Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1947, Side 15

Frjáls verslun - 01.06.1947, Side 15
og vitfirringur, næstum út að eyrum. Hann grét af lilátri. Konan hans varð alveg mállaus og agndofa af undrun. Hann stamaði milli hláturshviðanna: „Það var . . það var ... Celesta. Hún var ... hún var á stefnu- móti í gróðurhúsinu. Þú ættir bara ... hara að vita .. hvað ég sá”. Frú Palmyra fölnaði og lá við köfnun, svo hneyksl- uð varð hún. „Hvað hevri ég? Hvað ertu að segja, maður? . . . Celesta? Hér í mínu eigin húsi? I mínu eigin ... eigin gróðurhúsi? Og þú stútaðir ekki sökunaut hennar? Þú heldur á skammbyssunni í hendinni og dettur ekki í hug að taka í gikkinn og skjóta fantinn. Því- líkt og annað eins . . . hér í mínu . . , mínu eigin vermihúsi”. Hún hlammaði sér niður. Hún gat ekkert sagt og ekkert gert. Hann sveiflaði sér á dansspori um gólfið, smellti saman fingrunum, skellli í góm og hélt áfram að hlæja og syngja: „Ef þú bara vissir — já, ef þú bara vissir—”. Allt í einu rauk hann að konu sinni og rak henni rembingskoss. Hún yppti af sér faðmlög hans og æpti í brostnum reiðitón: „Ég vil ekki liafa þessa stelpuskjátu deginum lengur í mínum húsum, heyrirðu það? Ekki deginum lengur, segi ég... ekki stundinni lengur. Við rekum hana á dyr undir eins og hún kemur inn”. En Gustaf Lerebour gaf þessu rausi engan gauin lieldur þreif utan um mitti konu sinnar og tók til að kyssa hana á hálsinn — liáum smellkossum ■— eins og í gamla daga. Hún þagnaði aftur, lömuð af FRJÁLS VERZLUN undrun, en hann hélt fast ulan um liana og dró hana blíðlega að hjónarúminu. Þegar klukkan var hálftíu næsta morgun, barði Celesta varlega að dyrum. Hún furðaði sig á því, að hafa hvorki heyrt eða séð húsbændur sína, sem voru vön að fara snemma á fætur. Þau lágu enn í rúminu og spjölluðu glaðlega saman. Hún átti ekkert orð. Loksins stundi hún upp, því sem hún vildi sagt hafa: „Morgunkaffið er tilbúið, frú mín góð”. Frú Palmyra svaraði í vingjarnlegum tón: „Komdu með það hingað upp, væna mín. Við hjónin erum dálítið þreytt, því að við áttum erfitt með svefn í nótt”. Varla var Celesta búin að loka hurðinni, þegar herra Lerebour byrjaði að hlæja á nýjan leik. Hann fór að killa konuna sína undir hökunni og endur- tók í sifellu: „Þú ættir bara að vita -— já, þú ættir bara að vita”. En hún greip þýðlega ulan um úlnliði hans. ,Heyrðu mig, elsku vinur, ef þú heldur áfram að hlæja svona dátt, geturðu orðið lasinn". Og hún kyssti hann blítt á augnalokin. Nú er frú Lerebour aldrei framar önug. Á björtum sumarkvöldum ganga þau hjónin stundum hlið við hlið um garðinn sinn, á milli trjárunnanna og blóma- beðanna, og staðæmast svo við lilla gróðurhúsið í horni garðsins. Þau standa þarna drykklanga stund og horfa stöðugt inn í gegnum glerið, svo að engu er líkara en einhver ævintýraleikur sé að fara fram þar inni. Þau hafa hækkað launin hennar Celestu. En herra Lerebour hefur heldur lagt af. ÍSLENZK- FINNSKUR VIÐSKIPTASAMNINGUR. Hinn 26. júní s.I. var undirritaður í Helsingfors viðskiptasamningur milli íslands og Finnlands. Vil- hjálmur Finsen sendiherra undirritaði samninginn fyrir Islands hönd, en Takki verslunarmálaráðherra af hálfu Finnlands. Af íslands hálfu er gert ráð fyrir að selja til Finn- lands saltsíld, síldarmjöl, hraðfrystan fisk, lítilsháttar af síldar- og þorskalýsi og gærur. Frá Finnlandi kaupa íslendingar timbur, krossvið, þilplötur, efni í síldartunnur, snurpunótabáta, pappír, pappaumbúðir og fleira. Jafnframt var gengið frá sölusamningi við finnska malvælaráðuneytið um sölu á saltsíld af sumarfram- leiðslunni 1947. Vilhjálmur Finsen annaðist sanminga af hálfu Islands, en ráðunautur hans var Ólafur Þórð- arson forstjóri. 111

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.