Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 26

Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 26
IjjÓhætt er að fullyrða að öll fullkomnustu sérhæfð tölvutæki til veitinga- og hótelrekstrar falli undir skilgreiningu fjármálaráðuneytisins á þvíhvað sé búðarkassien ekki tölva- Þetta er dulbúin skattlagning á framieiðni ogþvívont mál fyrir alla.99 tefja afgreiðsluna. Þessi tæki ásamt þeim vandaða íslenska hugbúnaði sem nú erá boðstólum fyrir verslanir gætu leitt til verulega aukinnar hagkvæmni í verslun og lægra vöru- verðs um leið-, ef misræmi varðandi aðflutningsgjöld væri leiðrétt. Þá myndu t.d þeir aðilar sem þróa og selja hugbúnað sjá ástæðu til þess að kynna sér þessi kerfi sérstaklega og sérþjálfa fólk til að þjónusta þau af nægilegri kunnáttu. Víða erlendis eru þau fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í sölu af- greiðslutölva og þjónustu bæði þróttmikil og vaxandi. Hérlendis er þetta dauð grein tölvuviðskiptanna. Öruggari skráning — f undið f é „Point of Sale Terminal" er eins og mörg snjöll ensk orð nákvæmt og gagnsætt. Þessi tæki gera kleift að nota það uppgjör sem fram fer við af- greiðslu vara samtímis til gagna- skráningar, milliliðalaust og án tví- verknaðar. Það þarf tæplega sér- staka könnun til að leiða í ljós að þegar sölu- og birgðaskráning fer fram með síðari innslætti af hand- skrifuðum nótum er hætta á villum og klúðri ávallt fyrir hendi. Nútíma fyrirtæki hafa ekki ráð á slíkum los- arahætti. En það er ekki aðeins auk- ið öryggi skráningarinnar sem næst með afgreiðslutölvum. Ekki má gleyma því að á markaðinum eru mjög þróuð afgreiðsluforrit fyrir þessi tæki sem gefa þýðingarmiklar upplýsingar til nota við rekstrar- 'stjóm. Hér verða nefnd dæmi um hvað það er sem afgreiðslutölva gerir með venjulegu forriti. Auk þess að gera upp sölu hvers dags, færa birgða- stöðu jafnóðum, lista út vörur sem komnar em á pöntunarstig getur af- greiðslutölva gefið eftirfarandi upp- lýsingar fyrir rekstrarstjórn: - Yfirlit yfir afgreiðsluálag á mismun- andi tíma dags.- f Bretlandi (”A Nation of Shop- keepers”) eru seldar afgreiðslutölv- ur sem hérlendis eru náanst óþekkt- ar en þær eru af tegundinni TFB RAIR. Sundurliðað söluafköst einstakra starfsmanna.- Sundurliðað sölu eftir vörudeildum-. Haldið skrá yfir vöruúttektir starfs- manna-. Skráð afgreiðsluferli hvers dags svo sem hve oft er selt, hve oft er greitt úr kassa, opnuð peninga- skúffa án sölu o.s.fr. - Sundurliðað greiðsluform (peningar, ávísanir, greiðslukort, skrifað). - Reiknað sjálfkrafa veltuhraða ein- stakra vöruflokka-. Reiknað sjálfkrafa veltu á klst., fer- metra, starfsmann o.s.fr-. Listað birgðabreytingar í lok dags-. Skráð sérstaklega öll reikningsvið- skipti og stöðu viðskiptamanna-. Haldið aðskildu uppgjöri vara með sérkjömm eða sértilboði-. Skráð fjölda og tíma uppgjörs og leiðréttinga yfir daginn. Þetta er aðeins brot af þeim mögu- leikum sem bjóðast með þessum tækjum sem versluninni er ekki gert kleift að kaupa enn sem komið er. Og þá hef ég ekkert fjallað um þá stórkostlegu möguleika sem af- greiðslutölvur geta skapað í veit- inga-og hótelrekstri en sennilega er engin önnur atvinnugrein hérlendis sem gæti aukið framleiðni sína jafn mikið með þessum tækjum sem iðulega er ruglað saman við búðar- kassa. Jafnframt er óhætt að full- yrða að öll fullkomnustu sérhæfð tölvutæki til veitinga- og hótelrekst- urs falla undir skilgreiningu Fjár- málaráðuneytisins á því hvað sé búðarkassi en ekki tölva. Þetta er dulbúin skattlagning á framleiðni og því vont mál fyrir alla aðila. 26

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.