Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1998, Síða 35

Frjáls verslun - 01.08.1998, Síða 35
ATVINNUMAL GREIÐSLA FYRIR RAÐGJOF TENGD ARANGRI „Á sama tíma og fyrirtæki leita í auknum mæli til ráðgjafa gera þau meiri kröfur til arðsemi þeirrar fjárfestingar. Árangurinn af ráðgjöfinni verður að vera í samræmi við þóknunina.” • Ásthiidur otharsdóttir MBA-NÁM Það er mikið sótt í MBA-nám um þess- ar mundir. Enda fá þeir sem þvi ljúka oftast góða vinnu. En hvað felst í þessu námi? Eins og með annað háskóla-meistaranám er það yfirbygging á BS eða BA gráðu. Asthildur segir það alls ekki vera skilyrði að vera menntaður viðskiptafræðingur til að komast í MBA-nám. Með henni í Rott- erdam hafi verið fólk með alls konar bak- grunn, m.a. stjörnufræðingur, lyijafræð- ingur, og fólk með tungumálapróf. „Starfsreynsla er mikil- vægari en úr hvaða deild maður útskrifaðist frá há- skóla. Námið byggist að miklu leyti á raunhæfum verkefnum og hópvinnu. Og gerð er krafa um það að allir leggi sitt af mörkum. Það kemur svo í hlut kennarans að samhæfa þá krafta sem i hópnum búa”. Asthildur vann á sínum tíma hjá Eim- skip á íslandi, bæði með námi í HÍ og eftir að því lauk. Þótt undarlegt kunni að hljóma voru það ekki launin sem freistuðu þegar hún ákvað að sækjast eftir vinnu í út- löndum. Hún telur að byrjunarlaun fyrir MBA fólk séu svipuð á íslandi og á hinum Norðurlöndunum en möguleikarnir meiri, bæði hvað varðar starfsframa og launa- hækkanir. „Upphaflega stefndi ég ekki að þvi að fara út í ráðgjöf að námi loknu en síaukinn áhugi minn á upplýsingatækni varð til þess að ég sótti um starfið. Ég tók viðbót við MBA námið, svo kallaða MBI gráðu, sem stendur fyrir Master of Business Informat- ics. Andersen Consulting er einkum þekkt fyrir störf sín á sviði upplýsingatækni. Mér fannst þetta spennandi tækifæri og hafði líka mikinn áhuga á að vinna í alþjóð- legu umhverfi.” GREIÐSLA FYRIR RÁÐGJÖF TENGD ARANGRI Andersen Consulting skilgreinir hlut- verk sitt á eftirfarandi hátt: Að hjálpa fyrir- tækjum til að breytast og ná betri árangri. Þetta er kannski ekki stórbrotin skilgrein- ing en um hana snýst rekstur fyrirtækja; árangur og hagnað. ,Það er það sem við gerum, komum inn mmmmsBæsm TEXTI: Benedikt Sigurðsson í fyrirtæki og aðstoðum við breyting- ar. Það er ekki gert með því að taka nokkur viðtöl og skila flottri skýrslu. Við vinnum nær eingöngu hjá sjálf- um viðskiptavininum og leggjum ríka áherslu á samvinnu með starfsmönnum hans. Þróunin hjá okkur er tvímælalaust í átt að lengri og umfangsmeiri verkefn- um þar sem við tökum fullan þátt í að hrinda lausnum í framkvæmd og tryggjum að hlutirnir gangi eins og til var ætlast. Á sama tíma og fyrirtæki leita í aukn- um mæli til ráðgjafa gera þau meiri kröfur til arð- mmmm^^^m semj þejrrar Jjárfesting- ar; árangurinn af ráðgjöfinni verður að vera í samræmi við þóknunina." Fyrsta verkefnið sem Ásthildur tók þátt í á vegum Andersen Consulting var endur- skipulagning á fjármálakerfi Kaupmanna- hafnarborgar. Þetta var gríðarmikið verk- AsthHdur Otharsdóttir, 30 Mannahöfh. „Upphafi^teZ ’**** ' fara ut í ráðgjöfað Kauþ- ' • , Uihi að því að mtnn á ^ÞÞlýsingatœkrfivarTn T Staukinn áhugi starfið.” * varð tllPess að égsótti um efiii, og tókst vel. En sýnist henni eftir þessa vinnu að rekstur á opin- berum fyrirtækjum sá að breytast? Er arð- semiskrafan nú sett i öndvegi í opinberum rekstri? , Já, því er ekki að neita. Kröfurnar í dag eru á þann veg að skattpeningum sé vel varið. Það er ekki spurning að krafan um arðsemi þeirra peninga sem skila sér í op- inbera sjóði sé að aukast og mun aukast enn frekar á næstu árum.” SQ M RAÐGJOF DYR, EN AHRIFAMIKIL Sigtryggur Klemens Hjartar, 28 ára, starfar hjá ráðgjafa- fyrirtækinu McKinsey. Hann segir að sé veitt ráðgjöfekki notuð sé alveg eins hœgt að henda peningunum. □ að er fremur dýrt að fá ráðgjafa í vinnu. En vinna þeirra getur skil- að góðum arði ef rétt er að farið. Meginreglan er sú að ráðgjöfm á að kosta lítinn hluta af þeim ávinningi sem hún veit- ir. Annars hefur illa til tekist,” segir Sig- tryggur Klemens Hjartar, 28 ára, sem starfar hjá hinu heimsþekkta ráðgjafafyrir- tæki McKinsey. Hann útskrifaðist úr Versl- unarskóla Islands 1990 og frá Álaborgar- háskóla 1995 sem rekstrarverkfræðingur. Að því loknu hóf hann störf hjá Price Waterhouse ráðgjafafyrirtækinu - en söðl- aði um í sumar til McKinsey. Sem ráðgjafi hefur Klemens aðallega unnið að samruna og yfirtöku fyrirtækja, 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.