Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Síða 20

Frjáls verslun - 01.10.1993, Síða 20
 ingspundið fellur í verði á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum gagnvart öðrum gjaldmiðlum, þar á meðal krónunni. A þessi stjórnandi ekki að hafa inn- an sinna ráða sérstakan fjármálastjóra sem sinnir engu öðru en að fylgjast með erlendum gjaldeyrismörkuðum og athuga hvemig best sé hægt að tryggja sig gagnvart sveiflum á ein- stökum gjaldmiðlum? A fjármálastjórinn ekki ein- mitt að kanna alla mögu- leika í alþjóðlegum bankaviðskiptum til að reyna að „festa“ verð út- flutningsvörunnar, að minnsta kosti til skamms tíma? Ef fyrirtækið skuldar mikið í erlendri mynt, á þá fjármálastjór- inn ekki að einbeita sér að því að kanna alla möguleika á að færa lánin á milli gjaldmiðla eftir því hvemig vindar blása? Þannig reynir hann eftir fremsta megni að breyta óviðráðanlegum ytri aðstæðum í við- ráðanlegar aðstæður. Offjárfesting í sjávarútvegi er ekki nýtilkomin. Fyrsta „svarta skýrslan“, sem varaði við offjárfestingu og of- nýtingu fiskimiðanna, kom út fyrir um tuttugu árum. Það er því að frum- kvæði og á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að hafa fjárfest mikið við þess- ar aðstæður. Það var ákvörðun stjómenda þeirra þótt stjómvöld hafí með afskiptasemi af atvinnulífinu og miklum lánafyrirgreiðslum nánast ýtt mörgum út í ijárfestingar. Þess vegna er það verk nýs stjómanda að losa um ijárfestingarnar, ef hann getur. Ljóst er að innan sjávarútvegsins eru mörg fyrirtæki svo illa stödd, vegna gáleys- islegrar stjómunar þeirra í fortíð, að þeim verður vart bjargað í nútíð. Og þá duga ekki eitt, þrjú eða fimm ár til að rétta dæmið við. STÖÐUGUR TAPREKSTUR ENDAR AÐEINS Á EINN VEG Tap fyrirtækis verður ekki brúað með öðm en minnkandi eigin fé fyrir- tækisins, lánsfé eða nýju hlutafé. Stöðugur taprekstur fyrirtækis endar þess vegna með því að eigandi þess tapar fé og kann hugsanlega að missa fyrirtækið. Á þeirri stundu spyr eig- andinn sjaldnast að því hvort rekja megi ástæðu tapsins til einhverra ytri aðstæðna; hagsveiflna eða leiðinlegra stjómvalda. Hinn kaldi raunveruleiki, sem skiptir eigandann öllu máli, er fjárhagsleg staða fyrirtækisins og framtíð þess. Ef við höldum áfram að skoða fleiri fleti á því hvort skipta eigi um for- stjóra í fyrirtæki eftir þrjú tapár í röð skiptir auðvitað máli, þegar stjórnandinn er metinn, hvernig fjárhagsstaða fyrirtækisins var þegar hann kom að því. Það eru meiri líkur á að stjóm- andi, sem tekur við sterku fyrirtæki, skili hagnaði en sá sem tekur við veikburða fyrirtæki og þarf að rétta það við. Engu að síður er ekkert fyrirtæki svo gott að það reki sig sjálft. STJÓRNANDISEM RÆÐST TIL MJÖG SKULDUGS FYRIRTÆKIS Stjórnandi, sem ráðinn er til mjög skuldugs fyrirtækis, hefur væntan- lega það sem meginviðfangsefni að minnka skuldirnar og snúa taprekstri í hagnað. Hann hefur ekki endanlausan tíma til þess. Hvert tapár til viðbótar er dýrkeypt. Og takist honum það ekki á þremur árum getur fyrirtækið Meirihlutinn vill skáka út forstjóra eftir 3 tapár í röð. SKEIFAN 7 • SÍMI 689822 • FAX 689865 20

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.