Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 45

Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 45
er það tilgreint sem eilt meginmarkmiðið með endurskoðun að fyrirbyggja og uppgötva fjársvik starfsmanna. Þrátt fyrir þetta yfirlýsta markmið með endurskoðun er athyglisvert, að í dómi sem oft er vitnað til (1896 - Kingston Cotton Mill Co.), sagði dómarinn, að endurskoðandi ætti ekki að vinna eins og rann- sóknarlögreglumaður og gera ráð fyrir að eitthvað væri að, heldur skyldi hann einungis rannsaka mál ef sértök tilefni gæfust; hann væri „varðhundur" en ekki „blóðhundur“. Sam- kvæmt þessu átti endurskoðandinn ekki að leita að misferli heldur kanna mál betur ef grunsemdir vöknuðu. Misferli starfsmanna Eftir því sem lengra leið á tuttugustu öld- ina dró úr þeirri áherslu í endurskoðun að uppgötva og fyrir- byggja misferli starfsmanna. Það sem einkum varð til þess er að eignarhald á fyrirtækjum tók breytingum með tilkomu skipu- legra fjármagnsmarkaða. Nú voru það ekki einungis stofnend- ur fyrirtækja sem stýrðu fyrirtækjunum og áttu þau, heldur höfðu verið ráðnir sérstakir íramkvæmdastjórar og eigendur tóku ekki þátt í rekstrinum í sama mæli og áður. Þetta varð til þess að gæta varð hagsmuna þessara nýju eigenda og raunar annarra tjármagnseigenda, þ.e. lánardrottna, með því veita þeim reglulega áreiðanlegar upplýsingar um rekstur og efna- hag. Á sama tíma gerðist það einnig, að fyrirtækin stækkuðu svo að eftirlit endurskoðenda með allri umsýslu peninga var nánast útilokuð. um á því. Markmiðið er að votta um heildarmynd af afkomu og efnahag svo að utanaðkomandi aðilar geti tekið réttar ákvarðan- ir um málefni fyrirtækjanna á grundvelli upplýsinga í reiknings- skilum þeirra. Allar formlegar yfirlýsingar endurskoðenda um hlutverk stéttarinnar, eins og þær birtast t.d. í stöðlum um end- urskoðun, ganga í þessa átt. En þó að þessi breyting hafi orðið á hlutverki endurskoð- enda og þeir hafi í síauknum mæli, eftir þvi sem á öldina leið, reynt að firra sig ábyrgð gagnvart fjársvikum, varð tíðarandinn til þess að þeir gátu ekki látið slíkt athæfi lönd og leið. Raunar Annmarkar ítrekaöir við framkvæmdastjóra Endurskoðandinn hafði ítrekað gert framkvæmdastjóra og fjármálastjóra grein fyrir þessum annmörkum, án þess að þeir hafi séð ástæðu til sérstakra aðgerða, enda var starfsmanninum treyst. Af þessum sökum breyttist áherslan í endurskoðun úr því að rannsaka öll bókhaldsgögn og kanna meðferð starfsmanna á fé yfir í það að votta um áreiðanleika reikningsskila, sem nota mátti í viðskiptum, svo að þau yrðu trúverðugri en ella. Markmiðið breyttist sem sé frá því að sinna fyrirtækinu sjálfu yfir í að gæta hagsmuna utanaðkomandi aðila. Það er einmitt þessi breyting sem hefur valdið því, að endurskoðendur þurfa sérstaklega að huga að hlufieysi í starfi sínu. I þessu nýja hlutverki má raunar segja, að tilveruréttur stéttarinnar byggist á því að henni sé treystandi til að vera hluUaus umsagnaraðili um reikningsskil fyrirtækja. Sumir sjá þó þversögn í þessu efni, því að í þessu hlut- verki eru endurskoðendur fyrst og fremst að vinna fyrir utanað- komandi aðila, raunar samfélagið yfirieitt, en fá hins vegar greitt af fyrirtækjunum sjálfum. Vissulega er vandi að sinna tveimur herrum samtimis. En fyrir samfélagið skiptir miklu að upplýs- ingastreymi um fjármál fyrirtækja sé með þeim hætti að fjár- magn renni þangað sem það gefúr mestan arð; það er á þennan hátt sem ber að skoða nútímahlutverk endurskoðenda. votta UII1 heildarmynd Álierslubreytingin í verkefnum endur- skoðenda hafði þær aíleiðingar í för með sér að þeir þurftu að vinna með talsvert öðrum hætti en áður, þegar ítarleg skoðun allra gagna var nánast óhjákvæmileg með hliðsjón af markmið- inu með starfinu. Nú á seinni tímum beinist rannsókn endur- skoðenda að þeim kerfum sem fyrirtæki nota við að halda skipulega utan um sín fjármál. Endurskoðunarvinnan beinist samkvæmt því að athugun á innra eftirliti fyrirtækja og prófun- I dómi Hœstaréttar í máli Nathans & Olsens gegn fyrrverandi endur- skoðanda sínum kemst rétturinn að þeirri niðurstöðu að endurskoð- andinn sé að hluta til ábyrgurfyrirþjófnaði starfsmanns fyrirtækisins. skiptu fjársvik starfsmanna litlu máli í því efni, heldur voru það einkum fjársvik forráðamanna fyrirtækja sem hér höfðu áhrif. Á síðari hluta áttunda áratugarins í framhaldi af ýmsum alvar- legum ljársvikamálum varð ljóst að markaðurinn gat ekki fellt sig að öllu leyti við þessa afstöðu endurskoðenda til fjársvika. Þessi fjársvik forráðamanna fyrirtækja fólust einkum í því að rangfæra reikningsskil, sjálfum sér til framdráttar, og síendur- teknar uppákomur urðu til þess að viðhorfin breyttust í þessu efni. Samkvæmt því breyttust staðlar í endurskoðun í þá veru að endurskoðendur skyldu eftir sem áður aðallega beina sjón- um að áreiðanleika reikningsskila en í því efni gætu þeir þurft að sæta ábyrgð gagnvart fjársvikum sem veruleg áhrif hefðu á reikningsskilin. I fyrirferðarmikilli umræðu um þessi mál, einkum meðal engilsax- 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.