Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 64
MJÖGÍ SVIÐSUÓSINU Finnur er sá ráðherra þessarar ríkisstjómar sem hvað mest hefur verið í sviðsljósi fjöl- miðla. Hér er hann að skrifa undir álsamn- inginn við Alusuisse-Lonza á dögunum. aður fótbolti af mikilli hörku. í fasta kjamanum í þeim hópi voru óvægnir íþróttakappar eins og Kristján Sig- mundsson handknattleiksmaður, Bjami Bjamason sem nú vinnur hjá Sindrastál, Kristján Skarphéðinsson sem vann hjá sjávarútvegsráðu- neytinu en er nú kominn út til Brussel og Jón Grímsson, löggiltur endur- skoðandi. Þessir höfðu allir kynnst Finni í Háskólanum en hinn bálkurinn í kunningjahópnum er að austan, úr Vík. Þar má nefna Sæmund Runólfs- son, framkvæmdastjóra hjá Ung- mennafélagi Islands og Hrólf Ölvis- son framkvæmdastjóra Tímans, Ólaf Andrésson hagfræðing og Rafn Guðmundsson sendibflstjóra. Núorðið fer Finnur einkum á völl- inn sem áhorfandi og starfar með íþróttafélaginu Fjölni í Grafarvogi að foreldrastarfi en eldri börnin tvö eru í íþróttum hjá Fjölni, sérlega þykir son- ur hans, Ingi Þór, efnilegur í knatt- spyrnu. Góðan árangur Framsóknar- flokksins í Reykjavík í síðustu kosn- ingum, þann besta í áratugi, má ekki síst þakka miklu og öflugu starfí vina og kunningja Finns úr Fjölnisstarfinu. Hann fer sjálfur oft í líkamsræktar- stöðvar, eins og Mátt, og hamast þar á þrekhjóli og lyftir lóðum, stundum í kompaníi með Eggert Skúlasyni, fréttamanni og vini sínum, sem er skólaður á Tímanum og gegn fram- sóknarmaður. Eggert er reyndar ná- skyldur Finni þar sem Hulda Magnús- dóttir, móðursystir Finns, er amma Eggerts. Eggert ólst upp með Finni fyrstu æskuárin og sagt er að Finnur hlusti grannt á hans ráð. í sumar hefur Finnur reyndar tekið upp gamlan þráð og skokkað með reglulegum hætti með Sæmundi, vini sínum og frænda, og þeir renna sér allt að 10 kflómetra í einu og þykir ekki mikið. „Finnur er í fyrsta lagi duglegur, í öðru lagi vinur vina sinna og í þriðja lagi mjög skemmtilegur félagi og mik- ill grallari,“ segir Sæmundur Runólfs- son. „Finnur er duglegur og fljótur að taka ákvarðanir. Það er mikill kostur en getur einnig verið galli,“ sagði Gissur Pétursson, starfsmaður í sjáv- arútvegsráðuneytinu, sem mikið hef- ur unnið með Finni. Þegar frístundir gefast er Finnur farinn út úr bænum á vit sveitalífsins og kyrrðarinnar. Ekki austur í Vík eins og einhver gæti haldið heldur vestur á Snæfellsnes, nánar tiltekið að Innri-Kóngsbakka en þá jörð eign- aðist hann ásamt nokkru öðrum í kringum 1990. Þar hafa eigendumir komið fyrir sameiginlegu sumarhúsi, dyttað að húsum á jörðinni og nytja smávægileg hlunnindi sem fylgja jörð- inni en það eru einkum dúnn, lunda- veiði og reki. Jörðinni fylgir 30% eign- arhlutur í þremur smáeyjum þar sem verpa samtals 50 til 60 æðarkollur. Finnur og áðurnefndir félagar hans, þeir Sæmundur Runólfsson, Kristján Skarphéðinsson, Ólafur Andrésson, Hrólfur Ölvisson og Rafn Guðmunds- son, eiga saman 80% í hlutafélaginu Innri-Kóngsbakka hf. Til fróðleiks má geta þess að Tryggvi Pálsson, banka- stjóri íslandsbanka, af grónum íhald- sættum, á 20% af Innri-Kóngsbakka og er þar í nokkurskonar félagsbúi með Framsókn. Finnur hefur mikinn áhuga á ferða- lögum og hann og Sæmundur, frændi hans, fóru mikla ævintýraferð saman um Evrópu eitt sinn á breskum bfla- leigubfl og lentu í ýmsum ævintýrum. Þeir ferðuðust einnig talsvert saman um hálendi íslands og hafa komið saman á marga þekkta og lítt þekkta staði þar, s.s. Víti, Kverkfjöll, Hvannalindir og Marteinsflæður. Þeir eru báðir félagar í laustengd- um hópi Framsóknarmanna sem fer HELSTU RÁÐGJAFAR FINNS Hans helstu ráðgjafar eru Jón Sveinsson, lögfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar, Baldur P. Erlingsson og Helgi S. Guðmundsson, báðir hjá VÍS, og dr. Arnar Bjarnason, svili hans. Þá eru ótaldir vinir hans úr Kóngsbakka-hópnum, þeir Sæmundur Runólfsson, Kristján Skarphéðinsson, fiskimálafulltrúi í Brussel, og Hrólfur Ölvinsson, framkvæmdastjóri Tímans. Einnig mun hann leita ráða hjá Lárusi Finnbogasyni, löggiltum endurskoðanda, og dr. Eyjólfi Árna Rafnssyni verkfræðingi sem hann skipaði stjórnarformann Orkustofnunar. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.