Vísbending


Vísbending - 09.06.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 09.06.2006, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 9. júní 2006 21. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Þegar stuðið er búið Margir kannast við það að vera s vo þreyttir dögum saman að ekkert virðist ganga upp. Einföldustu ákvarðanir verða flóknar og í stað þess að gera hlutina strax frestar fólk þeim enda- laust. Það sem mönnum fínnst skrítnast er að vinna sem áður var skemmtileg og tilhlökkunarefni á degi hverjum er það alls ekki Iengur. Stuðið er búið. Einn vandinn er sá þegar þetta kem- ur fyrir æðstu stjómendur að þeir hafa ekki marga til þess að ræða við. Það er hlutverk stjómenda að leysa vandamál, ekki að vera sjálfir vandamálið. Þegar stjórnendurræða ekki viðneinn, eðahafa engan til þess að tala við, telja þeir oft að vandi þeirra sé einstakur. Ef upp kæmist um vandamál þeirra yrðu þeir að bitbeini eða athlægi annarra. Þess vegna em menn í æðstu stöðum oft of lengi að greina vandann áður en það er orðið svo seinl að hann verður miklu stærri en ella og getur loks valdið varanlegum skaða. Þreytan tekur völdin Nú orðið þekkja menn vel nokkur fræðiheiti sem notuð em um það þegar þreytan tekur völdin. Þreyta, sí- þreyta, kvíði, þunglyndi og kulnun eru allt orð sem notuð em um þetta ástand. Þrátt fyrir að vandamálið sé algengt og orðin ein og sér auðskilin er það engu að síður auðveldara að sjá flísina í auga náungans en bjálkann í eigin auga. Þess vegna getur það verið gagnlegt að fara yfír listann sem hér tylgir til þess að sjá hvort atriðin þar eiga við um mann sjálfan eða einhvem sem nærri manni stendur. Auðvitað er margt af því sem að ofan er nefnt ekki sjúklegt eitt og sér en þegar það fer að vera hluti af daglegu lífí er ástæða til þess að kanna málið. Halldór Kolbeinsson geðlæknir ræddi um þennan vanda í Frjálsri verslun árið 2000 (2. tbl. 62. ár, Hvað er siþreyta?) og benti þar á nauðsyn þess að menn temdu sér lífsstíl þar sem frí og vinna skiptast á. Ein að- alhættan er sú að menn geti aldrei hætt að vera í vinnunni. Þetta á auðvitað ekki síst við um forstjóra sem alltaf þurfa að vera viðbúnir því að eitthvað komi upp en ekki síður um ungt metnaðarfullt fólk sem ætlar sér að ná langt. Þó að þetta sé skiljanlegt ástand þá er það engu að síður óæskilegt. Hvað breyttist? Sumir eiga erfitt með að skilja að þeir ráði ekki við starf sem áður veitti þeim mikla lífsfyllingu, starf sem þeir höfðu lengi stefnt að og loksins náð tindinum. Stundum er það einmitt vandinn að tind- inum er náð. Margir þrífast best á því að hafa markmið og þegar markinu er náð er ekki eftir neinu að sækjast lengur. Þeir sem hafa gengið á Ijallstinda eða hlaupið langhlaup kannast við sælutilfinninguna þegar þeir ná takmarkinu. En hvað gera menn þegar þeir hafa klifið alla tinda? Lífið verður fábreytilegt og tilgangslít- ið, jafnvel þó að aðrir sem ekki hafa sama metnað eigi erfitt með að skilja það. Mönnum er misboðið að þurfa að Tujia 1. Þrettán merki kulnunar 1. Síþreyta, mönnum finnst þeir stöðugt vera útkeyrðir 2. Menn verða uppstökkir við þá sem gera kröfur 3. Sjálfsgagnrýni vegna þess að menn hafa látið undan kröfum 4. Kaldhæðni, neikvæðni, pirringur 5. Mönnum finnst að sér vegið 6. Menn rjúka upp yfir smámunum 7. Höfuðverkur og meltingartruflanir 8. Breytingar á þyngd 9. Svefnleysi og þungt skap 10. Menn eru andstuttir 11. Tortryggni 12. Mönnum finnst þeir hjálparvana 13. Áhættusækni eykst Heimild: 13 Signs of Burnout and How To Help You Avoid It, Henry Neiis, www. Assessment.com. eyða dýrmætum kröftum sínum í daglega rútínu í stað þess að ná sífellt lengra. Hæfilegur metnaður er hollur en þeir sem ná langt eiga líka oft erfitt með að taka ósigrum. Sá sem er vanur að vinna kann illa við sig þegar lífið hættir að vera sam- felld sigurganga. Winston Churchill sagði reyndar að leiðin til þess að ná langt væri að fara frá einum vonbrigðum til annarra án þess að missa kappið. En það eru ekki allir svo heppnir að verða fyrir áföllum snemma á ferlinum og þeir sem eru vanir að sigra aftur og aftur taka kannski smá- vægilegt bakslag fremur inn á sig en hinir sem hafa marga Ijömna sopið. Hvað á að gera? Einkenni kulnunargeta verið fleiri en að framan greinir. Óhófleg áfengis- neysla eða lyíjaát em alvarleg einkenni en þegar ástandið er komið á það stig er líklegt að afneitun sé einnig orðin hluti af vandanum. Flestir segjast hafa stjóm á eigin neyslu, ekki síst þeir sem hafa hana ekki, og þannig vindur vandinn upp á sig. Á því stigi er lítið annað að gera en leita sér hjálpar sérfræðinga. Ef fyrr er aftur á móti gripið í taumana er ráðið tiltölulega einfalt. Menn eiga að temja sér heilbrigðan lífsstíl og gæta þess að gefa sér frí frá amstri dagsins. Það er mjög mikilvægt að hafa ein- hvem til þess að tala við um vandamálin. Ætla má að margir ræði þau við maka en það er ekki talið heillaráð því að þar með er vandinn og vinnan flutt heim. Best er að eiga einhvem „utanaðkomandi" vin eða trúnaðarmann sem getur hlustað og ráðið mönnum heilt. Líklega er besta ráðið að taka sjálfan sig og lífið ekki allt of alvarlega. Nú á tímum er ein helsta krafan að menn „axli ábyrgð" ef þeim verður eitthvað á með því að draga sig í hlé. Því fer ijarri að hægt sé að færa þessi vísindi upp á lífið almennt. Mistök em hluti af lífi sérhvers manns og fáir hafa orðið fyrir jafnmiklum áföllum (Framhald á síðu 4) 1 Það er algengara en marg- ur hyggur að stjórnendur séu sífellt þreyttir og geti loks ekki hugsað sér að halda áfram. 2 Hvernig á að stækka fyrirtæki. Eyþór lvar Jónsson bendir á þrjár einfaldar leiðir. 3 Hvernig á að koma fréttum um breytingar á framfæri? Gefið er nýlegt dænti þar sem allar reglur eru þverbrotnar. 4 Hvers vegna geta Brasilíumenn selt Alcoa rafmagn á hærra verði en Islendingar?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.