Alþýðublaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 9
Alþýðublaðið 23. september 1969 9 Höfundur: Matthías Johannessen Leiksfjóri: Benedikf Árnason Leikmynd og búningar: Lárus Ingélfsson andrúm leiksins og orðræður persónunnar sviðinu. Á hinn bóginn er svo saga Mariu, ,,vandræðastúlkunnar“, og þá fyrst og fremst dvöl hennar á hælinu og viðskipti hennar við konurnar tvær sem þar ráða húsum. Þessi seinni þáttur á, að mér finnst, að vera þunga- miðja verksins, ádeilukjarninn í því, en þar fer flest úrskeið- is: vandamálið hverfur einsog dögg fyrir sólu vegna þess að dvöl stúlkunnar á hælinu staf- ar af tómum misskilningi, og hún strýkur heim með plagg unpá vasann þess efnis, að hún sé 16 ára, sjálfráða og því und- anþegin siðgæðisgæzlu hælis- ins. Ennfremur spillir það hæl- isþættinum til öiuna, að um- sjónarkonurnar eru gersneydd- ar nokkrum mennskum drætti og vekja því hvorki áhuga né skapa sannfærandi andstæðu við fjölskylduna, sem er í flestu tilliti ákaflega mennsk ■ □ Þjóðleikhúsið hóf starf- semi sína á þessu hausti með frumsýningu á nýju leikriti eft- ir Matthías Johannessen, sem hann nefnir „Fjaðrafok". Leik- ritið mun hafa verið fullæft á liðnu vori, en varð þá að víkja fyrir „Fiðlaranum á þakinu'V sem lagði undir sig öll sýningar kvöld vormánaðanna. „Fjaðrafok“ er að sögn höf- undar „leikrit um nútímafólk og nútímavandamál“, þar sem íýst er högum fjölskyldu sem lent hefur skuggamegin í til- vérunni, er áttavillt og í upp- lausn vegna drykkjuskapar og ístöðuleysis heimilisföðurins. Við sögu koma þrjár kynslóð- ir, gamli maðurinn (slíkir menn virðast vera orðnir eftirlætis- viðfangsefni íslenzkra leikrita- höfurída), sonur hans drykkfelld ur og tengdadóttir, sem er óbyrja, og loks sonardóttirin, sem er að leggja útá hála braut lífsins með það vegarnesti upp- gjafar, sorafengins munnsafn- aðar og tilfinningasljórra við- bragða, sem hún hefur verið alin við. Inní líf þessarar fjöl- skyldu er svo fléttað opinber- um afskiptum ríkisvaldsins, og hillir þar undir Bjargsmálið, sem frægt varð á sinni tíð. Höf- undur hefur raunar opinber- lega neitað, að Bjargsmálið komi neitt verulega við sögu, en þeir sem fylgdust með skrif- um yirí'það, ekki sízt í blaðinu „Ostran,“ hljóta að sjá æði- marga snertipunkta, og er ekk- ert við því að segja. Hví skyldi ekki mega nota svo upplagt mál til uppistöðu í leikriti, ef það þjónar listrænum eða ié- lagslegum tilgangi höfundarins? í „Fjaðrafoki" virðist mér höfundurinn gera þá megin- skyssu að reyna að skrifa sig frá Bjargsmálinu, gera vanda- málið „algilt“ og óstaðbundið, sem leiðir til þess eins að það verður loftkennt og einhvern- veginn án tengsla við veruleik- ann. Ég hafði aldrei á tilfinn- ingunni á sýningunni, að verið væri að fjalla um vandamál lifandi fnanna, þegar fjallað var um hælið og það sem því heyrði.' Og er þá komið að hinum raunverulega bresti leiksins, sem að mínum skilningi er í því fólginn, að hann fjallar um tvö lítt skyld efni, sem aldrei ná að samtengjast eða mynda eina heild. Annarsvegar fjallar hann um Theófílus gamla í svipuðum dúr og fjallað var um Jón gamla í samnefndum einþáttungi: þar nýtur hægur, skáldlegur og orðmargur stíll Matthíasar sín vel, en fram- vinda er engin, heldur ráða og jarðbundin. Magnleysi ádeilunnar í leik- ritinu stafar að mínu viti eink- um af því, að höfundurinn hef- ur ekki gert sér nægilega Ijósa grein fyrir, á hvað hann er að ráðast. Hann víkur að vísu að „ríkinu“, „því opinbera", ,,topp- unum“ og „þeim þarna uppi“, en það kemur hvergi. ótvírætt fram, að sökin liggi hjá þess- um óskilgreindu aðiljum. Er hann að beina skeytum sínum að íslenzka ríkisvaldinu Og meðferð þess á félagsmálum — eða eru það borgaryfirvöld- in eða barnaverndarnefnd? Áhorfandinn fær ekki úr bví skorið, og fyrir bragðið verð- ur ádeilan almenns eðlis 'að svo miklu leyti sem hún bein- ist ekki að áðurnefndum mis- skilningi; hún verður fremur leikur með orð og hugmyndir en könnun á ákveðnum og áþreifanlegum félagslegum að- stæðum. Barátta litlu manneskj unnar við stóra þjóðfélagið verður marklaus nema reynt sé að skilgreina, hvar og hvernig þjóðfélagið og máttarstólpar þess misbeita valdi sínu og ganga á rétt lítilmagnans. Eng- inn efast um, að slík misbeiting eigi sér stað, og það í ríkum mæli, en höfundur, sem vill koma á framfæri alvarlegri eða tímabærri ádeilu, verður að sýna hvað fyrir honum vakir. Í Undir leikslok er Theófílus gamli látinn segja við sonar- dóttur sína, að landslög séu sett svo að hinir sterku í þjóðfél.ig- inu fái brotið þau. Þetta er vissulega satt bæði um íslenzkt þjóðfélag og mörg önnur, en í „Fjaðrafoki“ er það einungis staðhæft, en hvergi sýnt, og þar liggur veilan. Þetta má raunar í öðrum skilningi segja um leikritið í heild. Þar er fyrst og fremst verið að segja sögu eða sögur, en ekki að sýna leik. Ein af grundvallarreglum hefðbundins leikhúss (og ,,Fjaðrafok“ er hefðbundið verk) ' er sú, að leikrit hafi fastmótaða bygg- ingu, upphaf, miðbik og úr- lausn, og að milli þessara þátta séu sterk lífræn tengsl sem haldi unpi spennu sýningarinn- ar. Að mínu viti var þessi spenna hvergi fyrir hendi í sýn ingunni og úrlausnin varð sem fyrr segir afhjúpun slysni, sem alla getur hent. Orð eru, þó kynlegt kunni að þykja, eitt varhugaverðasta tjáningarmeð- al hvers leikritahöfundar. Þau geta verið góð, sönn og falleg, þegar þau eru lesin eða sögð, en séu þau ekki í lifrænum tenglsum við leiksviðið og at- höfnina sem þar fer fram, fær engin andagift gætt þau lífi eða lit. Á þessu flaska margir skáldsagnahöfundar sem fara að semja leikrit, og á þessu hef- ur Matthías einnig flaskað, þó hann fáist ekki við skáldsagna- gerð. Þó „Fjaðrafok“ sé gallað leikhúsverk, eru í því bjórar að svo miklu leyti sem a.rn.k. þrjár persónur eru lífi gæddar. Theófílus gamli, Jón sonur hans og Listalín tengdadóttir hans eru hvert með sínum hætti lifandi manneskjur. Þó Theó- fílus sé í mörgum greinum mjög áþekkur Jóni gamla, hef- ur hann sín ótvíræðu einstak- lingseinkenni, sem Valur Gísla- son dregur fram á nærfærinri og næmlegan hátt, þannig að gamli maðurinn fær allskýrar útlínur, Sama er að segja um Jón, drykkfelldan, bældan og sauðmeinlausan. Rúrík Haralds son gerði honum mjög góð skil, bæði í ölæðinu, þegar mann- dómurinn vaknaði sem snöggv- ast, og í algáðu ástandi, þegar hann verður brjóstumkennan- leg rola. Vakti túlkun Rúrik3 víða kátínu. Herdís Þorvalds- dóttir fór með hlutverk eigin- konunnar, lífsþreyttrar, nöldr- andi og sístai’fandi, og sýndi góðan skilning á kjörum henn- ar og sálarlífi. Valgerður Dan lék hlutverk Maríu, „vandræða stúlkunnar", og dró upp geð- fellda mynd af henni að svo miklu leyti sem hún fékk tóm til að leika fyrir látlausum hlaupum fram og aftur um svið ið. I gervum umsjónarkvenn- anna voru Bríet Héðinsdóttir og Þóra Friðriksdóttir, en þeim gafst hvergi færi á að rýna leikræna tilburði, því persón- urnar eru frá höfundarins hendi lífvana og ómennskar. Baldvin Halldórsson lék full- trúa unglingaeftirlitsins, furðu- lega farsafígúru, sem ekki varð til að Ijá verkinu heillegri svip. Að mínum dómi var fyrsti þáttur heilsteyptastur og hefði getað orðið inngangur að fróð- legri könnun á kjörum ógæfu- barna þjóðfélagsins, en í öðr- um þætti tekur verkið að riðl- ast með tilkomu hinna einkenn- isbúnu kvenna, og uppfrá bví eykst glundroðinn stig af stigi. Benedikt Árnason setti „Fjaðrafok“ á svið og hefur margt betur gert um dagana. Fllaup Valg. um sviðið hljóta að skrifast á hans reikning, en þau voru mér ráðgáta — nema þeim hafi verið ætlað að fela fátæklegan texta hennar. Hræðslan, sem grípur hana þeg- ar minnzt er á hælið í öðrum þætti, er aldrei skýrð í leikrii- inu, og „handtaka" hennar í sama þætti er einkennilega ósannfærandi. Heimsókn fjöl- skyldunnar á hælið seinna í leikritinu, utan heimsóknar- tíma, og langar fjarvistir um- sjónarkvennanna eru önnur dæmi um ófullnægjandi leik- ræna og listræna rökvísi. Og ekki má gleyma „effektunum“, sem voru bæði óvandaðir og afkáralegir. (t Leikmynd og búriingar Lár- usar Ingólfssonar eru vandað verk í sósíalrealískum stíl, þó mér og fleirum væri raunar ráðgáta, hvaða hlutverki stiginn hjá salerninu átti að gegna í leiknum. Meginljóðurinn á „Fjaðra- foki“ er að mínu viti skortur á listrænni rökvísi og hnitmið- un. Úr því hefði kannski mátt bæta með því að fjalla bein- línis og umbúðalaust um Bjargsmálið, en einsog verkið kemur fyrir nú er hælisþáttur- inn veikasti hlekkur þess. Sigurður A. Magnússon.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.