Alþýðublaðið - 22.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 22.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 22. september 1969 — Nei, svaraði ég og ákvað að haida mér sem mest við sannleikann. hingað til hafði ég engu log- ið að þessu fólki, sem virtist mesta indælis fólk. Það var Tryggvi, sem hafði sagt þeim, að ég heti Jóa Jóns. — Voruð þér í vinnu hérna? spurði Lúðvík frændi. Þetta er nú meiri yfirheyrslan, sagði Tryggvi og hló við. — Hérna kem ég með perluna, sem þú heí- ur leitað að með logandi Ijósi og svo má minnstu muna, aíi bú viljir ekki líta við henni fyrr en eftir þriðju gráðu yfirheyrslu, •— Ég skil það afar vel, að það sé ekki hægt að ráða stúlku til heimilisstarfa, sem maður veit eng. ! fn deili á, sagði ég. — En sarrnleikurinn er sá, að ! ég missti nýlega..móður mína. Við vorum mjög samrýmdar. Þetta var nú ekki beint lygi, því að stjúpa mín hafði verið stjúp.móðir mín og ég sleppti þá bara þessu stjúpu á undan. Og samrýmdar höfðurn við alltaf verið, þangað til í Noregi, skömmu áður en hún dó. Eg fann, að ég fölnaði, og ég sá það á augnagot. unum, sem læknirinn sendi konu sinni, að þeim fannst leitt að þau skyldu hafa komið mér til að taia um jafn viðkvæmt mál og dauðsfall. Ég vissi, að Tryggvi horfði líka rarrnsakandi á mig, svo að ég leit á hann og sagði: — Ég veit, að þér fannst ég haga mér heimsku. lega þarna um daginn, en sannleikurinn er samt sá, sem ég sagði þér. Ég synti of langt frá landi og hafði ekki krafta til að komast þangað aftur. — Sagðistu ekki hafa verið að flýja mann? spurði hann. IVlér varð litið á Tryggva, og þegar ég sá stóra-bróð- ur-svipinn sem hann hafði sett upp, skildist mér, að hann leit á mig eins og stóra skólastelpu, alveg eins og Guðjón. Mig sveið það sárt. — Mér virðist þér koma eirrs og guðsgjöf, sagði Lúðvík frændi skyndilega og leit á konuna sína. —• Það er að segja, ef þér eruð vön heimilistörfum og getið ráðið yður í vist á stundinni. — Rétt hjá þér, Lúðvík, sagði Klara frænka. — Við erum aðeins þrjú í heimili, hjónin og Fjóla, dótt- ir okkar, sem er gjaldkeri í Reykjavík. Maðurinn minn hefur stofu þar líka, og við erum sjaldan heima á ! daginn. Vinrrutíminn verður hins vegar dálítið óreglu- legur. Við borðum venjulega morgunverð klukkan ! hálf níu, eftir það hefur maðurinn mínn símaviðtals- ! tíma frá níu til tíu og við getum hjálpazt að víð verk- í [ in. Matartími er frá eitt til hálf-tvö eða þar um bil og v I okkur þykir báðum gott að fá heitan mat f hádeginu | en aftur snarl á kvöldin. Þér fáið sérherbergi með 18. INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR baði í hinni álmu hússins og alveg með sérinngangi. Frí öll kvöld en leyfi til að hita yður kaffi og ganga í ísskápinn, ef þér hafið ekki hátt eftir miðnætti. já, og svo auðvitað einn frídagur í viku og þér getið farið í bæir.n eins og yður sýnist, ef þér bara hugsið um verkin hérna. Eiginlega eruð þér frekar ráðskona hér en vinnustúlka. Og launin. ... — Eigum við ekki að ákveða þau, þegar þið sjáið, hvort ég er nokkurs virði? spurði ég og brosti út í annað munnvikið. Hingað til höfðu allir viijað ráða því, hvert ég færi og hvað ég gerði, og samt virtist enginn vilja hafa mig, því að altir gerðu sitt bezta til að losna við mig. Pabbi sendi mig á heimavistar- skóla og skóla erlendis á sumrin, frænka vildi endi- lega gifta mig, og Guðjón hafði hæðzt að mér. Kannski ég væri komin á mína réttu hillu sem vinnustúlka hjá þessu fólki, sem mér leizt raunar vel á. Nei, ég vildi ekki fastráða mig til eins eða neins, aðeins vera ráðin til reynslu. — Og í herberginu er fataskápur, hægindastóil. lítið borð, skrifborð og útvarp að svefnsófanum ó- gleymdum. Ef yður vantar rúmföt, getið þér fengið þau hérna. — Þakka yður fyrir, sagði ég kurteislega. — Á eg þá ekki að byrja að vinna? Klara frænka leit á kjólinn minn og bauðst á stundinni til að lána mér slopp, sem ég þáði. Síðan var mér sýnt herbergið mitt og litla baðið, sem fylgdi og afhentur lykillinn hátíðlega og boðirr bíl- ferð til bæjarins til að sækja fötin mín. Ég sagðist heldur vilja fara þangað sjálf, fyrst kvöldmaturinn væri ekki fyrr en seinna um kvöldið. Ég sá það á augnagotunum, sem þau hjónin sendu hvort öðru ,að þau voru sannfærð um, að það færi lítið fyrir föturrum þeim og ég heyrði, að Klara frænka spurði Tryggva, meðan ég var að hita kaffið: — Ætli hún hafi ekki hlaupizt að heiman? Þetta er nú bara barn. Heldurðu, að henni sé treystandi? — Ég geng í ábyrgð fyrir litla skinnið, sagði Tryggvi. — Ég get ekki að því gert, að ég kenni svo í brjósti um hana. Ekki nema það þó! Að kenna í brjósti um mig! Ég bar kaffið pent á bakka, sem ég hafði skreytt með hvítum dúk, sem ég farrn í einni skúffunni og fékk bæði þakklæti og bros fyrir. Þau voru að flýta sér hjónin og Tryggvi varð þeim samferða. Síðustu orð Klöru frænku voru: — Það eru afgangar og snarl í ísskápnum. Ég var búin að kaupa inn. Brauðið er í brauðskúffunni. Góða, leggið nú ekki of hart að yður. Fjóla kemur heim fyrir sex, og hún segir yður, hvar allt er. I I I ! I I I I ! ! I I I I I I I I I I I Smáauglýsingar TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og vlðhald á tréverld húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra húsnæði. — Súni 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Brettl — Hurðir — Véliarlok — Geymslulok á Volkswagen í allflestum litum, Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynlð viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. Munið Nýþjónustuna Tek að mér allar minniháttar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnum í beima húsum. — Upplýsingar í síma 14213 kl. 12— 1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgrðf- ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, lnnan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 —- 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. VEITINGASKÁLINN, Geitháísi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.