Alþýðublaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 20. septemiber 1969 — Nei, svaraði ég. — Ég á ekkert erindi þangað framar. Ég sá það á manninum með trilluna, að'honum fannst ég heldur snögg í svörum og bjóst við því, að hann héldi, að ég hefði lent í einhverjum erfið- ieikum þar eins og á fyrri staðnum. i— Býrðu í Reykjavík? spurði hann. — Nei, svaraði ég, enda var ég ekkert að Ijúga fiúna. Ég á heima á Arnarnesinu. — Utan af landi? i Ég hristi höfuðið. — Hefurðu ekki herbergi einhvers staðar? Ég hristi aftur höfuðið. Vesalirrgs barnið, sagði maðurinn og leit með- aumkunaraugum á mig. — Hvað hefurðu hugsað þér j að gera? Nú vissi ég ekkert, hverju ég átti að svara og þvi sagði ég það fyrsta, sem mér kom til hugar. — Ég er að leita mér að vist. — Það var ágætt, sagði hann. — Ég gætl ! kannski útvegað þér vist hjá frænku minni og frænda. ! Þau voru einmitt að ieita að stúlku. Frændi minn er læknir, og frænka mín vinnur sem aðstoðarkona á stofunni hjá honum, og ég veit, að hana hefur mikið langað til að fá stúlku, sem kynni að búa til mat. Kanntu það? — Ég hef verið á húsmæðraskóla, svaraði ég. Hvar? I Reykjavík? Ég hristi aftur höfuðið. — Ég get fullvissað þig um það, að ég kann bæði að hreinsa, strjúka lín, þvo þvott og elda m3t, þótt ég hafi ekki gert það neitt að ráði síðan ég hætti á....Síðan ég var búin með skólann. Pabbi ’ áleit það nauðsynlegt fyrir hverja eirrustu stúlku að læra hússtjórn áður en hún gifti sig, og þess vegna 1 var ég látin fara í húsmæðraskóla. — Jæja, hvernig lízt þér þá á þetta? spurði hann. ’■ — Eigum við að skreppa þangað og tala við þau? Þau búa í Hafnarfirði. Það nægði mér alveg Það var frekar ólíklegt, að ég mætti mörgum kunningjum mínum í Hafnarfirði 1 og ég sló strax til. En eru þau heima núna? spurði ég. — Frændi er alltaf á stofunni til hálf eitt, og 1 þau eru heima milli hálf tvö og þrjú. Komdu nú. [ 9. KAFLI. ; Það var ekki fyrr en við vorum aftur setzt upp I | bílinn, að ég mundi það, að við vorum orðin dús, eri j ég vissi ekki ennþá, hvað hann hét, og hann vissi [ ekki annað um mig en að ég héti Jóa Jóns. Ég ákvað Smáauglýsingar 17. INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR að gera allt, sem ég gæti til, að hann kæmist ekki að því, hver pabbi minn er, eða að Ingveldur væri frænka mín, því að hana þekkir allur bærinn. — Ég veit ekki enn, hvað þú heitir, sagði ég. — Á ég að kalla þig Manna, eða manninn á triilunni? Hann skellti upp úr. — Eg heiti Tryggvi Sveinsson, en þú mátt kalla mig Manna, ef þú vilt. Andartak hugsaði ég um það, hvernig það væri að kalla hann manna minn, og ég ákvað að halda áfram að kalla hann Manna. Svo hallaði ég mér aftur á bak í sætinu og lét fara vel um mig við hliðina á honum. Því miður tók ökuferðin alltof suttan tíma. Við námum staðar við Ijómandi fallegt einbýlishús á einni hæð með stórum og fallegum garði fyrír utan. Lovísa frænka hans tók okkur opnum örmum og bauð okkur inn í stofu, þar sem þau hjónin höfðu sýnilega verið að Ijúka við að borða. Hann kynnti okkur: — Klara frænka mín, Lúðvík frændi minn, má ég kynna ykkur fyrir Jóu Jóns, — réttara sagt Jóhönnu Jónsdóttur. Þið kannizt víst bæði við hana. Ég kipptist við. Var nú komið upp um strákinn Tuma? Vissi hann allt af létta og hafði aðeins verið að hæðast að mér allan tímann? En bæði Klara frænka og Lúðvík frændi hristu höfuðið. Nei, þau höfðu aldrei séð mig fyrr. Munið þið ekki eftir stúlkunni, sem beit á hjá mér úti á flóa um daginn? sagði Tryggvi hlæjandi. — Þetta er hún sprelllifandi og hana vantar vist. Varrtar þig ekki einmitt vinnukonu, Klara frænka? — Jú, sagði Klara frænka, en ég sá það á henni, að henni var ekkert meira en svo um það að ráða til sín bláókunnuga stúlku, sem gat hvenær, sem var hlaupizt á brott með alla peninga og silfurmuni heim- ilisins. Tryggvi hefur víst líka séð, hvernig henrri leið, því að hann leit á mig og spurði: — Sagðistu ekki hafa verið í hússtjórnarskóla, Jóa? — Jú, svaraði ég. — Hafið þér verið í vist áður? spurði Klara frænka. i . Nei, svaraði ég, — það kom aldrei fil Þess. Eg hef mest verið heima við. — Þykir yður gaman að heimilisstörfum? spurði Klara. — Eg veit það ekki, svaraði ég hreinskilnislega. — Mér þótti þau skemmtileg í skólanum, en ekki eftir að heim kom. Klara frænka og Lúðvík frændi litu hvort á annað og ég sá á Lúðvíki, að hann langaði til að segja eitthvað, en Klara varð fyrri til. — Það eru margar ungar stúlkur því marki brennd ar, að þær eru latar að hjálpa til heima. Eruð þér úr Reykjavík? TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látið fagmann annast vlðgerðir og vlOhaild á tréverkl húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUB! Höfum fyrirliggjandi: Brettl — Hurðir — Véiarlok — Geymslulok á Vollkswagen í allflestum lltum, Sklptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðsklptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. Mun/ð Nýfjjónusfuna Tek að mér allar minniháttar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnum í heima húsum. — Upplýsingar í síma 14213 ki. 12— 1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur • Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgrðf- ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, lnnan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 —■ 31080. Heimasimar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. j VEITINGASKÁLINN, Geithálsi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.