Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 43

Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 43
greiðir fyrir hana tæpar 10 þúsund krónur fyrir utan annað sem hann eyðir á meðan á dvölinni stendur. Þetta er gott meira en aðgangur að sundlaugum skilar, þó svo að þær veki áhuga ferða- manna. Erlendir aðilar sem hafa reynt þjónustuna eru sammála um að hún sé fyrsta flokks og jafnvel með því besta sem gerist í heiminum. Kvennablaðið KK í Noregi gerði úttekt á SPA hótelum og gaf Planet Pulse hæstu mögulega einkunn, þó svo að fyrirtækið væri það minnsta af þeim sem könnuð voru. Einnig má geta þess að borgarstjóri hef- ur sýnt sérstöku SPA hóteli í Reykjavík áhuga. „The Spirit Of Geyser" Nöfn þeirra meðferða sem boðið er upp á í Planet Pulse eru að mörgu leyti lýsandi fyrir Island og sum nafnanna vísa beinlínis í staði eða atburði sem landið er þekkt fyrir. Þannig má prófa „The Northern Lights Experience", sem er eins og hálfs tíma dekur og meðhöndlun, „The Spirit of Geyser" eða „The Wonderful Volcano", svo eitthvað sé nefnt. Notuð eru náttúruleg efni svo sem leir, þang, olía, sölt og kísill ásamt vatni og gufum. Þetta höfðar mjög til efnaðra ferða- manna sem eru í leit að tilbreytingu og kaupsýslufólks sem kemur hingað á fundi og ráðstefnur. Hlustað á frumkvöðla Nýsköpunar- sjóði er ætlað að styðja við nýsköpun af öllu tagi og segir Jónína að nú sé tíminn fyrir heilsurækt og full ástæða til að sfyðja við þá nýsköpun. „Við eigum að leggja mikla áherslu á það hve vel Is- land hentar sem ráðstefnuland, einnig fyrir árshátíðir og annað sem fyrirtæki vilja hygla starfsfólki sínu með. Við erum staðsett mitt á milli Evrópu og Ameríku og höfum upp á að bjóða margt sem ekki finnst annars staðar. Hugtakið SPA og ráðstefna er nokkuð sem höfðar til fyrirtækja um allan heim og einnig SPA og árshátíð. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi: Gera það sem gera þarf og slaka ærlega á í leið- inni. Það má ekki sleppa þessu tækifæri sem við höfum og heldur ekki leita langt yfir skammt eins og okkur hættir til. íslendingar eru fáir en hugvitssamir og eiga að nýta sér það en ekki að reyna að keppa við stóru þjóðirnar á þeirra forsendum." Frehari stækkun Planet Pulse hefur fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæð- ið og segjast þær stöllur hafa farið að hugsa um ný úrræði fyrir um hálfu öðru ári síðan. Innan skamms mun eiga að byggja við Hótel Esju og þá stækkar aðstaða þeirra til muna og í viðbót við það er komin teikning að 1000 fm að- stöðu á Grand Hóteli í Reykjavík sem á næstunni mun komast í gagnið. 33 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.