Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 20.06.1948, Qupperneq 15
Verzlunarskólastúdentarnir nýju. TaliS jrá vinstri: Elías Elí asson, Jakob Magnússon, Björgvin Torjason, Þórir GuSnason, Högni BöSvarsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri, HallvarSur Valgeirsson, Egill Skúli Ingibergsson, Kristján Flygenring, Richard Richardsson og Verzlunarskólinn brottskráði 10 stúdenta úr lær- dómsdeild sinni, hinn 17. júní s.l., og eru þá Verzl- unarskólastúdentar orðnir 42 talsins, á þeim í'jórum árum, sem liðin eru frá því er hinir fyrstu útskifuð- ust úr lærdómsdeild skólans. Alls voru í vetur 27 nemendur í lærdómsdeild, þar af 17 í 5. bekk. Kristinn Ó. GuSmundsson. Hæsta stúdentspróf að þessu sinni tók Högni Böðv- arsson: I. ág. eink., 7.67. Hinir hlutu og allir I. eink- unn, utan einn, sem fékk II. Vér óskum hinum nýbökuðu stúdentum frama og gengis á menntabrautinni. móti verða Belgar að flytja inn tölu- vert magn af vörum og hráefnum frá Bandaríkjunum, sem þeir greiða með dollurum. Mikið af þessu flytja þeir síðan út aftur fullunnið til landa, sem geta ekki greitt með doll- urum. Svíþjóð. Svíar og Austurríkismenn hafa nýlega gert með sér viðskiptasamn- ing til eins árs á jafnvirðiskaup- grundvelli (clearing). Svíar munu selja þeim m. a. járn, stál, rör, kúlu- legur, verkfæri, rafmangsvörur, vél- ar og vélahluti. I staðinn munu Austurríkismenn selja Svíum gúmmí, asbest og nokkrar aðrar iðnaðarvörur. Svíar og Bretar hafa nýlega átt með sér viðræður um aukin við- skipti milli landanna. Munu Svíar afnema innflutningshöft þau, er þeir settu á innfluttar brezkar vörur í marz 1947. Vegna sívaxandi dollara- skorts, sjá þeir sig nú neydda til að snúa viðskiptum sínum að ster- lingspundasvæðinu, og munu brezk- ar iðnaðarvörur koma til með að keppa við þeirra eigin á markað- inum. Firmað SAAB — Svenska Aero A/B, Trollhattan, hefur hafið fram- leiðslu á nýrri gerð lítilla bifreiða undir nafninu SAAB-92. Er þessi bifreið tveggja dyra og af straum- línugerð. Vélin er 24 hö. og getur bifreiðin farið með 100 km. hraða á klst. I Svíar eru nú að undirbúa við- skiptasamninga við Spán, Frakkland og Júgóslavíu, en viðskiptasamn- ingur við Búlgaríu hefur þegar ver- ið undirritaður. FRJÁLS VERZLUN 139

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.