Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 57
HROKI AÐ ESB SÉ TABÚ / upplýsingariti stjórnvaida um stefnu og aðgerðir er að finna eftirfarandi: „Fyrirtækin skapa störfin en það er stjórnvalda að búa svo um hnútana að rekstrarumhverfi þeirra sé í samræmi við það sem best gerist í samkeppnislöndum okkar.“ Það er hægt að taka heilshugar undir þessi orð en erfitt er að sjá heilindin að baki ef ESB er tabú og bannorð hjá stjórnvöldum. Jenný Stefanía Jensdóttir, framkvæmdastjóri Pla- stos og varamaður í stjórn Verslunarráðs íslands, biður stjórnvöld að koma fram við þjóðina af virð- ingu, háttvísi og kærleik og að þjóðin muni svara í sömu mynt. Hún telur það jaðra við skoðanakúgun hvernig umræðan um aðild að Evrópusambandinu sé hunsuð af stjórnvöldum. halla á fjárlögum, vaxandi er- lendum skuldum og verð- bólgu. KJARAMÁL/VINNUDEILUR Þegar þetta er skrifað um miðjan október berast váleg tíðindi af vinnumarkaðnum. Dagsbrún búin að segja upp kjarasamningum og fleiri fé- lögí startholunum. Forsend- ur uppsagnar samninga er siðleysi hjá stjómvöldum í kjaramálum. Steinvalan, sem ýtti af stað þungu hlassi að þessu sinni, var 40 þús- und króna skattlausi starfs- kostnaðurinn til viðbótar við umtalsverðar kjarabætur á grundvelli niðurstöðu kjara- dóms. Stjórnvöld eru undr- andi á sterkum viðbrögðum þjóðarinnar og reyna eftir mætti að réttlæta ástandið. Reiðin virðist við fyrstu sýn beinast að alþingismönnum og stjóm- völdum vegna úrskurðar kjaradóms en þessi reiði á sér miklu dýpri rætur. Þegar forsendur fyrir kjaradómi em skoðaðar kemur í ljós að ýmis stéttar- félög og sérhópar hafa fengið kjara- bætur langt umfram það sem önnur stéttarfélög sömdu um í febrúar- samningnum. Þessir hópar standa alltaf fyrir utan almenna kjarasamn- inga og eru aldrei undanfarar í kjara- baráttu. í krafti sérstöðu sinnar geta þessir hópar stöðvað heilar atvinnu- greinar sem bæði koma niður á at- vinnulífinu í heild, þeim sem minna mega sín, sjúklingum og bömum og ímynd íslands út á við. Sívaxandi launamunur, sem óhjákvæmileg af- leiðing af forréttindahyggju þessara hópa, er að mínu mati undirrót þess- arar óánægju og reiði. Fólk er al- mennt ekki að hneykslast yfir launa- kjömm ráðherra og alþingismanna. Sú staðreynd að æviráðnir ráðu- neytisstjórar, aðstoðarmenn þeirra og skrifstofufólk skuli vera mun hærra launaðir en ráðamenn þjóðar- innar telst á hinn bóginn í hæsta máta óeðlilegt, einkum þegar tekið er tillit til þess að sýnileg og raunveruleg eft- irvinna ráðherra er öllum ljós að ekki sé talað um ábyrgð og andlegt álag sem óhjákvæmilega hlýtur að fylgja þessu starfi. Engu að síður lýsi ég fullri ábyrgð á hendur stjómvalda yfir því ástandi sem nú ríkir á vinnumarkaðnum. Augljós pirringur yfir afskiptasemi fiölmiðla og hrokafull svör eru ekki til þess fallin að dempa reiði þjóðarinnar, miklu fremur að auka hana. Stjómvöld verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í orði og æði. „Væntingar" eru ill- þreifanlegur en raunvemleg- ur parameter í þjóðhagfræði. Yfirlýsingar stjórnvalda hafa þannig í för með sér vænting- ar um ókomna framtíð og hegðun almennings í nútíð byggist á væntingum í náinni framtíð. Hvort heldur sem er, ýtir bölmóður og bjart- sýnishjal undir væntingar al- mennings sem breytir hegð- un sinni í samræmi við það. Það er enginn vandi að „tala“ upp verðbólgu í hagkerfinu. Sá grun- ur læðist nú að manni hvort ótímabær yfirlýsing iðnaðarráðherra um stækk- un álvers, en fram að þessu hefur hann einmitt verið mjög varfærin í orðum, hafi átt að dempa þjóðina í kjaramálum. Þessi grunur byggir á þeirri staðreynd að í sama mánuði og álverið var slegið af fyrir nokkrum árum varð áþreifanlegur samdráttur í atvinnulífinu sem auðvitað byggðist á væntingum manna um versnandi af- komu þjóðarbúsins, sem raunin varð á. Því eru skilaboð mín til stjórnvalda í hnotskurn þessi: Komið fram við þjóðina af virðingu, háttvísi og kær- leik og hún mun svara í sömu mynt. HÆKKUN TÚLKUD SEM LÆKKUN Fellst ekki mikill tvískinnungur íþvíþegar minnihluti borgarstjórnar æpir á torgum úti „skattahækkun“ þegar strætófargjöld hækka - en hjá stjórnvöldum landsmála í sama flokki heita samskonar „skattahækkanir“ þjónustugjöld og lækkun rútugjalda?! 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.