Vísbending


Vísbending - 07.11.2003, Síða 2

Vísbending - 07.11.2003, Síða 2
ISBENDING Fyrirtæki nær dauða en lífi Tvö stór gjaldþrot settu svip sinn á umræður um viðskiptamál í byrj- un nóvembermánaðar. Það voru gjaldþrot Utgáfufélags DV og kjúkl- ingaframleiðslunnar Móa. Hvorugt gjaldþrotið kom verulega á óvart þar sem bæði fyrirtækin höfðu verið í greiðslustöðvun síðustu vikurnar og fréttir af björgunartilraunum gáfu ekki tilefni til bjartsýni. Gjaldþrot eru yfirleitt sorglegir atburðir þar sem fólk tapar fjármunum og vinnu sinni. Og í þessu tilviki hverfa tvö áberandi fyrirtæki af vettvangi þó að ekki sé útséð um hvað verður um framleiðsluna. Sjúkdómsvaldur / Asíðasta ári urðu 565 fyrirtæki gjald- þrota hér á landi, sem var metár, og samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Lánstrausti þá hafa 463 fyrirtæki orðið gjaldþrota fyrstu níu mánuði þessa árs sem er 26% meira en á sama tíma á síðasta ári (sjá mynd). Gjaldþrot eru háð hag- sveiflunniogeruyfirleitttiltölulegastöð- ugt hlutfall af nýskráningum og þau eru eðlilegur þáttur í markaðskerfinu. I bandarískri rannsókn sem gerð var á 3.200 fyrirtækjum árið 1994 voru ytri aðstæður oftast gefnar sem orsök gjald- þrota (um 40% tilvika) og þar á eftir fjármögnun (um 28% tilvika) og rekst- urinn (um 26% tilvika). Einn af frægari ráðgjöfum í stefnumótun fyrirtækja í erfiðleikum, John Argenti, sagði ein- hvern tímann: „Það eru ekki breytingar sem valda gjaldþrotum fyrirtækja, það eru mistök stjórnenda. Og þau eru háð upprunalegum göllum í skipulagi fyrir- tækisins.“Iumfjöllunumog rannsóknum á gjaldþrotum hefur niðurstaðan oft orðið sú að mistök stjómenda séu aðal- orsök þeirra. Sú var t.d. í megindráttum ályktun skýrslu Aflvaka um gjaldþrot hér á landi sem var gefin út árið 1995. Það er að vissu leyti hægt að taka undir það að rangar ákvarðanir séu yfirleitt ástæða þess að sjúklingur liggur banalegu en yfirleitt er þar um samspil margra þátta að ræða og eins er það þegar gjaldþrot eru annars vegar. Læknisskoðun Þekktasta prófið til þess að meta hvort fyrirtæki eigi á hættu að verða gjald- þrota innan tveggja ára er próf Edwards Altmans. Altman-líkanið felst í því að vega saman fimm kennitölur í rekstrinum í margfeldi ákveðinna stuðla sem gefur svo niðurstöðu sem er vísbending um líkur á gj aldþroti. Þetta líkan þykir reynd- ar býsna góður mælikvarði í þeim rann- sóknum sem gerðar hafa verið á notkun hans. Annað próf er úr smiðju áður- nefnds Argentis. Það felur í sér að meta yfirstjórnun og fjármálastjórnun fyrir- tækis með því að gefa refsistig ef eitt- hvað er athugavert. Ef farið er yfir ákveð- inn stigafjölda þykir það vera vísbend- ing um að reksturinn sé í járnum. Jafn- framt hafa ýmsir aðilar gefið út lista þar sem talin eru upp einkenni sem þykja gefa tilefni til þess að fara að óttast um heilsu fyrirtækis, s.s. ákveðin geðshrær- ing í stjórnun, aukin starfsmannavelta, hærri lántökukostnaður, greiðsluerfið- leikar o.s.frv. Yfirleitt þarf það ekki að þýða neitt al varlegt þó að einstakir þætt- ir í rekstrinum fari umfram eðlileg viðmið- unarmörk en þegar margar viðvörunar- bjöllur eru farnar að hringja þá er ekki seinna vænna að senda sjúklinginn í nákvæma naflaskoðun. I flestum tilvik- um kemur þá í Ijós að fyrirtækið á í tíma- bundnum erfiðleikum og hefur hugsan- lega þörf fyrir að kröfuhafar falli frá einhverjum kröfum til þess að það komist á fætur á ný. Þá er fyrirtækið meira virði á lífi en bútað í sundur og selt í hlutum. Stundum gerist það þó að fyrirtæki er Gjaldþrotaúrskurðir hjá lögaðilum (fyrstu níu mánuðir áranna 1998 til 2003) einfaldlega meira virði dautt og grafið en í áframhaldandi rekstri. Ástæðan er oft og tíðum sú að stjórnendur hafa dregið það of lengi að fara með sjúkling- inn í læknisskoðun og trúað um of á eigið ágæti eða að hagsveiflan ætti eftir að snúast þeim í hag. Endurlífgun Asíðustu árum hefur meiri áhersla verið lögð á að reyna að endurlífga fyrirtæki sem standa frammi fyrir gjald- þroti frekar en að ganga frá dánarbúinu. Slík gjörgæsla fyrirtækja er sívaxandi atvinnugrein fyrir endurskoðendur. Og (Framhald á síðu 4) Z-próf Atlmans X1 =handbaert fé/heildareignum X2=geymdur hagnaður/heildareignum X3=EBIT/heildareignum X4=markaðsvirði/bókfærðu virði skulda X5=sala/heildareignum______________________ |z=0,012XU0,014X2+0,033X3+0,006X4+0,999X5 *** Fyrstu fjórar kennitölurnar gefa prósentutölu og t.d. 12,3% verður þá 12,3 margfaldað við stuðulinn. Ef Z-gildið er innan við 1,81 er veruleg hætta á gjaldþroti, ef það er á bilinu 1,81 til 2,99 er óvissa og því hærra sem gildið er umfram 2,99 því minni hætta á gjaldþroti. A-próf Argentis Gallar Stig | Einráður stjórnandi 8 Sami forstjóri og stjórnarformaður 4 Óvirk stjórn 2 Vanstilltir hæfileikar 2 Slakur fjármálastjóri 2 Lítil stjórnunardýpt 1 Ekkert eftirlit m. fjárhagsáætlun 3 Ekki áætlað sjóðstreymi 3 Engin kostnaðarstjórnun 3 Slök aðlögun að breyttum aðstæðum (úreltar vörur, tæki o.s.frv.) 15 Alls gallar 43 Einnkunn innan hættumarka 10 Mistök Hátt skuldahlutfall 15 Vanfjármögnuð útþensla 15 Stór verkefni 15 Sjúkleikaeinkenni Fjármálaleg einkenni 4 Frumleg reikningsskil 4 Ekki fjárhagsleg einkenni 3 Einkenni endaloka 1 Alls stig 100 Einnkunn innan hættumarka 25 Ekki má gefa færri stig en stigin fyrir hvern lið segja til um. Fyrirtæki sem fá fleiri stig en 25 eru komin á hættusvæði. Fyrirtæki sem eru í lítilli hættu fá venjulega mun færri stig en 25 en þau fyrirtæki sem fá stig á bilinu 35 til 70 eru í talsverði hættu. 2

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.