Vísbending


Vísbending - 19.03.2004, Blaðsíða 4

Vísbending - 19.03.2004, Blaðsíða 4
ISBENDING Gúrúamir Gúrúar eru nokkuð merkilegt fyrir bæri, þeir hafa þann eiginleika að opna augu manna fyrir „nýj- um“ hugmyndum og þá er stundum eins og menn frelsist á einni nóttu. I við- skiptaheiminum hafa rnargir fengið gúrúaviðurnefni. Gúrúalistinn s Ibók sinni What’s the Big Idea? gerðu þeir Thomas H. Davenport og Laur- ence Prusak könnun á því hverjir væru mestu gúrúarnir í viðskiptaheiminum. Þrír mælikvarðar voru notaðir: Google- leit, tilvitnanir í þá samkvæmt SSCI og hversu oft þeirra var getið í fjölmiðlum. Þessir þrír þættir voru svo vegnir saman. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu þá var Harvard-prófessorinn og stefnu- mótunarfræðingurinn Michael Porter efstur á þessum lista, Tom Peters, höf- undur In Search of Excellence og fleiri bóka, var í öðru sæti, Robert Reich, atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Clint- Gúrúalistinn \ (í röð m.v. mœlikvarða) I Nr. Gúrúar Google SSCl Fjölmiðlar I Michacl Porter 13 2 8 2 Tom Peters 6 25 7 3 Robert Rcich 7 27 5 4 Pcter Drucker 2 15 33 5 Gary S. Becker 32 I 26 6 Peter Senge 14 12 34 7 Gary Hamel 30 18 22 8 AlvinToffler 3 63 6 9 Hal Variun 19 23 43 10 Dantel Goleman 28 36 21 I l Rosabeth Moss Kanter 41 10 37 12 Ronald Coasc 42 7 51 13 Lester Thurow 36 40 24 14 Charles Handy 37 41 29 15 pauJ Romer 57 11 42 16 Henry Mintzberg 52 6 57 17 Slephen Covey 10 96 9 18 Michael Hammer 47 29 40 19 Bill Gates 1 118 1 20 Warren Bennis 29 56 36 21 Jcffrey Pfeffcr 60 4 60 22 Philip Kotler 34 26 66 23 Rotert C. Merton 84 19 31 24 C. K. Prahalad 44 21 76 25 Thomas H. Davenport 45 34 62 26 Don Tapscott 21 94 28 27 Malcolm Gladwcll 22 104 20 28 John Secly Brown 40 62 45 29 Goerge Gilder 18 119 14 30 Kcvin Kelly 24 106 25 31 Chris Argyris 54 13 88 32 Esther Dyson 11 137 11 33 Robert Kaplan 61 44 56 34 lidward DcBono 26 114 23 35 Jack Welch 4 156 3 36 John Kotter 49 49 73 37 Kcn Blanchard 15 141 18 38 lídward Tufte 27 57 96 39 Kenichi Ohmae 58 70 54 40 Jamcs MacGregor Burns 59 75 49 41 Alfired Chandler 95 20 69 42 Edgar Schein 53 7 124 43 Sumantra Ghoshal 68 47 71 44 Myron S. Scholes 81 91 16 45 Richard Branson 8 180 2 46 Anthony Robbins 16 162 15 47 Michael Dcll 9 180 4 48 James March 87 5 102 49 Clayton Christcnsen 65 87 44 50 John Naisbitt 46 109 47 ons og höfundur fjölmargra bóka,var í því þriðja, Peter Drucker, sem oft er kallaður faðir stjórnunarfræðanna, í því fjórða og nóbelsverðlaunahafinn Gary Becker í því fimmta. Becker og Porter eru í efstu tveimur sætunum hvað varðar fræðilegar tilvitnanir en Drucker, Peters og Reich eru öllu vinsælli á Google. Frægir stjórnendur eins og Bill Gates hjá Microsoft (19. sæti), Jack Welch, fyrrverandi forstjóri GE, (34. sæti) og Richard Branson hjá Virgin (45. sæti) komast á þennan lista vegna þess hversu oft þeirra er getið í fjölmiðlum og á Netinu. Þó að þeir græði á því að vera andlit stórfyrirtækja út á við þá leikur enginn vafi á að þeir eiga heima á slíkum gúrúalista enda hafa þeir haft veruleg áhrif á viðskiptaheiminn. Gúrúar þurfa heldur ekki að vera hugmyndasmiðir en það einkennir þá að þeir hafa pakkað viðskiptahugmyndum inn og komið þeim á framfæri. Michael Porter hefur sjaldan þótt mikill hugmyndasmiður en það hefur sennilega enginn staðið sig betur í að sameina ólíkar hugmyndir í líkön sem allir geta skilið og notað. Þannig er Tom Peters þekktari fyrir að setja hugmyndir í skemmtilegan búning en að veramikill hugmyndasmiðursjálf- ur. Flestir þeirra gera rannsóknir, skrifa bækur, flytja ræður og sinna ráðgjöf. Gúrú gúrúanna Davenport og Prusak skrifuðu grein, Who are the Gurus’ Gurus?, í desemberhefti Harvard Business Re- view á síðasta ári þar sem þeir kynntu nýja rannsókn sem fólst í því að spyrja gúrúana hverjir væru þeirra gúrúar. T alsvert önnur rnynd kom þá fram. Peter Drucker var efstur á listanum, nefndur átta sinnum, James March, félagsfræð- ingur í Stanford, var í öðru sæti, nefndur sjö sinnum, en hann var í 48. sæti á hinum listanum. Nóbelsverðlaunahaf- inn Herbert Simon var nefndur sex sinnum og Paul Lawrence, Harvard- prófessor í atferlisrannsóknum fyrir- tækja, varnefndurfimm sinnum, hvorug- an er að finna á meðal þeirra 200 gúrúa sem prýddu fyrri listann. Fimrn aðrir voru nefndir fjórum sinnum og ellefu, þar á meðal Porter, voru nefndir þrisvar sinn- um. Athygli vekur að 280 nöfn voru nefnd sem koma úr hinum undarlegustu áttum og Drucker sem var efstur á listanum er einungis nefndur átta sinn- um. Niðurstaða Davenports og Prusaks var því sú að þessi gríðarlega dreifing bæri þess merki að ekki væri neinn hornstein eða brúarstólpa að finna í viðskiptafræðunum, að herinn væri höfuðlaus. Aðrir sálmar \___________________________________ f N Sigrarofbeldið? Odæðin á Spáni fyrir réttri viku sýna glöggt hve erfitt er að koma í veg fyrir hryðjuverk. í sjálfu sér getur lítill hópur öfgamanna tekið sig saman og valdið hræðilegum óskunda án þess að nokkur fái rönd við reist. Nú bendir flest til þess að arabískum öfgahópi sé um að kenna, hvort sem hann tengist raun- verulega al Qaeda eða ekki. Svo virðist sem fjöldamorðin hafi átt að vera refsing fyrir stuðning Spánar við stríðið í Irak. I kjölfarið sigruðu sósíalistar svo í kosningunum þvert á skoðanakannanir skömrnu áður, en þeir voru gegn þátttöku Spánverja í Iraks- stríðinu. Nú má deila um það hvort stríðið hafi verið réttlætanlegt og vissu- lega virðast ógnarvopnin vera vel falin. Stríðið tókst reyndar vel, sigur vannst á fáum dögunt og Saddam náðist, en Bandaríkjamenn eiga erfiðara með að höndla friðinn. En eitt fyrsta verk tilvonandi forsætisráðherra á Spáni var að lýsa því yfir að Spánverjar dragi her sinn til baka. Nú eru aðeins milli eitt og tvö þúsund Spánverjar í herliðinu í írak, þannig að ákvörðunin hefur ekkert að segja í sambandi við hernámið. Hins vegar er yfirlýsingin dapurleg í Ijósi þess að þetta var einmitt það sem illvirkjarnir sóttust eftir; að hræða menn til hlýðni. Samtök sem segjast standa á bakvið spellvirkin segjast ætlaað gera vopnahlé meðan Spánverjar dragi sig til baka. Yfirlýsingin er gefin til þess að sýna hver hafi valdið. Með undanslætti eru spænsk stjórnvöld að gefa ofbeldis- mönnum hvatningu urn frekari árásir, þar sent nú verður gefið fordæmi um að þá lyppist stjórnvöld niður. Hryðjuverk verður að reyna að upp- ræta og ofbeldismönnum á að refsa. Það breytir því ekki að menn verða jafnframt að reyna að skilja og leysa þann undir- liggjandi vanda sem heiftinni veldur. Eflaust eru hryðjuverkamenn þó ekkert öðruvísi en annað fólk að því leyti að þeir geta haldið áfram að berjast eftir að tilefnið er löngu gleymt. Hatrið og heiftin fá sjálfstætt líf og bitna á fólki sent á enga sök á því sem þeir telja sig vera að hefna fyrir. Minning saklausra fórnar- lamba er flekkuð með því að láta að vilja morðingjanna. - bj V___________________________________J íRitstjóri og ábyrgðarmaður: N Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintðk. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda._________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.