Vísbending


Vísbending - 09.06.2006, Blaðsíða 4

Vísbending - 09.06.2006, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 1) og þeir sem ná lengst. Ef mönnum finnst á brattann að sækja er best að harka af sér og bíta á jaxlinn en ekki gefast upp. Það er engin skömm að því að leita sér aðstoðar. Endum á orðum Halldórs Kolbeins- sonar geðlæknis i áðurnefndu viðtali: „Það að brenna út í starfi er ástand sem bregðast þarf við á viðeigandi hátt. Greina þarf þreytu/síþreytu frá þreytu sem fylgir kulnun í starfi. Það að brenna út í starfi er oftast endapunktur á ferli sem hefur staðið yfir í einhvern tíma. Þar kemur að fólk brotnar niður (Framhald af síðu 2) sem hefúr tekist þetta vel og er í raun safn af ólíkum fyrirtækjum reknum undir ein- um og sama hattinum. Islenska vaxtarstefnan Hin íslenska útrásarstefna er ekki hreinræktuð útvíkkun á nýja mark- aði heldur útvíkkun á nýja markaði með kaupum á fyrirtækjum í sams konar rekstri og upphaflega fyrirtækið. Þetta er að mörgu leyti skynsamleg leið þar sem fyrirtæki komast þá fyrr inn á markaðinn en ella og losna við að þurfa að markaðs- setja nýtt vörumerki á nýjum markaði. Aðstæður hafa einnig verið einstaklega hagstæðar til þess að fara þessa leið þar sem íslensk fyrirtæki hafa verið metin hátt, íslenska krónan hefur verið sterk og aðgengi að fjármagni auðsótt. Þetta hefur hins vegar breyst nýverið, krónan hefur fallið hressilega, verðmæti fyrir- (Framhald af síðu 3) að flokkurinn vilji sýna alveg nýtt andlit. ... Sameiginlega höfða þau Finnur og Siv áreiðanlega betur til kjósenda á höf- uðborgarsvæðinu en núvcrandi forysta Framsóknarflokksins gerir.“ Af sporinu Morgunblaðið 6. júní 2006 segir: „Þegar Morgunblaðið náði tali af Finni Ingólfssyni í gærkvöldi sagðist hann þó ekki hafa uppi áform um að snúa sér aftur að stjórnmálum en aðspurður segir hann það rétt að Halldór og Guðni Agústsson, varaformaður flokksins, hafi boðað sig til fundar- fyrirhálfummánuði. Þar var rætt um hugsanlega endurkomu Finns í stjórnmál og hvort hann myndi íhuga að taka við formennsku í flokknum ef á hann yrði skorað. „Eg tók mér um- hugsunarfrest um það í nokkra daga en svaraði því síðan sólarhring síðar að ég hefði ekki verið með það í huga að snúa aftur í stjórnmál. Ég væri kannski tilbúinn líkamlega og á geði og það getur leitt til langrar íjarveru, þess að fólk hætti í starfi eða fái önnur verkefni. Fólk missir hugsjónir sínar og kraft og fyllist tilfinningu um tilgangsleysi vegna starfsskilyrða. Samfelld streita veldur tilfinningalegu ójafnvægi sem leiðir til þróttleysis og langvarandi þreytu, minna viðnáms gagnvart sjúkdómum, depurðar, fjarvista og lítilla afkasta í starfi. Þegarstarfleiðirtilsvikinnavona og brostinna hugsjóna, getur það leitt til ástands sem einkennist af líkamlegri, tilfmningalegri og geðrænni uppgjöf og örmögnun." Aðrir sálmar tækja í Kauphöllinni hefur lækkað og vandi bankanna við að endurfjármagna sig erlendis hefur sett strik í reikninginn hvað varðar aðgengi að íjármagni. Rök- hugsunin, sbr. þá þætti sem nefndir eru hér að ofan, hefur heldur ekki alltaf verið skotheld heldur virðast fyrirtæki stund- um hafa verið keypt upp af því að það var mögulegt og tækifærið leit út fyrir að vera gott í ljósi þeirrar framtíðarsýnar sem kaupendurnir höfðu. I byrjun júní kom fram að flugfélagið Sterling, sem er í eigu Islendinga, tapaði þremur millj- örðum króna á síðasta ári og hefði tapað tveimur millj örðum á fyrsta ársfj órðungi þessa árs. Þetta er ekki samkvæmt áætlun- um og yfirlýsingum kaupenda. Þar með er einn sætasti díll síðasta árs eitthvað farinn að súrna. Þetta kemur kannski á óvart þar sem hugmyndafræði íslensku vaxtarstefnunnar er að vaxa eða deyja en ekki að vaxa og deyja. til að leggja eitthvað á mig fyrir flokkinn en forsendan fyrir því væri sú að um það væri samstaða.“ Aðspurður hvort hann muni hugleiða að taka við formennsku í flokknum náist um það samstaða segist Finnurekkert hafa íhugað það. „Ég svar- aði ósk þeirra með þeim hætti að ef um það væri samstaða þá væri ég tilbúinn að skoða það. En ég er ekkert að íhuga neitt, ég var með það í huga að snúa mér að allt öðrum hlutum og það eru þeir sem taka huga minn núna.“ I Ríkisútvarpinu 6. júní 2006 klukkan 16.00 var eftirfarandi frétt flutt: „Finn- ur Ingólfsson starfandi stjórnarfonnaður VÍS ... er ekki á leið aftur í stjórnmál. Þegar fréttastofan náði tali af honum nú á fjórða tímanum var hann spurður hvort hann íhugaði endurkomu í stjómmálin. Svarið var skýrt: „Nei.““ Ekkert af atriðunum sex á listanum hér að framan er uppfy lll þegar upp er staðið. Þetta mál verður skólabókardæmi um hvemig ekki á að hanna atburðarás. Annars flokks rafmagn? r Aheimasíðu Alcoa mátti til skamms tíma lesa að raforka sem fyrirtækið kaupir í Brasilíu væri tvöfalt dýrari en hér á landi. Að sögn RUV þann 7. júní kom eftirfarandi fram í greininni: „Alain Belda, stjómarfonnaður Alcoa, tíundar þar kosti landsins, meðal annars náttúmfar og batn- andi efnahagslíf. Síðan segir í greininni að mesti höfuðverkur fýrirtækisins þar sé að fá raforkuna á góðu verði. Það sem samið var að lokum urn, 30 dollarar á megavatts- stund, sem em um 2.200 krónur, sé ekki hagstætt. Til samanburður borgi Alcoa helmingi minna fyrir raforkuverðið á ís- landi sem er þá um 1.100 krónur.“ Lands- virkjun hafnar þessum tölum en vill ekki gefa upp þær réttu vegna trúnaðarákvæðis. Að vísu hlýtur það að vera einkennilegt trúnaðarákvæði þar sem annar aðilinn fjallar um verðið opinberlega og birtir á heimasíðu sinni. Ekki er það mikil virðing fyrir viðsemjandanum ef stjómarformaður Alcoa fer svo rangt með tölur. Satt að segja er þó lítil ástæða til þess að taka tölumar bókstaflega. Stjómarfor- maðurinn er að reyna að sparka í viðsemj- endur sína sem ekki hafa verið honum leiðitamir og segir í hita leiksins að verðið sé helmingi lægra á Islandi. Samkvæmt öðrum samningum um raforkuverð er líklegra að sú tala sem einnig var nefnd í ofangreindri frétt RÚV og kemur frá Náttúruvemdarsamtökum Islands sé nær lagi. Þau nefna 1.200 krónur á megavatts- stund, eða 16 til 17 dali. Hámarksverð Alcan í Straumsvík var liðlega 18 dalir í hagstæðu áiferði meðan raforkusamn- ingar voru opinberir. Norðurál borgaði miklu lægra „kynningarverð“ á sínum tíma meðan verið var að koma ónotaðri Blönduvirkjun í notkun. Þá var verðið nálægt tíu dölurn. RÚV segir: „Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, vísar þessum tölum hins vegar á bug. Hann segir að gmnnverð í orkusamningnum við Alcoa sé mun hærra en fram komi í greininni og að ef semja ætti um orkuverð fyrir álverið í dag myndi það nálgast verðið í Brasilíu.“ Spumingin hlýtur hins vegar að vera sú hvers vegna verðið nær bara að nálgast verðið í Brasilíu. Afhverju er það ekki það sama? Alcoa kyngdi því þar. bj V______________________________________ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita ýán leyfis útgefanda.__________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.