Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 3

Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 3
FREGNIR ekki endanlega leyst. Þegar starfi nefndarinnar lauk, var ekki talin ástæða til að þýða Evrópustaðalinn þegar hann kemur út og fjármagn nefndarinnar var reyndar einnig á þrotum. Tækninefnd um þjóðlegar kröfur til upplýsingatækni Fagráð í upplýsingatækni boðaði til stofnfundar tækninefndar um þjóðlegar kröfur til upplýsingatækni, þann 9. nóvember 1994 og var rúmlega 20 hagsmunaaðilum boðið að tilnefna fulltrúa sína í þá tækninefnd, þar á meðal Félagi bókasafnsfræðinga. Verkefni tækninefndar um þjóðlegar kröfur til upplýsingatækni er tvíþætt. I fyrsta lagi að ná samstöðu um þjóðlegar kröfur hérlendis til upplýsingatækni til útgáfu í íslenskum forstaðli og í öðru lagi að kynna niðurstöður innanlands sem utan og koma þeim inn í Evrópuskrá um þjóðarkröfur til UT, bæði á læsilegu og tölvutæku formi. Tilgangur þessa starfs er að íslenskar sérkröfur til upplýsingatækni séu skýrar og upplýsingar um þær aðgengilegar framleiðendum og öðrum sem þurfa af þeim að vita. Markmiðið er að ljúka gerð tillagna að íslenskum forstaðli um þjóðlegar kröfur innan 6 mánaða og kynna þær á opnum fundi í fagráðinu og að fá forstaðalinn samþykktan innan árs og skráðan inn í Evrópuskrá samtímis. Á stofnfundinum kom fram eftirfarandi tillaga um innihald íslenska forstaðalsins: íslenska stafrófið, önnur algeng rittákn og notkun þeirra, tákntöflur, eiginleikar bókstafa, röðunarreglur, umritunarreglur, leiðbeiningar um útlit stafa í leturgerðum, hnappaborð, ritun talna almennt, ritun peningaupphæða, ritun dagsetninga og tíma, skammstöfun á heitum vikudaga og mánaða, mannanafnahefð, orðskiptingar, beygingar og stafsetning og fleiri atriði efástœða er til. Stefanía Júlíusdóttir lektor. Fulltrúi Félags bókasafnsfræðinga í tækninefnd um þjóðlegar kröfur til upplýsingatækni. 3

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.