Alþýðublaðið - 03.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 03.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 3. sieptember 1969 aS halda áfram aS lifa eftir ósigurinn en fyrir þau hin. En ég veit, að pabbi er svona, og ég veit líka, að , það getur ekkert breytt honum. Að vissu leyti er ég dóttir föður míns og kannski ! bregzt ég líkt við sorg og gleði og harrn. Wleðan Frið- ‘ mey grét, hélt ég utan um hana og spurði þurrlega: — Hvað átti ég svo sem að gera? Sitja hjá henni j bílnum og drepast líka? Að þú skulir segja annað eins og þetta- sagði Friðmey hneyksluð. [ —En ykkur finst þetta nú samt. Mér er svo sem I sama, hvað þið haldið, sagði ég. — Þetta var slys og ég var hvergi nálæg. Hún var bara svona óheppin og ég var svona heppin. Hvað var hún líka að gera við það að aka um í fjöllurrum þar, sem hún þekkti ekkerf til. Ég var ekki með henni. Hvar varstu þá á meðan? ! — Ég fór til Kaupmannahafnar daginn, sem slys- ið varð. Hvers vegna fórstu ekki aftur til hennar, þegar 1 þú fréttir um slysið? . — Mig langaði ekkert til þess, skal ég segja þér. Ég fór til Svíþjóðar, Noregs, Færeyja og endaði loks aftur í Kaupmanrrahöfn. Ég vissi það ekki, hvað hafði komið fyrir, fyrr en ég fékk skeytið, sem beið mín á hótelinu og ... Ég þagnaði. Þetta var ekki satt. Ekki allt saman. Mér hafði svo sem verið sama um það, hvað kom fyr- ir þau Guðjón. Þau vildu ekki sjá mig, hvort eð var og höfðu aðeins haft mig að skálkaskjóli til að geta ferðazt saman. En ég varð að halda mig frá Guðjóni. Ég mátti ekkert um hann hugsa framar. Hann var lif. andi, en hún var dáin og hann var ekki einu sinni hjá henni, þegar hún dó. — Voruð þið Guðjón að rífast einu sinni enn? spurði Friðmey og horfði rannsakandi á mig. — Já, svaraði ég og sneri mér undan. Ég fann það, að Friðmey stóð og horfði á bakið á mér, og ég vissi um leið, að henni fannst ég alltaf þreytandi, þegar ég vildi ekki trúa henni fyrir á- hyggjum mínum. — Það var leitt, að svona fór fyrir henni, sagði Friðmey, og ég heyrði það á henni, að hún var að reyna að friðmælast við mig. — Hún var svo falleg og hún stóð alltaf ein. Ég hef aldrei getað skilið það, hvers vegna hún vildi alltaf helzt ferðast ein. -— Henni þótti það skemmtilegast, sagði ég. — Það finnst flestum öðrum en þér og Hákoni. Ég get ekki að mér gert. Ég fór að kjökra. Kannski hefur Friðmey fundizt hún skilja mig fyrst núna. — Já, það vorum við Hákon, sem alltaf vild- um ferðast saman, eins og þið Guðjón. Ég skil þig svo vel. Það er orðið alltof mikið um það, að fólk |ári eitt í sumarleyfi og skemmti sér sitt í hvoru lagi. En þú ert gamaldags eins og ég, eisku telpan mín. * Það leið löng bið áður en ég skildi, hvað húrr INGIBJÖRG JÓNSDÖTTIR hafði eiginlega átt við og leit á hana. — Hún var alltaf að fara út með hinum og þessum. Ætli hún hafi ekki farið með einum þennan daginn og öðrum hinn. Ég veit það ekki, ekki var mér boðið með. Ég gat ekki að mér gert. Það runnu heit tár niður kinnar mínar. —■ En ég veit, að hún var ein í bílnum, þegar slysið varð. Hvað vi|tu, að ég segi fleira? — Pabba þínum fannst, að þú hefðir átt að koma heim um leið og þú fréttir um slysið. Það hefði verið ósæmilegt, ef þú hefðir látið þig vanta við jarðarförina, og....verið í burtu. ...og.... Hún þagnaði, og ég vissi, að henni fannst ekki auðvelt að segja þetta við mig. Já, mig hafði ekkert langað að fara til Kaupmannahafnar, hvað þá til Nor- egs og mér leiddist að fara á skíði um páskana. Ég var kannski svona mikill heimalningur, að mér fannst að það væri miklu skemmtilegra að fara á skíði í Kerlingarfjöllum eða í skíðaskálann á ísafirði eða Akureyri. En það var ekki nægilega gott fyrir hana stjúpu mína. Hún vildi heldur skemmta sér erlendis en hérna heima og ég vissi það af gamalli reynslu, að stjúpa mín fékk alltaf sínum vilja framgengt. Það var svo sem auðskiljanlegt, að stjúpa mín vildi helzt hafa mig með sér. Ég gagnrýndi ekki gerð- ir hennar eins og Friðmey frænka hefði gert. Ég gladd ist yfir því, hvað hún var unggæðisleg og góð við mig. Því að það var hún alltaf. — Þið voruð svo góðar vinkonur, sagði Friðmey. — Já, ætli við höfum ekki verið það, svaraði ég og minntist þess, sem á undan hafði farið. Þá varð ég að líta undan. Ég leit út um gluggann. — Hvernig samdi ykkur, þegar Guðjón kom til ykkar? spuröi Friðmey. — Voruð þið kannski orðin ósátt þá? —• Hvílík forvitni! sagði ég og reyndi að gera mér upp hlátur. — Þú gerir mér erfitt fyrir, en ég get samt trúað þér fyrir því, að við vorum hamingju- söm.... Ég gat ekkert að því gert, að rödd mín brast, þegar ég sagði „hamingjusöm." — Og hvað kom svo fyrir? spurði Friðmey. Þessi eilífðar forvitni! hugsaði ég. Ojá, ég vissi það allra manna bezt, hvað Friðmey var forvitin. Ég vissi það og skildi, hvað hún varð glöð og ánægð, þeg ar allir héldu, að ég væri hamnigjusöm og ástfangin. Ég fékk að heyra það úr öllum áttum. Og ekki mun- aði minna um það, þegar ég hafði opinberað trúlof- un mína, og pabbi tók hann sem aðstoðarmann sinn og gaf mér í skyn, að Guðjón gæti með tímanum orð- iö eins konar varaforstjóri og jafnvel meðeigandi, þar sem ég átti hvort eð er að erfa allt draslið. En ég verð að játa það, að mig dreymdi aldrei um að verða þessi fulkomna skrifstofustúlka eða einka- ritari, sem hann hafði lagt aðaláherzlu á að mennta mig í að verða. I I I I I I I , ! I I I I I I I I I Smáauglýsingar TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og viðhaid á txéverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Völíkswagien í allfllestum Iitum. Sklptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrír á- kveðið verð. — Reynlð viðsklptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhrelnsnn. VönduS •g góð vinna. Pantið í tima I síma 15787. BIFREIÐASTJÓRAR Gerum við ahar tegundlr bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Simi 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og gerl við bólstruð húsgögn. Bolstrun Jóns Ámasonar, Skaftahlíg 28, sími 83513. Munið Nýþjónustuna Tek að mér allar minniiháttar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum Ihús'gögnium í heima húsum. — Upplýsliingar í síma 14213 kl. 12— 1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. ——————■——mmmmmmmm— i n. i —■ i ————m M PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Súni 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til lelgu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bílkrana, tll allra framkvæmdá, lnnan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. x Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veltingaskálinn, Gelthálsf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.