Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.02.2000, Qupperneq 20
HLUTflBRÉFflMflRKflÐURINN verslunar innan verðbréfafyr- irtækjanna telja að árið 1999 verði ekki endurtekið á þessu ári; að úrvalsvísitalan hækki ekki jafnmikið og á því síðasta. En í upphafi ársins spáðu margir því að hækkun hennar yrði í kringum 25% á árinu. Gangi það eftir verður úrvalsvísitalan í kringum 2.000 stig í árslok. Hún er núna í rúmlega 1.700 stigum og hefur hækkað um 100 stig frá áramótum. Hugsanlega gæti svo farið að hún sveifl- aðist yfir og undir 1.700 stiga múrinn fram eftir ári og tæki svo að sækja í sig veðrið þegar líða tekur á árið, líkt og lægð sem fær fóður. Fjármála- oo tffiknifyrillæki Verðmætustu fyrirtækin á Verð- bréfaþingi, bankarnir og Eimskip, vega mjög þungt í úrvals- vísitölunni þannig að gengisþróun þessara fyrirtækja ræður miklu um framvindu hennar. Sveiflurnar á hlutabréfamark- aðnum það sem af er ársins sýna þó að allt getur gerst og það er ekki á vísan að róa með stöðugar hækkanir. Tölvu- og hug- búnaðarfyrirtæki njóta mikilla vinsælda og hefur gengi hluta- bréfa í Opnum kerfum og Skýrr hækkað mjög að undan- förnu. Afkoma bankanna er afar góð og þar fer íslandsbanki fremstur í flokki. Ennþá veðja margir á að sameiningar verði á fjármálamarkaðnum og að íslandsbanki og Landsbanki verði sameinaðir þegar líða tekur á árið, eða þá íslandsbanki og Búnaðarbanki. Fyrir liggur að FBA hefur sótt um leyfi til að verða viðskiptabanki og opnar það vissulega leiðir fyrir FBA til að sameinast öðrum viðskiptabanka, hvort sem það verður Búnaðarbanki, Landsbanki eða íslandsbanki. Á síð- asta ári var mikið rætt um sameiningu FBA og Kaupþings en minna hefur farið fyrir þeirri umræðu að undanförnu. Ljóst er þó að bæði FBA og Kaupþing gengu ótrúlega vel á síðasta ári. Bæði þessi fyrirtæki hafa verið að færa út kvíarnar á erlend- um vettvangi, Kaupþing í Lúxemborg og FBA í Danmörku og Bretlandi. Þá verður ekki svo við verðbréfamiðlara rætt að hugsanlega einkavæðingu Landssímans beri ekki á góma. Sömuleiðis verður mjög spennandi að sjá hvernig framhaldið verður hjá Össuri. Hátækni og líftækni Eriend- is hefur mesta spennan verið í kringum fyrirtæki í há- tækni, upplýsingatækni og líftækni. Þetta hafa verið nefnd þekkingarfyrirtæki. Hækkanirnar hafa verið ótrú- legar, sérstaklega hjá Netfyr- irtækjum, og skiptir engu þótt mörg þessara fyrirtækja skili ekki hagnaði. Trúin og væntingarnar um stórkost- legan framtíðarhagnað ræð- ur þar úrslitum. Eftir að gengi hlutabréfa í fyrirtækj- um, sem engum hagnaði skila, hefur rokið upp spyrja margir sig núna að því hvaða þættir ráði eiginlega verði hlutabréfa. Til þessa hefur hagnað- ur fyrirtækja verið það sem mestu skiptir og ætla verður að svo verði áfram - þrátt fyrir þá nýju og ánægjulegu tísku- strauma sem fyrirtæki í hátækni og líftækni hafa rutt fram. Fjárfestar munu aldrei hætta að horfa á V/H hlutföll og hverju fyrirtæki skila í veltufé frá rekstri. Og þeir munu seint hætta að meta möguleika fyrirtækjanna á að vaxa, hversu lík- legt sé að þau komi með nýjungar, hverjir stjórni þeim, hversu auðvelt sé fyrir ný fyrirtæki að koma inn í atvinnu- greinina og svo ffamvegis. Engu að síður hefur munurinn á þekkingarfyrirtækjum og hefðbundnum iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, sem borið hafa atvinnulíf þjóða uppi til þessa, verið mjög í brennidepli undanfarna mánuði, bæði hér heima og erlendis. Þetta var til dæmis mál málanna á Viðskiptaþingi nýlega og ófáar blaða- greinar hafa verið skrifaðar um þetta efni vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Svo virðist sem menntun og þekking séu að verða íjárfesting sem skili arði. Loks má ekki horfa fram hjá því að með auknum þunga almennings inn á hlutabréfamarkaðinn fylgir aukin eftirspurn og aukinn þrýst- ingur á stjórnendur að ná árangri. Imynd fyrirtækja fer sömu- leiðis að skipta meira máli. Hlutabréf, þótt sparnaður sé, eru eins og aðrar vörur að um leið og kaupmáttur almennings minnkar dregur úr getu þeirra til að spara og kaupa hlutabréf. Vaxtahækkanir hafa sömuleiðis mikið að segja um verð hluta- bréfa. Þær hægja ekki aðeins á efnahagsstarfseminni og um- svifum fyrirtækja heldur gera þær önnur verðbréf en hlutabréf eftirsóknarverð. Það eru fyrst og fremst fréttir um snarhœkkandi gengi hlutabréfa og skyndigróða sem kitla fólk ogýta undir gullœðið. Hvers vegna ekki að taka þátt í leiknum þegar sumir breytast úr milljónamœringum í milljarðamœringa á skömmum tíma? Góðœri hefur ríkt á Islandi undanfarin sex ár og hefur hagvöxtur aukist jafnt ogþétt. Heldur mun hœgjast á honum til ársins 2002, að mati Þjóð- hagsstofnunar. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.