Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 16
FORSÍÐUGREIN Olíudrottningin, Gunnþórunn Jónsdóttir, hefur stórgrætt á ævintýrinu í Olís: SAGANABAK VIÐ MILUARDINN Eign Sunds í Olís tvöfaldaðist á sl. fjórum árum. Húnfór úr 500 milljónum íyfirl milljarð. Það er um 18% raunávöxtun á ári. Ágætt, ekki satt? unnþórunn Jónsdóttir, sem seldi ESSO og TEXACO 45% hlut Sunds hf. í Olís á dögun- um, er milljarðamæringur. Hún skip- ar sér nú á bekk með ríkustu íslend- ingum. Fyrirtæki hennar, Sund hf., hefur ávaxtað pund sitt vel síðastliðin ijögur ár. Hlutur Sunds í Olís, sem var seldur á yfir 1 milljarð, var um mitt ár 1990 metinn á um 500 milljónir króna. Eignin bólgnaði því um hálfan mOljarð á tímabilinu. Það er um 18% ávöxtun á ári. Ágætt, ekki satt? Saga Olís hefur verið ævintýri allt frá því að þau hjón, Gunnþórunn og Óli Kr. Sigurðsson, heitinn, keyptu, í gegnum fyrirtæki sitt Sund hf., 74% í Olís laugardaginn 30. nóvember 1986. Það reyndist laugardagur til lukku. Kaupverðið var um 78 milljónir króna. Sagan segir að Óli hafi greitt fyrstu útborgunina, 4,5 mill- jónir króna, út af ávísanar- eikningi Olís. Kunnur bankastjóri mun eitt sinn hafa haft á orði um slík kaup að þau væru eins og að „rífa sjálfan sig upp á hárinu“. GUNNÞÓRUNN BAKSVIÐS EN ÓLI í FRONTINUM Á þessum árum fór lítið fyrir Gunnþórunni, hún vann baksviðs. En þeim mun meira fór fyrir eigin- MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 0G BRAGIJÓSEFSSON manninum Óla Kr. Sigurðssyni, eða Óla í Olís eins og hann var jafnan kall- aður. Óli lést mjög sviplega 9. júlí 1992. Frá og með kaupunum í Olís varð hann goðsögn í viðskiptalífinu. Næstu þrjú ár urðu ævintýraleg Olís- ár við að forða fyrirtækinu frá gjald- þroti. Hver dagur var ævintýri og mikið gekk á, sérstaklega í sambandi við Landsbankann. Slagurinn við Landsbankann var bæði harður og illskeyttur. Slagurinn náði hámarki frá haustinu 1988 til haustins 1989. Um mitt sumar 1989 varð Óli að taka á öllu, sem hann átti, í slagnum en þá lagði bankinn meðal annars fram kyrrsetningarkröfu á eignir félagsins. En Óli varðist fim- lega í sölum borgarfógeta og naut í þeim skylmingum góðs liðsinnis stór- vinar síns, Óskars Magnússonar lög- Gunnþórunn Jónsdóttir á aðalfundi Olís á dögunum. fræðings, sem nú er raunar forstjóri Hagkaups. Þeir höfðu betur. Á lagamáli þýðir kyrrsetning að viðkomandi skuldari megi ekki ráð- stafa eignum sínum sem eru kyrrsett- ar. Ekki megi leigja þær eða selja. Undanfari kyrrsetningar er sá að að lánadrottinn, Landsbankinn í Olísmál- inu, efast um að skuldarinn geti greitt skuldir sínar eða hafi jafnvel áhuga á því. Þegar krafa um kyrrsetningu er lögð fram kemur skuldarinn og bendir á eignir sínar sem tryggingu fyrir greiðslunni. KEYPTUILLA STATT FYRIRTÆKI 0G KOMU ÞVÍ Á BEINU BRAUTINA Olísmálið var orðið mikið vand- ræðamál hjá Landsbankanum löngu fyrir komu Óla Kr. Sigurðssonar. í raun keyptu Óli og Gunn- þórunn illa statt fyrirtæki á lágu verði, komu skikki á það, björguðu því fyrir horn og rifu það síðan upp. Þau gerðu verðlitla eign að mjög verðmætri með mikilli út- sjónarsemi. Það var mikil og erfið vinna — en ábatasöm. Olísmálið gekk í stuttu máli út á að félagið skuldaði of mikið í Landsbankanum og fyrir vikið var það stöð- ugt í vanskilum. Eiginfjárst- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.