Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.04.1960, Qupperneq 35
að fyrirgreiðslu ríkisstjórnarinnar við lagasetningu um stofnun verzl- unarbanka. Svar hafði borizt frá viðskiptamálaráðuneytinu, þar sem skýrt var frá því, að ráðuneytið væri því hlynnt að málið næði fram að ganga. Var þessum já- kvæðu undirtektum fagnað af fundarmönnum og svohljóðandi tillaga samþykkt einróma: „Aðalfundur Verzlunarspari- sjóðsins haldinn 5. marz 1060 á- lyktar, með tilvísun til tillögu sam- þykktrar á aðalfundi sparisjóðs- ins 7. marz 1959, að stjórn spari- sjóðsins í samráði við stjórnir heildarsamtakanna vinni mark- visst áfram að stofnun verzlunar- banka. Jafnframt lýsir fundurinn ánægju yfir þeim áfanga, sem þegar hefir náðst í málinu.“ Höskuldur Ólafsson sparisjóðs- stjóri, las upp og skýrði endur- skoðaða reikninga sparisjóðsins, og voru þeir samþykktir sam- hljóða. í stjórn sjóðsins voru endur- kjörnir þeir Egill Guttormsson, stórkaupmaður og Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri, en bæjarstjórn Reykjavíkur hafði endurkjörið í stjórnina Pétur Sæmundsen, við- skiptafræðing. Fundurinn var mjög fjölsóttur og kom fram mikill einhugur fyrir heillarikri þróun Verzlunarspari- sjóðsins og stofnun verzlunar- banka. Svipmyndir frá aðalfundl Vorzlunarspari- sjóðsins. Við borðið á efstu myndinni eru frá vinslri: Höskuldur Ólafsson, sparisjóðs- stj., Hjörtur Jónsson, kaupm. (fundarstj.), Þorvaldur Guðmundsson, forstj., Egill Gutt- ormsson, stórkaupm. og Pétur Smmuadsea, viðskiptafr. FRJÁLS VERZLUN 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.