Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 22
FJARMAL EINN AF SEX VALDAMESTU Eftir níu ára starfer Þorsteinn orðinn einn afsex valdamestu starfsmönnum bankans og stýrir fjármáladeildinni. í þessum sex manna hópi í framkvæmdastjórn bankans fer auðvitað fremstur í flokki Jón Sigurðsson aðaibankastjóri NIB. Þorsteinn er haldinn golfbakteríunni. Hann segir vinnutímann í Finnlandi styttri og reglulegri en á íslandi og því gefist góður tími til að sinna áhuga- málunum og það séu nokkrir góðir golfvellir í nágrenni Helsinki. „Ég lék fótbolta í gamla daga í Skagafirðinum en ég er orðinn alltof gamall fyrir slíkt sprikl þannig að ég varð að finna mér eitthvað annað og golfið varð fyrir valinu.“ inn lánaði ríkissjóði til dæmis, að hluta, fyrir framkvæmdum við Höfða- bakkabrú og Vestfjarðagöng. 10-15 ÁRÍAÐÍSLAND TAKIUPPAÐRA MYNT Þegar minnst er á íslensk efna- hagsmál er Þorsteinn á því að krónan tóri ekki mikið lengur. Hann telur að innan 10 til 15 ára verði íslendingar búnir að fínna aðra lausn, og aðra mynt, til dæmis að tengjast Mynt- bandalagi Evrópu, eða finna annað fyrirkomulag sem hnýti krónuna fast- ar við stór myntbandalög. Ólíklegt sé að k'tið myntsvæði eins og hér á landi geti lifað af þegar komin verða stór myntbandalög eins og allt stefni í. „Ég held að þróunin hljóti að verða þessi með auknu frjálsræði í peninga- málum. Þegar erlendir fjárfestar skoða ísland k'ta þeir náttúrulega á stöðu krónunnar og þeir koma til með að setja fram hærri ávöxtunarkröfu vegna gengisáhættu. Og íslenskir fjárfestar koma til með að hugsa þannig kka, aðeins með öfugum for- merkjum. Þetta þýðir að þegar til lengdar lætur verður vaxtastigið á ís- landi yfirleitt hærra en í samkeppnis- löndum okkar. Þá er það spuming, þegar til lengri tíma er litið, hvort það sé ásættanlegt, eða mögulegt, að ís- lenskur iðnaður geti alltaf gefið af sér meiri arð svo hægt sé að borga hærri vexti en gengur og gerist í samkeppn- islöndunum. Þess vegna tel ég að það hljóti að fara á þann veg að ísland muni í framtíðinni leita eftir öðrum lausnum í myntmálum og verði hugs- anlega þátttakandi í myntbandalagi Evrópu.“ LÍKAR LÍFIÐ í FINNLANDI Þorsteinn hefur nú búið í rúm 9 ár í Finnlandi, ásamt fjölskyldu sinni, og líkað mjög vel. Hann er kvæntur Þór- dísi Viktorsdóttur. Þau búa á góðum stað í miðbæ Helsinki, í göngufæri frá vinnustaðnum. Hann segist þó ekki hafa lært finnskuna enda ekki þörf á því í bankanum, því þar tak menn dönsku, norsku og sænsku en ekki finnsku, þrátt fyrir að bankinn sé í Finnlandi. Þorsteinn segir að þetta verði auðvitað til þess að hann verði alltaf útlendingur í landinu. Hann hef- ur þó kynnst mörgum sænskumæl- andi Finnum og segist líka mjög vel við þá. Hann segir að þjóðin sé að ná sér upp úr þeirri efnahagslægð sem hófst þegar viðskiptin við Sovétríkin hrundu. Útflutningsgreinamar hafi náð sér vel á strik og séu orðnar sam- keppnisfærar á nýjan leik. Það hafi tekist að halda niðri verðbólgunni, þrátt fyrir að gengið hafi verið fekt um 30%, og samningar á vinnumarkaði hafi verið hófsamir. Það markist af því að atvinnuleysi sé mjög mikið ennþá, eða um 16%, og það sé í raun helsta vandamákð í finnsku þjóðUfi nú. Fyrir- tækin hafi ekki bætt við sig fólki, þótt hagur þeirra hafi batnað. Hins vegar hafi framleiðnin aukist og hagvöxtur sé góður. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.