Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.10.1993, Qupperneq 48
TOLVUR PC- eða Macintosh-tölvu geta, í flest- um tilfellum, sparað viðtakanda/út- gefanda kostnað við setningu án þess að hafa vitneskju um hvaða tölvukerfi viðkomandi útgefandi eða prent- smiðja notar. Um leið og greinarhöf- undur kemur þannig í veg fyrir auka- kostnað útgefandans dregur hann/ hún úr líkum á því að setningarvillur slæðist inn í textann. Lausnin er í því fólgin að skila skránni sem ASCII-skrá (einnig nefnt DOS-skjal) á disklingi. Öll ritvinnslu- kerfi, frá nýjustu útgáfum af Word- Perfect, MS Word og IBM Ritstoð og til fornminja á borð við fyrstu útgáfu af Hugsýn/Hugrita, eiga það sameigin- legt að geta vistað efnisskrár sem hráan ASCII-kóða eða DOS-skjal. Flest ritvinnslukerfi geta jafnframt lesið inn og birt slíkar efnisskrár á skjá þótt þær séu skrifaðar með öðru kerfi eða annarri útgáfu af sama kerfi. Til öryggis getur verið rétt að hafa það fyrir reglu að vista skjalið, þ.e. greinina í endanlegri mynd, eins og venja er í viðkomandi kerfi. Sé upp- setning greinarinnar að einhverju leyti sérstök má prenta handritið þannig sett upp og afhenda með disk- lingi. Að því loknu má síðan vista skjalið sem ASCII-skrá til afhending- ar á disklingi. í WordPerfect 4.1 er notuð skipun- in Ctrl-F5 (kostur 1) til að vista skrá sem ASCII-stafakóða (DOS-skjal) en Ctrl-F5 (kostur 2) til að breyta ASCII-skrá í WP-skjal, eða „texta inn“ eins og það nefnist. í WordPer- fect 5.1 fyrir Windows er notuð skip- unin „Vista sem“ og síðan valið „ASCII-texti (DOS)“ úr glugganum á valmyndinni. Ef sækja á ASCII-skrá er það gert með skipununni „Sækja“ undir flokknum „Skrá“. Þá er spurt á skjánum hvort breyta eigi ASCII-skrá í WordPerfect textaskjal. Sé spurn- ingunni svarað játandi birtist skjalið á skjánum. í Ritstoð er efnisskrá prentuð beint út á diskling sem ASCII-skrá með því að skrifa drifbókstaf og heiti skrárinn- ar aftan við FRÁLAG: ASCII-skrá má sækja eins og aðrar Ritstoðar-skrár. í Word fyrir DOS er ASCII-skrá vistuð (og sótt) með aðgerðinni „Transfer". í Word fyrir Windows er notuð sama skipun og í WordPerfect, þ.e. „vista sem“ til að vista skjal sem ASCII-skrá og skráin er sótt á sama hátt og aðrar. Hugsýn vistar skjöl sem ASCII- skrár og því ganga þær snurðulaust sem slíkar frá öðrum kerfum inn í Hugsýn og frá Hugsýn inn í önnur kerfi sem ASCII-skrár. En aftur skal ítrekað að þegar skjal er vistað sem ASCII-skrá breytist útlit þess og uppsetning, spássíur mást út, inndráttur, miðjun og feit- letrun hverfur, einnig blaðhaus, fót- ur, blaðsíðutal o.s.frv. Einungis hrár textinn og auka línubil skilar sér en það er í mörgum tilfellum nóg enda varðar prentsmiðju oftast ekkert um annað — handrit sem sýnir fyrirsagn- ir og annað sem máli kann að skipta leysir það mál. PENNAR KVEIKJARAR REGLUSTIKUR ÁHERSLUPENNAR REIKNITÖLVUR BORÐKLUKKUR RÁÐSTEFNUMÖPPUR SKJALATÖSKUR LYKLAKIPPUR BRÉFAKLEMMUBOX SÍMABÆKUR VASAHNÍFAR DAGATÖL VEGGKLUKKUR PENNASTANDAR AUGLÝSINGAVÖRUR TRANAVOG11 104 REYKJAVÍK S: 682850 FAX: 682856 ÓDÝRARA EN ÞÚ HELDUR HAFIÐ SAMBAND OG VIÐ SENDUM MYNDA- OG VERÐLISTA roubill W5Tm" 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.