alfreds Marshalls Cambrige-hagfræðings. Það á vel við um fullþroska þjóðarbú, bæði að því er tekur til afkastagetu fram- leiðslukerfisins og fullnýtingar þess eftir leiðum tekjumyndunarkerfisins. Jafnan er til skoðunar, hvort bæta skuli vindi í seglin eða slá nokkuð úr, og er spurning um fíngerða stigbreytingu fjárstjórnartækja. Veigamesta andlag þeirra er í dýpstu greiningu vinnuaflið og rúmt framboð þess, án þess að til uppsprengdra launakrafna þurfi að koma. Hóflegir jaðarskattar eru eitt helsta skilyrðið fyrir æskilega rúmu vinnuaflsframboði og stuðla þar með að hóflegum vöxtum, sem eru atvinnu- rekstri ekki síður hagsntuna- og þróun- arskilyrði en léttari tekjuskattar. Lækkun jaðarskatta af vinnutekjum, einkum á stigi lágtekna, þar sem þeir eru tilfinnan- legastir, ætti því að vera frambærilegur valkostur til samanburðar við lækkun tekjuskatts fyrirtækja. Innan þeirra marka sem hvort tveggj a er tvímælalaust til bóta, um leið og gætt sé að hleypa ekki of miklum ívilnunum út í hagkerfið, ættu umbætur á báðum sviðum að geta farið saman. Hér er um að ræða að laga skattstiga og annað innra snið skatt- kerfisins að æskilegum hvatningum, en heildarjöfnuður fjármálanna út eða inn er annað mál og hlýtur að ráðast af hag- sveiflum og vera stýrt með almennum hagstjórnartækjum Vissulega inunu umbætur í skatta- málum eiga miklu hlutverki að gegna við að leggja grunn að þróun íslenkra atvinnuvega að því marki að tryggja hæstu tekjur og bestu lífskjör, sein þekkj- ast munu hverju sinni. Með því munu væntanlega opnast fleiri og almennari leiðir að því marki en ræddar hafa verið í tilvitnuðum umræðum, og sömuleiðis verða kallað eftir fjölþættari úrbótum en tilgreindar hafa verið. Aðrir sálmar v____________________________________ ( ” | Margir góðir menn Atökin t VÍS að undanfömu og ný- liðin og fyrirsjáanleg sala á ríkis- eignum hafa verið í brennidepli. Það vakti mikla alhygli þegar ríkisstjómin ákvað að taka VIS út úrLandsbankanum og selja til samvinnufyrirtækja. Að vísu er líklegast réttara að tala um fyrrum samvinnufyrirtæki því að mörg þeirra hafa nú verið einkavædd þó svo að mörgum sé það enn hulin ráðgáta hver sé hinn raunverulegi eigandi þeirra. Þegar Finnur Ingólfsson er ráðinn forstjóri VIS með slíkri skyndingu er það óneitanlega áleitin hugsun hvort salan hafi verið bundin því skilyrði. Það vakti athygli margra þegar í stjórn VIS voru kjömir þeir Bogi Pálsson og Eiríkur Tómasson en hvorugur þeirra hefur verið talinn sérstakur samvinnumaður né var til þess vitað að þeir hefðu sérstök tengsl við félagið. Því virtist megintil- gangurinn með kjöri þeirra í stjórn að gefa henni faglegt yfirbragð. Skyndileg afsögn Boga og yfirlýsingar hans í kjölfarið benda þó til þess að þar hafi fagmennskan aðeins verið á yftrborðinu en ekki rist djúpt að hans mati. Auðvitað má spyrja hvort það hafi ekki verið barnaskapur af Boga að halda að félag sem væri svo tryggilega í eigu nýsam- bandsmanna færi að leita að forstjóra á almennummarkaði. Vísbendinglýsti yfir andstöðu við kaup Landsbankans á VÍS á sínum tíma því með þeim var snúið frá einkavæðingu til ríkisvæðingar. Með aðskilnaði Landsbanka og VIS er einu fyrirtækinu færra sem er í eigu banka, en það er óheillaþróun þegar bankar hverfa frá því meginhlutverki sínu í að vera þjónustufyrirtæki í það að keppa beint við viðskiptavini sína. Það er því gott að VÍS skuli skilið frá bankanutn. Þó að það hafi verið umdeild stefna hjá forsætisráðherra á sínum tíma að eignarhald skyldi dreift í bönkum, þá er hún óneitanlega vænleg til þess að tryggjaað þeir sé engum einum óeðlilega háðir. Því er það vont til þess að hugsa sem flestir gefa sér það að það sé aðeins formsatriði að ganga frá sölu Búnaðar- bankans til þessa sama hóps. Þá verður aftur kominn Samvinnubanki og Sam- vinnutryggingar á ný en engin sam- vinnuhreyfing. - bj v____________________________________V fRitstjórn: Eyþór ivar Jónsson ritstjóri ogN ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.