Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 72

Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 72
flUGLÝSINGAR Lúðrasveit Hvíta hússins Andrúmsloftið í sal Háskólabíós var vægt sagt hlaðið rafmagni þegar Hvíta húsið hafði fengið fimm verðlaun og ekkert lát sýnilegt á. Einn þeirra fjögurra sem verðlaun fengu fyrir utan Hvíta húsið sagðist telja að stofan hefði ekki sent inn í þann flokkinn, ann- ars hefði enginn annar átt möguleika. Aðrir voru glaðir en sumir svolítið sárir fyrir hönd sinnar stofu, hver sem hún var. Þessi árangur er einstæður, átta verðlaun af tólf í hlut einnar og sömu stofunnar. Hver er galdurinn á bak við þennan árangur? Halldór Guðmundsson, ffamkvæmdastjóri Hvíta hússins: „Meginskýringin er kannski sú að við höfum hér innanhúss mjög öflugan hóp af hugmyndaríku fólki, samfélag sem hefur staðið að gerð þessara hluta í fjölmörg ár,“ segir Halldór. „Við höfum notið velgengni í þessari keppni frá upphafi og raunar fengið langflestar tilnefningar allra og flesta lúðra líka þannig að árangurinn nú er ekki eins og þruma úr heiðskýru lofti." Hjá Hvita húsinu vinna nú 22 starfsmenn og eru þeir á öllum Starfsmenn Hvíta hússins komu, sáu og sigruðu á auglýsingahátíð Imarks á dögunum ogfengu átta verðtaun aftólf Ekki eru veitt verð- launaskjöl á þessari hátíð heldur fá sigurvegarar sérstaka lúðra. Hér má sjá hluta af lúðrasveit stof- unnar með nýja lúðra og gamla frá fyrri hátíðum. aldri. Frá því að vera mjög ungir og upp í það að vera gamalreyndir, en Hvita húsið á sér 30 ára sögu, að vísu ekki alltaf undir sama nafni en „alltaf sömu kennitölu.“ Hið óvenjulega selur „Þessi góði árang- ur sem við höfum notið er einnig og ekki síður að þakka því góða samstarfi sem við höfum átt við okkar viðskiptavini," heldur Halldór áfram. „Við höfum verið svo lánsamir að eiga viðskipti við mörg stór og öflug fyrirtæki sem hafa borið gæfu til þess að vera viðsýn í vali á því sem við höfum lagt fyr- ir þau en það þarf einatt nokkurn kjark til þess af hálfu við- skiptavinarins að segja já við óvenjulegum hugmyndum." Halldór segir þau beita þeim vinnuaðferðum að líta ekki á neitt sem gefið. Fyrsta hugmynd að auglýsingu sé ekki endi- lega það sem koma skuli og jafnan sé reynt að spyrja að því hvaða óvenjulega sjónhorn sé hægt að nota á verkefnið því óvenjulegir hlutir séu langtum líklegri til að draga að sér at- hygli og selja en þeir sem hversdagslegri eru. Sem dæmi nefnir hann Kuðunginn, sem gerður var fyrir Voga á Vatns- leysuströnd. „Það var dálítið sérstakt dæmi,“ segir hann. „Forsagan er sú að í þessu litla sveitarfélagi suður með sjó höfðu menn uppi áætlanir um eflingu og þró- un byggðar, sölu á lóðum og skipulagninu Starfsmenn Hvíta hússins voru eins og lúðrasveit á auglýsinga- / hátíð Imarks og fengu átta af tólf verðlaunalúðrum. Auglýs- / ingin frá Europay Islandi var valin besta tímaritsauglýsingin. Eför Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.