Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 25
NÚ HAFÐI ég komið tvisvar til Prag, en í hvorugt skiptið hafSi ég fengiS aS sjá hann. í fyrra skiptið hafði ég jafnvel ekki hugrekki til aS leita aS hús- inu hans. í næsta sinn skildist mér einhvernveginn á dyraverSinum, aS þetta mikilmenni, sem ég var að leita að, byggi ekki lengur á þessum stað. Og ég, sem hafði lagt lykkju áleið mína, og leigt herbergi yfir nóttina í þeim eina tilgangi að sjá hann. í þessari borg tala allir undarlega torskilið og ljótt mál, að minnsta kosti hljómar það þannig í eyrum Suðurlandabúans. Þarna var algjörlega ómögulegt að komast að raun um, hvar hann byggi, og ekki gat ég heldur spurt að því, hvort hann væri ennþá í Prag eða hvernig ég gæti fundið bústað hans. Ég fór því með lestinni til baka og var ákaflega gramur. Mér stökk ekki bros aftur fyrri en ég kom til liinnar sól- ríku Veronaborgar. En ég gat ekki verið án þessa manns, sem hafði haft slík áhrif á mig alla tíð frá því ég var 16 eða 17 ára gamall. Hann dró mig til sín, á sama hátt og mönnum getur fundizt sem örlögin dragi þá. Það er hægt að sleppa frá þeim um stundarsakir, en aldrei er hægt að komast alveg undan þeim. Hann ríkti yfir allri minni sál, með orðum sínum, hugsunum og hugsjón- um. Ég fann, að sjálfan dreymdi mig drauma hans, ég söng með hans lagi, og ég rakti hugsanir, sem orð hans blésu mér í brjóst og hegðaði mér eins og per- sónurnar í bókum hans. Enginn höfundur hefur nokkru sinni haft jafn mikil áhrif á mig. Og þessi áhrif dofn- uðu ekki eftir því sem stundir liðu fram, heldur tóku þau hug minn sterkari og sterkari tökum, náðu algeru valdi yfir mér. Hann var — eða það fannst mér að minnsta kosti — frumlegasti rithöfundur, sem Evrópa hafði eignazt á þessari öld. Hann virtist sam- eina eitthvað af angistinni frá Poe, einstæðingsskap Nietzche, skáldgáfu Shelley og sársauka Dostojevski, logum vítis og bláma himinsins, barnsbrosi og for- mælingum illra vætta . . . ., en það var líka eitthvað meira, eithvað sem er ómögulegt að tjá í orðum, ólíkt öllu öðru. Það var ekki hægt að kenna það við annan en hann. Það var sérstök snilligáfa hans, sem var sérlega nýstárleg samanborið við aðra, en svo sérstæð og óvenjuleg að mjög fáir veittu henni at- hygli. Og enda þótt hann hefði verið frægur nm margra ára skeið, var frægð hans þess eðlis að hún gat ekki orðið að raunverulegri lýðhylli fyrr en höf- undurinn væri dáinn. Sín á milli kallaði fólkið hann stolta. og einmana veru, óvin mannkynsins, mjög undarlegan mann og afvegaleiddan. Sárafáir þekktu verk lians í raun og veru. hann var jafnvel kallaður „fordæmdi maðurinn". Mér þótti sérstaklega gaman að skáldsögunum hans. Þær virtust allar vera í sjálfsævisagnastíl, ekki ó- svipaðar sögum Strindbergs. Persónurnar í sögunum voru svo undarlegar, að manni fannst blóðið storkna í æðum sér, og atburðarásin í þeim skaut mér þeirri hugsun í brjóst, að Iíf þessa skálds væri eins og æð- isleg hlaup, hraði fordæmdrar sálar, sem færi með kveinandi ýlfri undan sorgum og ótta lífsins. En eftir þessa þöglu aðdáun í svona mörg ár langaði mig í eitthvað meira en bækur hans eiriar saman. Mig lang- aði til þess að horfa í augu mannsins, heyra ný orð af vörum hans. Mig langaði til að lesa út úr andlits- dráttum hans kvölina, sem stafaði af þeim óttalegu u])])götvunum, sem hann hafði gert um sál sína og annarra. En ég gaf ekki upp vonina að sjá hann þrátt fyr- ir þessar misheppnuðu tilraunir. Átján mánuðum síð- ar vildi svo til, að ég kom aftur til Prag, og ég var svo heppinn að hitta leturgrafara frá Bæheimi, sem ég hafði áður kýnnzt á Ítalíu. Okkur tókst að gera okkur skiljanlega hvor öðrum með því að tala frönsku. Enda þótt hann virtist afar kuldalegur og óvingjarn- legur fylgdi hann mér samt að liúsi u])páhaldsskálds- ins míns og bar upp erindi mitt við dvravörðinn. Ég Jiaut upp stigana, en þegar ég kom að dyrinn hans (hann bjó á 4. hæð) hafði ég ákafan hjartslátt, kannski var J)að af j)ví að ég hafði hlaupið of hratt eða vegna þess að ég var svo efthyæntingarfullur. Ég kiknaði í hnjáliðunum. Ég er viss um, að rödd mín liefði verið hrjúf og óskýr, ef ég hefði reynt að segja eitt- hvað. Ég beið dálítið á stigapallinum, á stórri, gul- málaðri hurðinni var skínandi látúnsplata. Á hana var grafið með stórum, svörtum stöfum nafnið sem ég hafði bundið svo marga leyndardóma við og valdið hafði mér mestu eirðarleysi. Loksins sótti ég í mig kjark og hringdi bjöllunni. Miðaldra þjónustustúlka, gráhærð og svartkla’dd o])naði dyrnar. Ég stundi upp FRJÁLS VERZLUN 101

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.