Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 84
ENDURSKOÐUN Skapandi reikningsskil Eftir Stefán Svavarsson, lðgpltan endurskoðanda □ gætur maður orðaði það svo að góðum reikningsskilavenjum væri áskapaður verulegur sveigjanleiki. Það er staðreynd að þessu er svo farið, þrátt fyrir að reglusmíðin taki einkum mið af því gera reikningsskil samanburðarhæf. Hafa verður í huga að reglur um afkomu- og efna- hagsmælingar fyrirtækja eru ekki náttúru- lögmál, heldur mannanna verk og endanleg gerð reglu er í tals- verðum mæli háð þvi hverjir fóru með umboð til að setja regl- urnar og hveijir voru þar atkvæðamestir. Af þessu má ráða að í reglusmíði um gerð reikningsskila felist talsverð póiitík og í henni, eins og kunnugt er, felst sveigjanleiki eða a.m.k. leiðir hún á stundum til samninga milli aðila. I henni veröld hefur ýmis skipan mála verið prófuð til að finna bestu lausnina á því hverjir eigi að setja reglur á þessu sviði mannlegs lífs. Framan af öldinni þótti sjálfsagt að láta kunnáttumenn um málið og því urðu endurskoðendur eða sam- tök þeirra yfirleitt fyrir valinu. En menn komust að því að end- urskoðendur geta átt misjafna daga og jafnvel látið undan þrýst- ingi umbjóðenda sinna við reglusmíðina. Þá prófuðu samtök endurskoðenda í Bandaríkjunum einu sinni að óska eftir heild- stæðu regluverki frá viðurkenndum fræðimanni, en sú hug- mynd gekk ekki heldur upp, því viðmið hans um mælingar þóttu allt of huglægar en voru að auki allt of framúrstefnulegar fyrir markaðinn á þeim tíma. A síðustu árum hefur þótt eðlilegt að blanda sem flestum hagsmunaðilum í málið og nú þykir víða eðlilegt að ekki einasta endurskoðendur setji reglur þessar, enda eru reikningsskil að sjálfsögðu ekki einkamál þeirra, heldur eiga nú hinir ýmsu áhrifaaðilar aðild að nefndum sem setja reglurnar. Hér má Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi, fjallar hér um skapandi reikningsskil. Getur verið að staðan sé fegr- uð til að raska ekki hugarró fjárfesta og stjórnenda? nefna fulltrúa samtaka fyrirtækja, fulltrúa fjármálastofnana, fulitrúa verðbréfasérfræð- inga, fulltrúa hins opinbera og fulltrúa fræði- greinarinnar. Varla þarf meira að segja til að lesandinn átti sig á þeim pólitíska slag sem er afleiðing þess að skipa nefndir fulltrúum þessara aðila og hafa þá ekki allir hagmsunaaðilarnir verið nefndir. Sveígjanleikí i reglum En hvað veldur þessum sveigjanleika í reglunum? Tvennt skiptir þar aðallega máli, annað varðar viðfangsefnið sjálft, þ.e. afkomumælingar, en hitt hvernig reglur eru settar. Fyrra atriðið lýtur að þvi að óhjá- kvæmilega er misvægi á milli uppgjörstímabila og viðskiptatíma- bila. Reikningsskil þarf að semja reglulega til að miðla upplýsing- um til fjármagnseigenda, en uppgjörstímabilin þurfa ekki endi- lega að endurspegla viðskiptatímabil fyrirtækja. Þegar viðskipta- tímabilið er stutt, jafnvel nokkrar vikur, skiptir ekki miklu máli hvenær reikningsskil eru samin, en þegar viðskiptatímabilið er nokkur ár verður að klippa það í sundur til þess að semja reikn- ingsskil. Við þær aðstæður koma upp alls kyns matsvandamál sem háð eru mati á framtíðarhorfum fyrirtækis, enda er hríngrás viðskiptanna ekki lokið. Og það er við þessar aðstæð- ur sem semjendur reikningsskila geta komist að ólíkum niður- stöðum. Hitt atríðið, sem neiht var til skýringar á sveigjanleikanum, varðar það atriði hvernig reglur eru settar. Eins og áður er nefnt er sú skipan mála algeng um þessar mundir að margir hagsmunahópar komi að verki. Það hefur leitt til þess að iðu- lega er boðið upp á valkosti við að skýra frá eða mæla tiltekin viðskipti. Sérstaklega verður þetta áberandi þegar löggjafar- þing er aðalreglusmiðurinn, eins og algengt er meðal þjóða á meginlandi Evrópu, en getur einnig verið staðreynd þótt fag- menn fjalli eingöngu um málin. T.d. er því þannig farið, að Alþjóðlega reikn- ingsskilanefndin setur ffarn tvo kosti ef ekki hefur náðst samkomulag um einn. Það er þessi sveigjanleiki sem gef- ur færi á skapandi reikningsskilum (e. creative accounting). Með skapandi reikningsskilum er átt við möguleik- ann á því að laga niðurstöður þeirra að óskum forráðamanna fyrirtækja, hvort sem þeir eru eigendur eða ekki. Augljóst er að fyrirtæki sem selur Bretinn Ian Griffith heldurþvífram að fyr- irtæki á almennum markaði hagrœði töl- um og bókhald þeirra sé meira og minna léttsteikt eða mauksoðið. Þetta er hins veg- ar ekki léttsteikt bókhald heldur viðhafnar „eldamennska" í Perlunni. FV-mynd: Geir Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.