Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 35

Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 35
STJÓRNUN ■■■■■■ þróa sína stjórnunarhætti og mér er mjög umhugað um að konur geri það; að þær gefist ekki upp á þessum stjórnunarstíl sem byggir á samvinnu og sveigjanleika og haldi jafiiframt valdi sínu sem stjórnendur.” Þórkatla telur að kvenkyns stjórn- andi geti vel stjórnað karlavinnustað með stjórnunarstíl konu en það fari þó eftir stjórnandanum. Karlmenn geti auðveldlega lagað sig að þessum stjórnunarstíl því að þeir viðurkenni yfirmann sinn mun fyrr og auðveldar en konur. Karlarnir setji auðvitað sitt mark á störfin en stjórnandanum sé kannski umhugaðast um að verkin séu gerð á ásættanlegan hátt og hafi ekki áhyggjur af því meðan ekki rísa upp nein vandamál. Mestu skipti að fólki líði vel í vinnunni. Flesta stjórn- endur taki dálítinn tíma að finna sinn stíl eftir verkefnum og starfsfólki. Þeir þroskist svo í starfi. ALDREIAÐ GAGNRÝNA í REIÐI Gagnrýni er mikilvæg í stjórnun og margir eiga erfitt með að gagnrýna, konur þó heldur erfiðara en karlar. Þórkatla telur að allir, bæði karlar og konur, þurfi að læra að gagnrýna en stjórnendur þurfi að vera færir um að setja fram gagnrýni án þess að úr því verði stórmál, þeir þurfi að kunna að gera það á réttan hátt þannig að inni- haldið fari ekki á milli mála. Stjórn- endurnir þurfi að leiðbeina sínum starfsmönnum og gagnrýna hegðun eða verk, ekki persónur. Hún minnir á að gagnrýni megi aldrei eiga sér stað í reiði því að þá skynji starfsmennirn- ir bara reiðina, skilaboð stjórnandans fari fyrir ofan garð og neðan. „Ef stjórnandinn verður reiður þarf honum að renna reiðin fýrst. Hann þarf að hafa stjórn á tilfinningum sín- um þegar hann setur fram gagnrýni, vera yfirvegaður og rólegur en ekki hræddur við að segja hlutina eins og honum finnst þeir vera. Hann þarf að hlusta á svörin. Þar kemur líka inn þessi virðing sem verður að vera í öll- um samskiptum fólks. Það gleymist stundum að hlusta því að við verðum svo stressuð þegar við setjum fram gagnrýni að við tölum í belg og biðu og komum í veg fyrir að starfsmaður- inn komist að. Við erum svo hrædd um að hann sé móðgaður og viljum ósjálfrátt ekki heyra það. Starfsmaður- inn reikar út og hefur ekki fengið svig- rúm til að segja frá sinni hlið á mál- um,” segir hún. „Það er allt í lagi að fólk réttlæti sig, útskýri eða afsaki sig. Það er ekki þar með sagt að stjórnandinn skipti um skoðun á því sem hann hefur sagt. Eft- „Konur hafa óskýrari mörk á milli einkalífs og vinnu en karlar,” segir Þórkatla. ir stendur að ekki er hægt að leyfa þessa framkomu á vinnustaðnum. Síð- an þarf stjórnandinn að spyija fólk hvernig það vilji leysa málið. Það get- ur vel verið að fólk sé búið að hugsa sjálft um einhveijar lausnir og þá er það fínt. Síðan þarf alltaf að fylgja þessu eftir þannig að það sé hægt að ljúka málinu,” segir Þórkatla að lok- um. BO h háfea ÁFRAM VEGINN... Háfell er vaxandi fyrirtæki á sviði jarðvinnu, semfagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Helstu verkkaupar eru ríki og sveitarfélög. Meðal verkefna síðustu ára má nefna nýja tengingu Suðurlandsvegar,breikkun Miklubrautar, ný hverfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Einnig nýr vegur yfir Fljótsheiði, jarðvinna við álver á Grundartanga 35

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.