Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Síða 30

Frjáls verslun - 01.09.1998, Síða 30
Restaurant Reykjavík er á besta staö í Prag, við Karlsgötu. Þegar Þórir er rœðismaður Islendinga i Tékklandi og hefur rekið mikinn áróður mest lœtur á sumrin ganga á milli 50 til 60 þúsund manns eftir fyrir íslandsferðum. götunni á hverri klukkustund. ÞORIR BLOMSTRAR EFTIR BYLTINGUNA Þórir Gunnarsson veitingamaöur flutti út til Tékklands eftir flauelsbyltinguna þarhaustiö 1989. Hann rekur þar núna tvo veitingastaöi Auk þess selur hann Island! Bftir flauelsbyltinguna svokölluðu í Tékkóslóvakíu á haustmánuðum 1989 urðu margvíslegar breyting- ar í landinu. Ein þeirra var sú að útlending- ar fengu leyfi til að gerast þar þátttakend- ur í rekstri fyrirtækja, fyrst sem meðeig- endur Tékka og síðar í eigin nafni. Einn þeirra, sem hélt til Tékkóslóvakíu í kjölfar TEXTIOG MYNDIR: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR þessara breytinga, var Þórir Gunnarsson veitingamaður, sem meðal annars hafði rekið Matstofu Austurbæjar og verið með veitingarekstur uppi á Höfða í Reykjavík. Hann og kona hans, Ingibjörg, eiga nú og reka Restaurant Reykjavík við Karlsgötu í Prag og Reykjavík Express rétt utan við borgina. Karlova, eða Karlsgata, er ein af sögu- frægustu götum í miðborg Prag. Hún liggur frá Gamla torginu svokallaða, að Karlsbrú en þaðan liggur leiðin upp hæð- ina handan Moldár og upp í kastalann þar sem konungar og aðrir ráðamenn Tékka hafa haft aðsetur allt fram til dagsins í dag. Því má segja að Restaurant Reykjavík sé á besta stað í borginni og sagt er að hver einasti ferðamaður, sem kemur til Prag, gangi að minnsta kosti tvisvar sinnum eft- ir Karlsgötu og framhjá Reykjavík. Taln- ing hefur einnig sýnt að þegar umferðin er mest fara þarna um 62 þúsund manns á klukkutíma. ÍSLAND VARÐ EKKIVINSÆLT Fyrst eftir að Þórir kom til Tékkósló- vakiu hóf hann að reka veitingastað í fé- lagi við annan. Staðurinn hlaut nafnið Is- land og átti að minna á okkar ágæta land. Því miður náði staðurinn ekki þeim vin- sældum, sem reiknað hafði verið með, og nafnið dró heldur ekki til sín ferða- menn eins og til hafði verið ætlast. Flest- ir hafa líklega ruglað því saman við orð- ið island á ensku, sem þýðir eyja, og á ekkert skylt við Island. 30

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.