Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 43
Sú iðja að breyta ull í fat hefur fylgt þjóðinni frá landnámi. Mun ódýrt vinnuafl í Asíulöndum og skráning á gengi krónunnar leggja þann iðnað, sem byggir úrvinnslu ullarinnar, í rúst? þar uns saumastofan lagði upp laup- ana fyrir rúmu ári. Ástæðan fyrir þessari bíræfni var einföld. Hér var til staðar þekking, vélakostur, húsnæði og fólk með sérþjálfun á þessu sviði. Okkur fannst óhæfa að nýta ekki þessa möguleika og þess vegna var ráðist í stofnun fyrirtækisins." Tex-Still hf framleiðir tískufatnað, einkum á konur og á öllum aldri eins og Stefán komst að orði. Viðbrögð fólks við fatnaðinum hafa verið góð en þó hefur reksturinn ekki gengið allt of vel þetta fyrsta ár. Stefán var spurður hvers vegna: „Okkar hugmynd var sú að kaup- menn gætu keypt lítið magn í einu og þannig minnkað sjálfsáhættuna með því að eiga aðgang að aðila sem gæti hannað vöruna í samráði við seljendur og þarfir markaðarins. Því miður virðast menn ekki hafa áttað sig nógu vel á þessum kostum og þar kann að ráða almenn vantrú á að innlendir framleiðendur geti eitthvað í þessum efnum. Hins vegar höfum við nýverið opnað verslanir í Reykjavík og á Ak- ureyri undir nafninu Punkturinn. Þar seljum við okkar framleiðslu og undir- tektir kaupenda eru mjög góðar. Von- andi vakna aðrir til vitundar um vöru okkar og þá getum við aukið fram- leiðsluna þar sem vélakostur Tex- Stíls er mjög góður.“ „Nei, ég er alls ekki svartsýnn á möguleika íslenskrar fataframleiðslu ef rétt er á málum haldið. Stjómvöld og almenningur verða að fá aukna trú á getu íslendinga í þessum viðskipt- um og ég held að sú trú hljóti að koma innan skamrns," sagði Stefán Jör- undsson. PRJÓNASTOFURNAR Á HAUSNUM í skýrslu sem unnin var fyrir Iðn- þróunarsjóð og Iðnlánasjóð á fyrri hluta þessa árs kemur fram að ein- ungis eitt ullariðnaðarfyrirtæki af þeim átta sem sendu inn ársskýrslur hefur það trausta fjárhagsstöðu að þurfa ekki aukið fjármagn til að fryggja reksturinn. Hin sjö munu ekki þola óbreyttar rekstraraðstæður eða með öðrum orðum fara á hausinn nema eitthvað verði til bjargar. Sérf- ræðingarnir telja að flest þeirra séu þess verð að fá aukið fé og að hluta áhættufjármagn úr opinberum sjóð- um. Lagt er til að þeir — í samstarfi við Byggðastofnun og byggðarlög — leggi fram áhættufé í þau fyrirtæki sem talin eru lífvænleg og að fyrir- tækjunum verði gert kleift að skuld- breyta lánum og jafnvel taka ný lán til endurfjármögnunar. Þessi ráð eru gamalkunn og hafa víða verið notuð í þeim geira atvinnu- lífsins sem hefur átt undir högg að sækja. Skýrsluhöfundar telja á hinn bóginn nauðsynlegt að samhliða þess- ari fjárhagslegu endurskipulagningu verði gerðar ráðstafanir sem miða að bættri tæknistjórnun fyrirtækjanna og öflugri markaðssetningu en hingað til hefur verið. Þessar ábendingar eru raunar samkvæmt óskum flestra þeirra fyrirtækja í fataiðnaði sem at- hugun hefur verið gerð á. Það er fróðlegt að líta á niðurstöður þessarar úttektar á hag minni fyrir- tækja í ullariðnaði því enda þótt til- tölulega fá fyrirtæki hafi sent inn árs- skýrslur sýna niðurstöðurnar síst of dökka mynd af ástandinu almennt. Velta þessara fyrirtækja hefur farið lækkandi ef miðað er við innlendar kostnaðarhækkanir og dregist saman um 20% miðað við fast verðlag. Hagnaður sem hlutfall af tekjum hefur lækkað úr 0.5% árið 1984 í xl4% árið 1987. Eiginfjárhlutfallið hefur lækkað úr 26% að meðaltali árið 1984 í aðeins 3% á síðasta ári. Þannig er staða minni fyrirtækj- anna og tölurnar um afkomu þeirra tala sínu máli. AÐ KEPPA í GÆÐUM Ekki þarf að fara fleiri orðum um fjárhagsstöðu íslensks fataiðnaðar. Hún er slæm og horfurnar dökkar nema aukið fjármagn komi til. Spurn- ingin er hins vegar hvort og þá hvers vegna menn telja ástæðu til að standa 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.