Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 2

Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 2
FREGNIR Aðalsími safnsins er 563 5600 og safnið verður opið fyrst um sinn mánud. - föstud. kL 09:00 - 19:00 og laugardaga kl. 09:00-17:00. Faxnúmer er 563 5615. Velkomin á Landsbókasafn Isiands - Háskólabókasafn. Áslaug Agnarsdóttir Frá röðunarnefnd Fagráðs í upplýsingatækni til tækninefndar um þjóðlegar kröfur til upplýsingatækni Röðunarnefnd FUT Röðunarnefnd FUT starfaði frá haustinu 1993 til haustsins 1994. Hún var skipuð fulltrúum helstu hagsmunaaðila og sérfræðinga. í henni áttu sæti Jóhann Gunnarsson, Hagsýslu ríkisins (formaður), Ágúst Þorsteinsson, Póst- og símamálastofnun, Baldur Sigurðsson, íslenskri málnefnd, Hjalti Kristgeirsson, Hagstofu íslands, Stefanía Júlíusdóttir, Félagi bókasafnsfræðinga, Þórarinn Gunnarsson, Samtökum iðnaðarins og Örn Kaldalóns, Nýherja (tengiliður við stjóm). Þorvarður Kári Olafsson var ritari nefndarinnar. Stýrihópur verkefnisins var skipaður formanni, tengilið við stjóm og Jóni Þór Þórhallssyni, sem var fulltrúi þeirra sem styrktu verkefnið. Verkefni nefndarinnar var tvíþætt. í fyrsta lagi að hafa áhrif á gerð Evrópsks forstaðals (ENV) og tryggja þar hagsmuni íslands og íslenskunnar. Röðunamefndin þurfti í því skyni að taka afstöðu til þess hvar íslensku stafimir ættu að raðast í fjölþjóðlegu reglunum og í öðm lagi að þýða ENV staðalinn ef fjármagn leyfði. Nefndin ákvað að reyna að ná fram tiltekinni röðun fyrir Ð ð, Æ æ og Þ þ í Evrópska latínustafrófinu. Óhjákvæmilegt reyndist að d/aga tillöguna um Æ til baka og leggja fremur áherslu á Þ og Ð. Á fundi ISO/TC 37 /SC 2 / WG 2 sem haldinn var í Osló 22. ágúst 1994 og Baldur Sigurðsson sat fyrir íslands hönd var m.a. samþykkt að Þ skyldi teljast stofnstafur í latínustafrófinu og raðast á eftir Z. Einnig var rætt hvernig fara skuli með Ð en það var 2

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.