Fregnir - 01.11.1995, Page 3

Fregnir - 01.11.1995, Page 3
Ný nefnd um gagnagrunn bókasafna Menntamálaráðuneytið hefur skipað nefnd til að gera tillögur um hagkvæmustu leiðina til þess að tengja bókasöfn landsins í stafrænt upplýsinganet og gera þeim kleift að leggja gagnagrunn sinn inn í sameiginlegan gagnagrunn sem væri aðgengilegur öllum lands- mönnum. Þannig yrði leitarhæfni safna bætt, einkum almennings- bókasafna á landsbyggðinni. Nefndin skal taka mið af þeirri þróun sem orðið hefur í tölvu- og upplýsingamálum og þeim kröfum sem þess vegna verður að gera til safnanna. I því sambandi skal nefndin taka til athugunar tillögu að frumvarpi til laga um almennings- bókasöfn frá árinu 1991, sem fyrir liggur í ráðuneytinu, og koma með breytingartillögur þar að lútandi ef þörf krefúr að mati nefndarinnar. Nefndin skal leggja fram fastmótaðar tillögur sem kostnaðarmat fylgi. í nefndinni eiga sæti Hólmkell Hreinsson, Amtsbókasafninu á Akureyri, Hrafn Harðarson, Bókasafni Kópavogs, Þórdís Þorvaldsdóttir, Borgarbókasafni, Þórir Ragnarsson, Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni og Þóra Óskarsdóttir bókafúlltrúi sem er formaður nefndarinnar. Fregnir 3-4/95 3

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.