Alþýðublaðið - 03.09.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.09.1969, Blaðsíða 11
Alþýðublaðið 3. september 1969 11 GRÓÐUR Framhald I bls. 6. nú mest j'afnóðum, sjórinn Skolaði þessu burt, og þegar þurrt er og eitthvað hreyífir vind, þiá er ödkusandrolk þarna úti, og sandiurinn er laus og ekiki sérlega góð festa fyrir rætur. En núna síðustiu ,s'umurin hefur fjöru arfinn vaxið diá!l.(tið (frá, ströndinni inni í hrauninu og ndklkrar smiáplöntur haifa tórt þar af veturinn. — Hafa þessar Surtseyjar plöntur borizt þarna úr eyj- unum í kring? — Það held ég sé noklkurn veginn ömggt, en mosarnir kynnu að hafa borizt að ein- hverju leyti með mönnum til eyjarinnar. — Hefur verið athugað, hvort fræ geti borizt mieð fugílum tii eyjarinnar? — Já, það hetfjur verið gert ein tvö, þrjú vor, og það fundust fræ í noikkrium snjó tittlingam, sum spímnarhæif, og a. m. k. ein tegund, sem ekki vex hér á landi. En mest af þessu hafa þeir get- að tínt í fjörunni í Surtsey og ekfci má leggjla af milkið upp úr þessu eina fræi. Það þanf frelkari athuganir til að iafca atf öll tvímæli í þess- um efnum. — Eru fuglar ndklkuð farn ir að verpa í Surtsey? — Nei, það held ég ekki, en þeir sitja talsvert þarna á sjlávarfclöppunum. Annars er ónæðissamt þarna og sjórinn gusas-t yfir klappirnar, þeg- ar brim er við ströndina. — Hvað he'ldurðu að sé langt þangað til- Surtséy er orðin gróið land'? — Það er efclki gott að segja, en ag miinnsta fcosti nokikrir áratugir. — VIÐ ERUM Franthald úr opnu. skilyrði til þess að það sé hægt er að ekki sé notaður áburður, sem veikir mótstöðu túnanna. ) I i LÍTIL BÚ HAGKVÆM- ARI EN STÓR — Hvað telur þú hentugast fyrir okkur að taka upp, ef reyna á nýjar heyverkunarað- ferðir? — Það eru til margar góðar heyverkunaraðferðir, >ég þori ekki um það að segja, hver er bezt fyrir okkur, en eitt er víst, að við getum ekki verið leng- ur háðir veðri og vindum með heyskapinn. Ég get nefnt sem dæmi, að það ber að leggja stóraukna áherzlu á votheysverkun, sem þegar er þekkt sem góð hey- verkunaraðferð, sé rétt að henni unnið. — Svo vildi ég segja þetta að lokum: Stækkun búa, en um leið fækkun, er ekki sú leið í landbúnaðarmálum, sem verður íslenzku þjóðinni til framdráttar. — í fyrsta lagi eru íslenzkar sveitir nægilega strjálbýlar fyrir, og í öðru lagi eru stór bú með aðkeyptum vinnukrafti að jafnaði ver rek- in en fjölskyldubú. — Á það ber og að líta, að það eru ekki bara 5000 bændur, sem hafa vinnu af landbúnaði. Þeir eru ótaldir, sem hafa vinnu við vinnslu á landbúnaðarafurðum, við verzlun og aðra þjónustu vegna landbúnaðarins, eða m. ö. o., það verður ekki íslenzku efnahagslífi tjil bjargar að leggja landbúnaðinn niður. — VIÐ ELSKUM Framh. bls. 2 Læra börnin einnig af því að heyra foreldrana rífast sín á milli? „Já, innan vissra takmarka. Það væri heimskulegt að reyna að telja börnum trú um, að tvær fullorðnar manneskjur geti lifað saman án þess að verða nokkurn tíma ósammála. Og ef rifrildið keyrir ekki úr hófi, á það að vera skaðlaust. Hins vegar ættu foreldrar aldrei að láta börnin heyra, að þau séu ágreiningsefnið, því að það geta þau notað sér. „Svo er óþarfi að fá sam- vizkubit, þótt maður reiðist öðru hverju við börnin sín. Ef við erum alltaf umburðarlynd og skilningsrík, læra börnin ekki rétta hegðun og geta orðið óþolandi vargar". ORSAKIR ERFIÐLEIKANNA Hvers vegna er svona erfitt að vera foreldrar nú á dögum? Vegna þess að það er stöð- ugt verið að ráðast á foreldra og kenna þeim um alla hluti sem aflaga fara. Það þarf mik- ið sjálfstraust til að halda fast við skoðanir sínar þegar full- yrðingunum rignir yfir mann sinni úr hverri áttinni og hvorki uppeldisfræðingar né aðrir eru sammála jafnvel um aðalatriði. Það er allt í lagi að efast stundum um réttmæti skoðana sinna, en það er ekki gott að breyta uppeldisaðferð- unum í sífellu, því að þannig verða börnin aðeins ringluð og óviss. „Við verðum að kenna börn- unum að vera raunsæ og hegða sér á jákvæðan hátt gagnvart samfélaginu. Við eigum ekki að reyna að láta þau balda, að við höfum enga galla, en við verðum að leggja okkur fram við að sýna þeim hvernig hægt sé að lifa ánægjulega í sam- félagi við annað fólk, hvernig bæði þurfi að gefa og taka, og hvernig það sé að miklu leyti undir okkur sjálfum komið hvort lífið verður okkur gott eða vont. f fyrstu lærir barnið ytri siði og venjur, en seinna skilur það innihald þeirra. Áð- ur en það getur sjálft farið að spila á hljóðfæri, verður það að læra nóturnar“. — Möðruvellir Framhald I 6. síðu. breytast réttu svörin frá ári til árs. Þótt sagan hafi eflaust verið sögð sem spaug um fræðigrein mína, hagfræðina, þá er sterk- ur sannleikskjarni í henni. Þetta er sá þekkingarheim- ur, sem við lifum í. Ýmislegt, sem var rétt í gær, er rangt í dag. Þetta hefur áhrif á hugs- un okkar og starf á ótal svið- um. En á engar stofnanir þjóð- félagsins hefur þetta jafn gagn- ger áhrif og skólana. Engar stofnanir þjóðfélagsins þurfa að taka jafnmikið tillit til þess- arar staðreyndar og skólarnir. Þeir verða að vera í stöðugri endurnýjun, þeir verða helzt að endurfæðast á ári hverju, ef vel á að vera, — ef þeir éiga að geta stuðlað að því, að mann inum og þjóðfélaginu sé beint inn á farsælli brautir í þeim heimi sífelldrar breytingar, sem við búum í. Þegar Menntaskólanum á Akureyri nú bætast Möðruvell- ir til aukins og nýs starfs, á ég ekki aðra ósk betri skólan- um til handa en þá, að skólinn verði aldrei skóli kyrrstöðu, heldur skóli breytingar og þró- unar. Megi hann í sívaxandi mæli auka þekkingu nemenda sinna. En jafnframt óska ég þess, að skólinn minnist þess líka ávallt, að þótt þekking sé mikilvæg, er maðurinn sjálfur gullið, — að fróður maður er því aðeins heill sjálfum sér og hollur þjóðfélagi sínu, að hann sé góður maður. Þess vegna lýk- ég þessum orðum mínum með ósk um, að Menntaskólinn á Akureyri megi ávallt stuðla að því, að ísland eignist æ mennt- aðri, betri og hamingjusamari syni. Gæfa fylgi þessu nýja húsi, Möðruvöllum, eins og hinu eldra. — S. Helgason hí. LAUGARDALSVOLLUR: í kvöld kl. 18.45 leika Valur - Akureyri Mótanefnd. aÚTBOÐi Tilfooð ós'kast í smíði og uppsetningu á íþróttatækjum í f jögur íþróttahús hér í borg. Útboðsgögn eru afWent í skrifstofu vorri gegn 2.000,00 krón!a skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudag- inn 2. okt. 1969 kl. 11.00. innkaupastofnun reykjayíkurborgar Fríkirkjuvegi 3 — Sími 22485- Aðstoðarstúlka óskasit áð Tilraunastöðinni að Keldum. Meinatæknimenntun eða reynsla í rannsókri- arstörfum æskileg. ÚTSALA SUMARÚTSALAN ER BYRJUÐ. KARLMANNAFÖT frá kr. 1.875,00 KARLMANNAJAKKAR 875,00 DRENGJAJAKKAR — — 775,00 STAKAR BUXUR — — 500,00 DRENGJABUXUR — — 290,00 MOLSKINNSBUXUR — — 350,00 TERYLENEFRAKKAR — — 975,00 KVENKÁPUR frá kr. 500,00 KVENREGNKÁPUR Á — 350,00 TELPNAREGNKÁPUR Á — 150,00 TELPNABUXUR frá — 290,00 Gerið góð c kaup -JwcÁt Ármúla 5. £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.