Vísbending


Vísbending - 19.03.2004, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.03.2004, Blaðsíða 3
ISBENDING Lykilhæfni fyrirtækis Magnús í. Guðfinnsson viðskiptafræðingur Orðið „lykilhæfni"1 hefur fest sig í sessi í viðskiptaheiminum á þeim rúma áratug síðan það var kynnt til sögunnar.2 Ljóst er að hug- takið er nokkuð ofnotað og um leið mis- túlkað en lítill vafi leikur á að mikill akkur getur verið af því að finna og beita lykil- hæfni. Lausleg skilgreining á lykilhæfni er það sem fyrirtækið gerir framúrskar- andi vel og önnur fyrirtœki geta ekki eða gera miður vel. Það er því afar erfitt að hernta eftir lykilhæfni fyrirtækis þar sem hún er einstök fyrir hvert fyrirtæki og er eins konar hluti af „persónuleika" þess. Lykilhæfni byggist á lærdómi vítt og breitt um fyrirtækið. Lykilhæfni bygg- ist á samhæfingu á starfsaðferðum og hæfni í að beita ýmsum tækninýjungum sem leitt geta til aukinnar sölu eða opn- að dyr inn á nýja markaði. Fyrirtæki býr yfir einunt þætti og í mesta lagi tveimur þáttum sem flokkast undir lykilhæfni. Hvað þarf til Ef fyrirtæki ætlar að byggja á lykil- hæfni þá þarf það að vera fremst á sínu sviði (eða nálægt toppnum), saman- borið við samkeppnisaðila ef óháðar kannanirfæru fram. Mörg fyrirtæki geta framleitt tölvur en fæst þeirra geta fram- leitt þær jafnhratt og í jafnháum gæða- flokki og tölvufyrirtækið Dell. Skjót afhending á Dell-tölvum er eitthvað sem fæst fyrirtæki geta hermt eftir. Sam- keppnishæfni fyrirtækisins byggist á þeim rekstrarþáttum sem fyrirtækið gerir betur en samkeppnisaðilar. Það er t.d. ekki nóg að segjast vera leiðandi í markaðssetningu eða búa yfir jákvæðri ímyndútiámarkaði. Það verður að kafa dýpra til að komast að því hvaða eiginleikum fyrirtækið býr yfir. Vel- gengni í markaðssetningu getur orsak- ast af sterku dreifineti fyrir vörur eða vandaðari auglýsingagerð sent skilar fyrirtækinu sterkri ímynd og mikilli sölu. Farsímafyrirtækið TAL var t.a.m. ekki öfundsvert þegar það kom inn á far- símamarkaðinn árið 1998. TAL keppti ekki í verði heldur ímyndaruppbyggingu með kröftugu markaðsstarfi og hnitmið- uðum auglýsingum ætluðum tilteknum markhópi. Uppbygging fyrirtækisins var hraðari en flestir þorðu að spá fyrir um í upphafi. Þegar TAL var sameinað Íslandssíma árið 2002 bjó fyrirtækið að þriðjungi markaðarins, velti yfir 3 millj- örðum kr. og sýndi hagnað upp á 400 milljónirí níu mánaðauppgjöri.Forstjóri TALS, Þórólfur Árnason, var valinn markaðsmaður ársins árið 2002. Forsendurnar Forsenda þess að skapa lykilhæfni er að forstjóri fyrirtækisins styðji við slík áform. Lykilhæfni verður ekki byggð upp nema í gegnum valdamestu deildir innan fyrirtækisins. Ef valdið, fjárhagur og ákvarðanataka, liggur t.d. í fram- leiðsludeildunt þá getur fyrirtæki ekki orðið framarlega í markaðssetningu eða þjónustu. Fyrirtæki geta byggt upp lykilhæfni með nokkrum leiðum: • Byggja upp lykilhæfni með tímanum, í gegnum þróunarferli. • Setja upp sérstaka rekstrareiningu, óháða annarri starfsemi í fyrirtækinu, sem vinnur að uppbyggingu á lykilhæfni sem síðar er flutt inn í starfsemina. • Með yfirtöku á öðru fyrirtæki og vinna þannig að því að yfirfæra lykilhæfnina inn í starfsemina. Erfitt er að segja til um hvort reynist betur, að vinna að uppbyggingu á lykil- hæfni með tímanum eða koma á fót sér- stakri rekstrareiningu. Það getur tekið langan tíma að byggja upp lykilhæfni í starfseminni með óbreyttu sniði og ekki endilega víst að það takist nokkurn tíma. Líkurnar á árangri vænkast nokkuð með því að koma upp sérstakri rekstrarein- ingu en tilflutningur á lykilhæfni yfir í starfsemina getur verið þröskuldur sem erfitteraðyfirstíga.3 Líkurnaráað lykil- hæfnin nái fótfestu með yfirtökum er háð fyrirtækinu sem tekið eryfir. Líkurn- ar á að velgengni aukist ef fyrirtækið sem tekið er yfir fær að halda um stjórn- artaumana og breytingarnar í starfsemi fyrirtækisins verða ekki miklar samfara yfirtökunni. Avinningurinn Avinningurinn af hugmyndinni urn lykilhæfni er merkilegur fyrir þær sakir að stjómendur þurfa að einblína á það sem er einstakt í rekstrinum. Fyrir- tæki eru í auknum mæli að einblína á styrkleika sína og láta aðra um þá þætti sent ekki eru virðisaukandi eða styðja ekki við lykilhæfni. Nú er útlit fyrir að útvistunarmarkaðurinn fimmfaldist í Bandaríkjunum frá árinu 2000 til 2005. Fyrirtæki verða fyrirbragðið samkeppn- ishæfari ef þau einblína á styrkleika sína og útvista verkferlum eða stofna t.d. dótturfyrirtæki unt annan rekstur sem ekki tengist lykilstarfsemi. Fyrirtæki hér- lendis eru smám saman að átta sig á kostum þess að útvista verkferlum. Þessi sérhæfing fyrirtækja er sjálf- sögð og nauðsynleg til lengri tíma litið. Santkeppnishæfni fyrirtækja byggist á því að þau einblíni á styrkleika sína. Þetta á ekki síður við opinbera geirann, þar sem stofnanir eins og háskólar, sjúkrahús og sveitarfélög eru í auknum mæli að einblína á kjarnastarfsemi sína og bjóða út aðra rekstrarþætti. Yfirvöld á Islandi geta gert betur í því að útvista þáttum sem einkaaðilar væri betur fallnir til að sjá um. Landspítalinn Urnræða um Landspítala-háskóla sjúkrahús kemur upp í hugann en stofnunin rekur upplýsingatæknideild, ræstingarþjónustu, sér urn viðhald eigna og svo mætti áfram telja. Fjöldi nefnda og ráðgjafa, innlendra og erlendra, virðist ekki hafa komið auga á þá þætti sem mestu máli skipta fyrir spítala: greiningu, meðhöndlun og lækn- ingu fólks sem þangað leitar. Langtíma- umönnun eftir aðgerðir eða untönnun aldraðra flokkast ekki undir kjarnastarf- serni spítala og ætti samkvæmt þessu ekki að vera hluti af starfseminni og því betur komið fyrir annars staðar. Eins og stefnu- og nafnabreytingin ber með sér þá rúmast háskólastarfsemin nú sem hluti af rekstri Landspítala-háskóla- sjúkrahúss. Y firvöld víðast hvar eru að leita leiða til að lækka eða halda kostnaði við heil- brigðiskerfið íjafnvægi árnilli ára. Stofn- un líkt og Landspítali-háskólasjúkrahús er byggð upp í kringum hátækniaðgerðir og þess vegna er mjög dýrt að hýsa smærri aðgerðir og skoðanir inni á slíkum stofnunum. Skipulagslega er unnið að því að aðskilja hefðbundnar skoðanir og srnærri aðgerðir í smærri læknastofn- unurn þar sem einblínt er á slíka þætti. Heimahjúkrun er einnig dæmi unt um- önnun og aðhlynningu utan spítalans. Fyrirtæki eru nú að framleiða smærri og ódýrari tæki til að stuðla enn frekar að þessu, t.d. með sjálfskoðun sjúklings heima. Þungunarprófið er dæmi um vöru sent fæst í næsta apóteki og gerir heim- sókn á spítala eða heilsugæslu óþarfa. Án þess að skerða öryggi sjúklings um of þá heldur þessi nauðsynlega en vandasama þróun áfram þar sem há- tæknisjúkrahús einblína á kjarnarekstur en útvista öðrum þáttum, jafnvel heim til sjúklingsins sjálfs. Að leita og beita ly kilhæfni fyrirtækisins verður þá að vera hornsteinn stefnumótunarinnar. 1. Stundum nefnd meginhæfni cða kjamahæfni. 2. Hugtakið var fyrst nefnt til sögunnar í grein Gary Hamels og C.K. Prahalads árið 1990, „The Core Competence of the Corporation“, sem birtist í Harvard Business Review. 3. Coyne, K. P., Hall, S.J., Clifford, P.G. (1997). „Is Your Core Competence a Mirage?“, McKinsey Quarterly, númer 1, bls. 40-54. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.