Vísbending


Vísbending - 07.11.2003, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.11.2003, Blaðsíða 3
ISBENDING Yandamálið við ókeypis upplýsingar Gjaldþrot Útgáfufélagsins DV eru stór tíðindi í íslenskum fjölmiðla- heimi enda er minning margra helstu blaða sem gefin voru út á tutt- ugustu öldinni tengd sögu blaðsins. Ef DV heyrir sögunni til þá er einungis Morgunblaðið, með sína 90 ára sögu, eftiraf þeim mörgu dagblöðum sem gefin voru út á tuttugustu öldinni. Frétta- blaðið er tákn nýrra tíma. Það var líka Fréttablaðið sem lék stærsta hlutverkið í að veita D V náðarhöggið en það gerðist ekki vegna þess að það væri betra blað heldur vegna þess að það var gefins. Nýtt viðskiptalíkan Fréttablaðið er byggt á viðskipta- líkani sem hefur verið að ryðja sér til rúms í blaðaheiminum á síðustu árum. Sumir hafa séð þetta sem þróun sem lýsir sér í því að tekjur frá auglýsendum hafa sífellt vegið meira í rekstri fj ölmiðla. Lengst af hafa stoðirnar verið tvær í blaðarekstri, tekjur af þeim sem kaupa blaðið, hvort sem það er í áskrift eða lausasölu, og tekjur af auglýsendum. Með því að kippa annarri stoðinni undan er gengið út frá því sem vfsu að auglýs- ingar nægi til þess að standa undir rekstrinum. Og þegar fyrirtæki eru á annað borð byrjuð að fara þessa leið er erfitt fyrir önnur fyrirtæki að styðja sig við aðra tekjustoð en auglýsingar þar sem neytendur vilja yfirleitt ekki borga á einum stað fyrir það sem þeir fá ókeypis annars staðar. Lengi vel hafa verið gefin út sérstök auglýsingablöð sem hafa byggst á þessari hugmynd, upphaflega í fjáröflunarskyni fyrir ákveðin félög eða félagasamtök og síðar hafa orðið til blöð í stöðugri útgáfu sem byggjast eingöngu á auglýsingum og birta ákveðnar upp- lýsingar, eins og t.d. sjónvarpsdagskrá vikunnar o.s.frv. Með tilkomu Frétta- blaðsins í byrjun árs 2001 var þetta 1 íkan hins vegar tekið skrefinu lengra sem grundvöllur í dagblaðarekstri. Það er áberandi við þetta viðskipta- líkan að það er verið að auka talsvert áhættuna í rekstrinum með því að byggja eingöngu á einum tekjustofni í stað tveggja. Hugmyndin er þó að færa út kvíarnar, eða fjölga lesendum, þannig að auglýsendur hafi meiri ávinning af því að auglýsa í blaðinu. Einnig er ljóst af reynslu af dagblaðamarkaðinum að það var illmögulegt að komast inn á markaðinn án þess að gera róttækar brey tingar á því viðskiptalíkani sem fyrir var. Fréttablaðinu hefur líka tekist að skapa sér stöðu á markaðinum á tæpum þremur árum og hafa þar veruleg áhrif. Ekki er þó þar með sagt að þetta við- skiptalíkan sé árangursríkt þegar til lengdar lætur. Fréttablaðið hefur einu sinni steypt sér kollhnís á stuttri ævi og það leynist engum að sú staðreynd að einn stærsti auglýsandinn á markaðin- um, sem er eigandi blaðsins, hefur tryggt rekstrargrundvöll þess (og það hjálpaði til við að grafa undan DV - en það er önnur saga). Þetta viðskiptalíkan hefur hins vegar gengið upp víða erlendis, þar sem auglýsingamarkaðurinn er mun stærri, og að sama skapi skapað usla á markaðinum og önnur fréttablöð hafa orðið að mæta slíkri samkeppni, t.d. með því að lækka áskriftargjöld. Þetta hefur gert rekstur hefðbundinna blaða mun erfiðari og er ljóst að mörg erlend blöð eiga eftir að fara sömu leið og DV ef þau reyna ekki að aðlaga sig nýjum aðstæð- um. Aukið framboð ú breyting sem hefurorðið á íslenska dagblaðamarkaðinum er angi af mun stærra fyrirbæri sem eru ókeypis upp- lýsingar.1 Framboð af ókeypis upplýs- ingum hefur líka margfaldast á síðustu árum. Tæknin leikur mikilvægt hlutverk í þeirri þróun og ekki hvað síst netið. í sjálfu sér má segja að þrýstingur á ókeypis upplýsingar á blaðamarkað- inum hafi vaxið með þróun netsins. Upphaflegar tilraunir til þess að selja upplýsingar á netinu mistókust en netið hefur að mörgu leyti dregið úr þörfinni fyrir einhvern sérstakan millilið í upplýs- ingamiðlun. Þeirsem viljakomaupplýs- ingum á framfæri geta einfaldlega birt þær á netinu. Þetta hefur grafið undan rekstri þeirra aðila sem reyna að selja upplýsingar. Dagblöðin hafa þó haft það fram yfir netið að fólki finnst þau á þægilegu og aðgengilegu formi og treystir þeim betur en netinu. Þetta kann þó að breytast þó að spár um dauða blaðamiðlanna á tuttugustu öldinni hafi verið ótímabærar. Aðgengi að raf- og stafrænum upplýsingum er aftur á móti alltaf að verða betra þannig að fólk getur nálgast upplýsingar á því formi hvar og hvenær sem er. Auglýsendur hafa hins vegar haldið trausti við blöðin en verið tregir til þess að nýta netið á þann hátt, enn sem komið er. Ekki þarf því mikið til að rekstrarforsendur í blaðageiranum verði enn verri þar sem blöðin þurfa að bera hinn mikla kostnað sem felst í prentun og dreifingu sem netmiðlar þurfa ekki að bera. Ein leið til þess að bregðast við ókeypis upplýsingum er að finna upp- lýsingar sem ekki eru öllum aðgengileg- ar, að setja þær fram á nýjan og betri hátt eða nýta þær til þess að framleiða enn „merkilegri" upplýsingar. En þá kernur helsti vandinn við upplýsingamiðlun til sögunnar, nefnilega sú staðreynd að upplýsingar verða í raun og veru ekki upplýsingar fyrr en einhver hefur tekið við þeim. Þess vegna er erfitt að verð- leggja upplýsingar þar sem ekki er hægt að meta verðmætið fyrr en einhver hefur orðið upplýstari. Einnig á fólk oft erfitt með að meta hvaða þöif það hefur fyrir upplýsingar og það er sérstaklega erfitt í hefðbundnum fréttaflutningi. Þetta hefur m.a. gert það að verkum að það verður sífellt erfiðara að selja upplýs- ingarsem erudýraríframleiðslu. I sumar kvartaði ritstjóri franska dagblaðsins Le Monde yfir því að ókeypis blöð væru að gera dýrari upplýsingavinnslu og fréttamennsku ómögulega. Frétta- mennska væri ekki lengur fólgin í að kafaofan í mál heldureinungis að skrapa yfirborðið þar sem enginn virtist vera tilbúinn til að greiða fyrir annað. Hag- kvæmari rekstur fæst með „kranablaða- mennsku“ en að kafa dýpra undir yfir- borðið. Meira framboð og ódýrari upp- lýsingar hafa þvi ekki endilega aukið gæði upplýsinganna. Hagsmunaárekstrar Flestir vilja hins vegar að metnaðarfull upplýsingavinnsla sé til, en eru ekki alltaf fúsir til þess að borga brúsann, nema í neyð. Ein lausn markaðarins á þessu vandamáli eru t.d. fyrirtæki sem geta lagt töluverða vinnu í ókeypis upplýsingar með því að ná inn tekjum með sölu á tengdum afurðum. Gott dæmi um þetta eru fyrirtækjaupplýsingar bankanna. Bankarnir gera greiningu á fyrirtækjum á hlutabréfamarkaðinum og gefa þá upplýsingavinnslu með því að birta greiningarnar á netinu. Þetta gera bankarnir ekki af einskærri góðvild held- ur vegna þess að þeir þurfa hvort eð er að vinna þessa vinnu og hins vegar í von um að þetta afli þeim viðskiptavina þegar fagfjárfestar og aðrir fjárfestar ætla að versla með hlutabréf. í fyrstu hljómar þetta eins og fín lausn á vandanum en staðreyndin er hins vegar sú að þegar bankarnir gefa þessar upplýsingar og vinna þær sæmilega þá er enginn mark- aður fyrir önnur fyrirtæki að reyna að selja sömu upplýsingar. Þessar upplýs- ingar ættu líka kannski að vera ókeypis svo að fjárfestar geti staðið jafnfætis á markaðinum. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þetta er afleitt fyrirkomulag þar sem bankar erlendis hafa misnotað þessa aðstöðu sína í miklum mæli. Hags- munaárekstrar sem eru fólgnir í því að sami aðili og veitir upplýsingarnar er í viðskiptum við þau fyrirtæki sem hann (Framháld á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.