Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 4
að vísu í mismunandi ríkum mæli, Danir mest, en Svíar minnst. Möguleiiki til þess að fá sterl- ingspundum breytt í dollara Irefði því verið þeim mikill fengur, en það fyrirkomulag hefur líklega ekki verið talið fært á þessu stigi máls. Það helzta, sent áunnizt hefur því með samn- ingnum, er það, að yfirfærslur á flutningsgjöld- um eru eftirleiðis frjálsar, sem þýðir, að menn liafa óbundnar hendur með skipaleigur milli umræddra ríkja. Er þetta vafalaust t. d. Norð- mönnum mjög hagkvæmt. Athyglisvert verður einnig að telja, að gjaldeyrir til ferðalaga milli ríkjanna verður nú frjáls. Bretar liafa bundið hámarksúthlutnn til f’erðalaga til skandinavísku ríkjanna \ ið £ 250.0.0 á ári. Hafa allir brezkir bankar heimild til þess að selja innl. ferðafólki þessa upphæð, ai óski menn eftir ríflegri yfir- færslu, þurf'a þeir að skrifa beint til Englands- lianka og gera grein fyrir tilgangi, ferðalagsins. Ákvæðið um ferðamannagjaldeyrinn til Skandi- inavíu liefur vakið óánægju t. d. á Ítalíu, Frakk- landi og Belgíu, því að til ferðalaga í þessum löndum fá Bretar aðeiins £ 50.0.0. Yfirleitt er tal- ið, að FRITALUX-löndin séu ekki sem ánægð- ust með UNISCAN-samkomulagið, vegna þess að þau hefðu hugsað sér að fá Breta í sinn hóp, en Bretar töldu sér hinsvegar meiri hag að sam- vinnti við Norðurlönd, sökurn þess að Jijóðarbti- skapur þessara landa fyllir betur í evður lirezks atvinnulífs. Það voru Norðmenn, sem flest frávikin gerðu við samningsákvæðin vegna efnahagserfiðleika sinna. Þannig geta þeir ekki heimilað ótakmark- aðan ferðamannagjaldeyri, ekki leyft yfirfærslu á frystum innistæðum og ekki erlenda fjárfest- ingu í Noregi. Danir geta heldur ekki leyft frjáls- an ferðagjaldeyri til Svíþjóðar. Ýms fleiri undan- tekningarákvæði eru í samningnum, sem ekki verða rakin hér. Mat ó samningnum. Mjög erfiitt er fyrirfram að leggja nokkurn dóm á, hvert gildi samnings þessa muni verða, bæði vegna þess, að eftir er að gefa út allar reglugerðir um framkvæmd lians, og sömuleiðis mun hin al- menna viðskiptaþróun ráða miklu um örlög hans. Samningurinn virðist vera mótaður af var- úð, en ekki bjartsýni, enda þótt fram sé tekið, að hann sé hugsaður sem upphaf, en ekki loka- takmark fyrir efnahagssamvinnu ríkjanna. El’ gerð er tilraun til Jiess með túlkun samn- ingsins að skilgreina, hvað UNISCAN í raun og veru ier, kemur í Ijós, að á núverandi stigi er það hvorki ríkja-blökk né efnahagsbandalag, heldur aðeiins almennt samkomulag um nokkur fjár- hagsmál og yfirfærslur á ýmiskonar þjónustu. Að hér er ekki um ríkja-blökk að ræða, má ráða af því, að samninguriinn er opinn öllum öðrum Jijóðum innan Marshall-samtakanna, sem gerast v ilja aðiljar að honum. Sömuleið- is er samningurinn svo lausleg frumsmíð, að hann getur ekki gert kröfu til Jiess að kallast efnaliagsbandalag, enda sagði H. Lange utain- ríkilsráðherra Norðmanna við undirskrift samn- ingsins, að hann fæli ekki í sér efnahagsbanda- Iag, en gæti kannske leitt til þess. í samningnum kemur greinilega fram tilhneig- ing til þess að hnýta skandinavísku ríkin traust- ari böndum við Sterlingsvæðið svonefnda. Það er mjög algengur misskilniingur að halda, að skandinavísku ríkin tillieyri Sterlingsvæðinu, vegna þess að þau nota yfirleitt sterlingspund í millilandagreiðslum. Svo er þó ekki. Kjarni Ster- lingsvæðisiins er Bretland. Nátengt því með sér- réttindatollakerfinu eru svo samveldislöndin. Einu löndin utan Jiess kerfis, sem tilheyra hinu eiginlega Sterlingsvæði, eru írland og ísland. Síð- an kemur fjöldi ríkja í Norður- og Vestur-F.vrópu og jafnvel í öðrum heimsálfum, sem nota ster- lingspund í greiðslum milli landa, og eru þau oft talin til Sterlingsvæðisins í víðtækari merk- ingu Jiess heitis. Með UNISCAN-samningnum hafa skandinavísku ríkin ekki verið innlimuð í sérréttindatollakerfiið og ekki Iieldur í hið innra Sterlingsvæði, en Jió hafa Jiau Jiokazt í áttina til hins síðarnefnda, og mun trúlega ásetningurinn að fá þau til Jiess að stíga endanlegt spor til inn- göngu í þau samtök. í þá áttina bendir a. m. k. það ákvæði samningsins, að Bretar lofa að gera það að tillögu sinnii við meðlimi Sterlingsvæðis- ins, að þeir veiti skandiinavísku ríkjunum sömu tilslakanir og Bretar veita þeim samkvæmt samn- ingnum. íslendingar mega því vænta slíkrar mála- leitanar frá Bretum, hvernig svo sem við þeirri ósk verður brugðizt. Þetta atriði ásamt fleiru í samningnum færir heim sannindi um, að UNISCAN-samningurinn er okkur skylt mál og Jiví nauðsyn að fylgjast með þróun þeirra sam- taka á komandi tímum. 80 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.