Vísbending


Vísbending - 16.05.2003, Blaðsíða 2

Vísbending - 16.05.2003, Blaðsíða 2
(Framhald af síðu 1) markaðinn. Þá er jafnvæginu sem skap- ast hefur á markaðinum raskað. Fá- keppnismarkaðir eru hins vegar oftast þannig gerðir að það er tiltölulega erfitt að komast inn á þá vegna inngöngu- hindrana. Stundum eru hindranirnar fólgnar í aðgengi að auðlindum, byrj- unarkostnaði sem er ekki afturkræfur, markaðskostnaði eða aðgengi að neyt- endum. Þess vegna er minni hætta en ella á að nýir aðilar komist inn á mark- aðinn. Það eru til dæmis ekki mörg dæmi um að ný fyrirtæki hafi komið inn á þekkta fákeppnismarkaði hér á landi og tekist að brjóta þá upp að einhverju ráði. Þó hefur reglulega verið rótað í tryggingamarkaðinum þannig að það er álitamál hvort hægt er að kalla þann markað fákeppnismarkað. Atlantsskip hafa verið að reyna að hasla sér völl á sjóflutningamarkaðinum og Iceland Express í flugsamgöngum og nýjar verslunarkeðjur hafa verið að reyna að naga í markaðshlutdeild Baugskeðj- unnar. Flestir nýliðarnir virðast vera fyrir- tæki stofnuð af Islendingum í einhvers konar samvinnu við erlenda aðila. I því virðist mesta ógnunin við fákeppnis- markaðina fólgin. Athygliverð tauga- veiklun varð á olíumarkaðinum hér um árið þegar bandarískir olíugreifar hugð- ust opna útibú hér á landi sem sýndi ólíkt meiri sveigjanleika á þeim markaði en fyrr hafði verið gefið í skyn. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort leyfa eigi fákeppninni að lifa í friði þangað til einhverjir aðilar taka sig til og ákveða að stinga sér inn á markaðinn. Alþjóða- væðingin átti reyndar að leysa þetta vandamál þar sem enginn atvinnugeiri átti að vera óhultur á heimamarkaði með sinn einokunargróða. Hún hefur hingað til þó einungis að litlu leyti skilað sér í því fornti að ströndum íslands. Hingað til hefur ráðið verið að bíða og vona að markaðsöflin brjóti upp fákeppnina, alla vega til lengri tíma litið. Inngrip stjórnvalda Iseinni tíð hafa komið fram hugmyndir sem fela það í sér að stjórnvöld brjóti upp fákeppnismarkað með því að hvetja aðila til inngöngu á markaðinn eða fara sjálf inn á markaðinn með beinum eða óbeinum hætti. Stungið hefur verið upp á þremur leiðum: A. Stjórnvöld stofna nýtt fyrirtæki til þess að fara inn á markaðinn eða kaupa eitt af þeim fyrirtækjum sem þegar eru á markaðinum og stjórna því. B. Stjórnvöld hvetja, auðvelda eða jafnvel styrkja nýja aðila til að koma inn á markaðinn og þá oft erlenda aðila. C. Stjómvöld styrkja fyrirtæki sem þegar er á markaðinum til þess að lækka verð. Fyrsti liðurinn felur í sér þann vanda að ekki er lfklegt að stjórnvöldum farist það vel úr hendi að stýra fyrirtæki á markaði sem þau hafa litla þekkingu á. Og þó að þau fengju sérfræðinga til þess að setja upp og stýra fyrirtækinu er líklegt að það myndi fela í sér mikinn kostnað fyrir stjórnvöld. Einnig er hætta á því að þessi kostnaður yrði óaftur- kræfur ef fyrirtækið hætti starfsemi. Enn eitt fyrirtæki inn á markaðinn gæli líka skapað óþarfa framboð og framleiðslu- getu á markaðinum. Annar kosturinn er skárri þar sem hann felur ekki í sér að stjórnvöld séu að gerast beinn þátttakandi í atvinnurekstri og stjórnvöld losna við kostnaðinn. Það er líka kostur að stjórnvöld þurfa ekki að hafa svo mikil afskipti af markaðinum og aðstoðin við erlenda fyrirtækið gæti verið fólgin í hlutum eins og að lækka eða fella niður verndartolla. V andamálið er eins og áður að nýtt fyrirtæki kemur inn á markaðinn sem getur orðið til að draga úr skilvirkni á markaðinum. Stærsti ókosturinn er þó sennilega pólitískur þar sem erfitt er að réttlæta það fyrir kjósendum að verið sé að styðja erlent fyrirtæki til þess að betrumbæta inn- lendan markað. Þriðji kosturinn er laus við vandamál annars kostsins og felur að sama skapi í sér að ekkert nýtt fyrirtæki kemur inn á markaðinn. Þetta er reyndar nokkuð róttæk hugmynd sem vert er að skoða betur. Hugsanlega mætti kalla þetta skæruliðaaðferðina. Skæruliðinn Síðasta hugmyndin, sem aðgerð gegn fákeppni, hefur kannski ekki hlotið verðskuldaða athygli. Þessi hugmynd felur það í sér að stjórnvöld fara óbeint inn á fákeppnismarkaði með það að markmiði að auka samkeppnina. Stjórn- völd gera þá samning við einn aðila fákeppninnar og fá hann í lið með sér til þess að lækka verð niður í samkeppnis- hæft verð. Fyrirtækið verður þá eins- konar skæruliði stjórnvalda í viðskipta- stríði. Ef t.d. þrír aðilar eru á markaðinum A, B og C, (A og B eru með 25% markaðs- hlutdeild hvor og C með 50%) og verðið á ákveðinni vörutegund er 130 krónur þá kaupa stjórnvöld A til þess að lækka verðið niður í 100 krónur sem er álitið eðlilegt samkeppnisverð, byggt á þjóð- félagslegri velferð en ekki hagnaðar- hámörkun fyrirtækis, og borgar A 30 króna mismuninn (eða hátt í það). Lækkun verðs leiðir til aukinnar eftir- spurnar sem A mætir með auknu fram- boði. A myndi samþykkja að gerast skæruliði af ótta við að stjórnvöld semdu við B ef hann neitaði eða aðstoða erlendan aðila til að koma inn á mark- aðinn eða jafnvel fara sjálf inn á mark- aðinn. Þetta verður til þess að B og C verða að elta A í verði ef þeir ætla ekki að missa markaðshlutdeild og C jafnvel að lækka enn meira til þess að halda ÍSBENDING ráðandi stöðu. Þannig verður til nýtt verð á markaðinum án þess í raun að hafa áhrif á kostnaðaruppbyggingu fyrirtækja. Skæruliðinn breytir þannig fákeppnismarkaði í samkeppnismarkað. Trúverðug hótun Að mörgu leyti er skæruliðaaðferðin ekkert ólíkt því sem gerist þegar nýr aðili með örlitla kostnaðaryfirburði kemur inn á markaðinn. Munurinn erþó sá að fyrirtæki á markaðinum eiga erfiðara með að bregðast við með aðferðum til þess að halda fyrirtæki út af markaðinum. Þetta er þó engan veginn skotheld aðferð. Hún getur til dæmis einungis virkað á tiltölulega einsleitum mörkuðum, þar sem neytendur eru líklegir til að bregðast vel við nýjum ódýrari kostum á markaðinum og þar sem viðskipti eru síendurtekin en ekki einstakur atburður. Það má líka velta því fyrir sér hversu siðlegt það er að stjórnvöld velji einn aðila umfram annan en hugsanlega mætti líta á það sem verðlaun fyrir að vilja brjóta upp samráðið og valið sjálft gæti hugsan- lega verið einskonar útboð eða handa- hófskennt val. Umbun stjórnvalda til fyrirtækis er líka háð þvf hversu viljug fyrirtæki eru til þátttöku en aldrei svo há að skæruliðinn sjálfur finni ekki fyrir hagnaðarskerðingunni. Tími aðgerð- anna er háður því hve langan tíma það tekur að breyta verðinu almennt á markaðinum. Þó að stjórnvöld kunni að þurfa að bera talsverðan kostnað af niðurgreiðslunni er hún einungis lítill hluti af velferðaraukningunni þar sem niðurgreiðslan á aðeins við eitt fyrirtæki en ekki markaðinn í heild. Kosturinn við þessa aðferð er að hún er tiltölulega auðveld í framkvæmd en mikilvægara er að hótunin væri sennilega nægileg til þess að fá fyrirtæki til þess að bjóða lægra verð en ella þar sem það væri hagkvæmara en að eiga hættu á afskipt- um stjórnvalda. Spurning um frelsi Stærsta gagnrýnin á skæruliðaað- ferðina, og aðrar aðferðir stjómvalda til þess að hafa áhrif á markaðinn, er sú að stjórnvöld eigi yfir höfuð ekki að skipta sér af markaðinum, ríkisafskipti séu aldrei góður kostur. Á móti kemur að skæruliðaaðferðin felur í sjálfu sér ekki í sér mikil ríkisafskipti nema af einu fyrirtæki, aðrir aði lar eru j afnfrj álsir sem fyrr. Einnig er það álitamál hvort stjórn- völd eigi að líta fákeppnismarkaði horn- auga. Markaðsaðstæður breytast hratt með nýrri tækni, þekkingu og efna- hagssveiflum og hefðbundin líkön, sem eiga að lýsa markaðinum og markaðs- hlutdeild, taka ekki slfka þætti með í reikninginn eða taka tillit til þátta eins (Framhald á síðu 3) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.