Vísbending


Vísbending - 16.05.2003, Blaðsíða 3

Vísbending - 16.05.2003, Blaðsíða 3
ISBENDING Oafturkræfar breytingar á umhverfi Björn Gunnar Ólafsson stjórnmálahagfræðingur Akvarðanir um framkvæmdir sem valda stórfelldum óafturkræfum breytingum á umhverfinu þarf að vanda sérstaklega. Framganga stjórn- og löggjafarvalds í slíkummálum er prófsteinn á góða stjórnarhætti. Aðall góðra stjórnarhátta er gagnsæi, upplýs- ing, ábyrgð og réttlæti. Óafturkræf umhverfisáhrif ótt krafan um góða stjórnarhætti sé skýlaus er erfitt að setja frarn nauð- synleg og nægjanleg skilyrði til að upp- fy lla kröfuna. Þar kemur meðal annars til álita hvort einni kynslóð sé yfirleitt leyfilegt að gera stórfelldar óal'turkræfar breytingar á náttúrunni með tillili til komandi kynslóða. Þá er vafasamt hvort Alþingi hefur, eða réttara sagt eigi að hafa, umboð til að taka slíkar ákvarðanir með einföldum meirihluta. Til greina kemur að beita þjóðaratkvæðagreiðslu við slíkar ákvarðanir eða krefjast aukins meirihluta á Alþingi. Þar sem allar athafn- ir mannsins hafa einhver umhverfisáhrif þarf einnig að finna mörk á milli stór- felldrar röskunar og eðlilegrar nýtingar á náttúrunni sem horfir til efnahagslegra framfara. Héráeftirverðuraðeinsfjallað um eitt skilyrði fyrir góðum stjórnar- háttum en það er krafa um aukna eða óvenjumikla arðsemi framkvæmda sem hafa óafturkræf umhverfisáhrif. Þessi krafa er nauðsynleg en ekki nægjanleg til að skilyrðum um góða stjórnarhætti sé fullnægt. Hún er ekki nægjanleg, meðal annars vegna þess að ekki er hægt að meta til fjár, svo öllum líki, fagurt umhverfi, sérstæða náttúru eða allan þann skaða sem óafturkræf röskun um- hverfis veldur. Þá er mat á afleiðingum þess að raska náttúrunni jafnan erfitt og mikil óútreiknanleg áhætta sem slíku fylgir. Krafa um verulega arðsemi egar land á hálendinu er lagt undir virkjunarframkvæmdir er verið að taka hluta af sameiginlegri eign lands- manna og einskorða nýtingu hennar. Þetta jafngildir því að breyta henni í séreign. Góðir stjórnarhættir felast í því að tekið sé tillit til hagsmuna þeirra hópa sem verða fyrir beinum eða óbeinum áhrifum af röskun umhverfisins og einnig þeirra sem meta mikils óspillta náttúru. Við þessar aðstæður er lágmarkskrafa að stjórnvöld sýni fram á nteð óyggjandi hætti að fyrirhuguð framkvæmd skili verulegum arði umfram það sem hægt er að ná með öðrum hætti. Öðrum þræði á framkvæmdin að geta staðið undir myndarlegu auðlindagjaldi en geta þó verið eftirsóknarverð framkvæmd frá sjónarhóli einkaaðila. Sönnunarbyrðin Sönnunarbyrðin gagnvart umbjóð- endunt um óvenjumikla arðsenti hvílir undanbragðalaust á herðum stjórnvalda. Hugsanlegir andstæðingar framkvæmdanna eiga ekki að þurfa að draga arðsemi í efa. Góðir stjórnarhættir krefjast þess að settir séu fram aðrir raunhæfir fjárfestingakostir til saman- burðar svo að valið á ntilli þeirra sé aug- ljóst og óumdeilt. í þessu sambandi er alls ófullnægjandi að framkvæmdir standi rétt undir afborgunum lána eða að arðsemi byggist á ríkisábyrgðum eða að sleppt sé að reikna með áhættuþátt- um og kostnaðarliðum. Það væri góð regla að óháður aðili legði fram mat á arðsemi framkvæmdanna. Vandasamt getur verið að meta nákvæmlega hversu mikil umframarðsemin á að vera. Það færieftirumfangi landspjalla, mati áarð- semi af annarri notkun, svo sem ferða- mennsku, og fjárhagslegri áhættu. Krafan um aukna arðsemi er bæði áhættutrygging og trygging fyrir því að hægt sé að greiða skaðabætur til komandi kynslóða af óafturkræfri urn- breytingu sameiginlegra náttúruverð- mæta og vegna þeirra töpuðu möguleika sem felast í annarri landnotkun. Líta ber á skaðabætur sem fræðilegan möguleika því að ólíklegt er að skaðabætur verði í reynd greiddar til þeirra sem telja sig hafa tapað á eyðileggingu landsins. Byggðasjónarmið Mikilvæg spurning er hvort önnur sjónarmið, svo sem atvinnu- eða byggðasjónarmið, gefi tilefni til að víkja frá þessari ströngu arðsemiskröfu. Varðandi atvinnusjónarmið þá hefur reynslan sýnt að fjölgun starfa er mjög slæmur mælikvarði á gildi atvinnuupp- byggingar. Framleiðniaukning vinnu- afls er ein mikilvægasta forsenda hag- vaxtar og með því að fórna hagkvæmni fyrir fjölgun starfa minnkar framleiðni óhjákvæmilega og þar með dregur úr efnahagslegum framförum. Þá ber að líta á atvinnuleysi sem skammtíma- vandamál ef efnahagsumgjörðin er að öðru leyti eðlileg. Vafasamt er að fóma kröfum um langtímaarð af varanlegum eða óafturkræfum breytingum á náttúr- unni til að leysa skammtímavandamál. Byggðasjónarmið í þessu samhengi snúast um það hvort íbúar í hnignandi eða strjálbýlum héruðum eigi sérstaka kröfu á hendur öðrum þjóðfélags- þegnum til sérstakrar aðstoðar vegna staðsetningar sinnar á slíkum svæðum. Vissulega má færa rök fyrir því að íbúar dreifbýlis eigi kröfu á að njóta grunn- þjónustu líkt og fbúar þéttbýlis en styrk- ir umfram það leiða til svipaðra vanda- mála og þegar arðsemi er látin víkja vegna atvinnusjónarmiða (sjá t.d. grein undir- ritaðs, „Byggðastefna, velferð og rétt- læti“, Fjármálatíðindi 1, XXXVIII árg., janúar-apríl 1991). Aukinni framleiðni og hagvexti er þá fórnað fyrir byggða- sjónarmið. Góðir stjórnarhættir Niðurstaðan er sú að sérlega háa arðsemiskröfu beri að gera til verk- efna sem leiða til mikilla óafturkræfra breytinga á umhverfi og náttúru lands- ins. Hér er um nauðsynlega en ekki nægjanlega kröfu að ræða sem atvinnu- eða byggðasjónarmið geta ekki vikið til hliðar. Löggjafinn og stjórnvöld bera ótvíræða skyldu gagnvart umbjóðend- um sínum, það er almenningi, að sanna að slíkar framkvæmdir standist hinar sér- stöku auknu arðsemiskröfur. (Framhald af síðu 2) og stærðarhagkvæmni, viðskiptakostn- aðar, nýsköpunar og nýliða inn á mark- aðinn (sjá einnig 4. tbl. 2002 og 37. tbl. 2000). Enginn getur sagt að þó að markaður beri einkenni fákeppni þessa stundina muni hann gera það að eilífu. A móti kemur að þegar fákeppni er búin að festa rætur þá er yfirleitt erfitt að brjóta hana upp því að fyrirtæki eru tilbúin til að verja stöðu sína með öllum ráðum. Þannig að ekki er þar með sagt að frelsi markaðarins geti ekki alveg eins leitt til þess að ástandið haldist óbreytt. Merkilegtland Islenski ntarkaðurinn ætti eiginlega að vera sérstök stúdía í fákeppnisfræðum því að það virðist vera eðli atvinnu- greina að leita í einhvers konar fákeppn- isfornt þar sem tvö til þrjú fyrirtæki eiga markaðinn. Þess vegna var það kómískt þegar alþingismenn uppgötvuðu allt í einu fákeppni á Islandi í sambandi við smásölumarkaðinn í byrjun síðasta árs eins og að fákeppni væri nýtt fyrirbæri hér á landi. Það er hins vegar ekki þar með sagt að það sé ekki skynsamlegt að vera á varðbergi gagnvart óæskilegum fylgifiskum fákeppninnar. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.