Alþýðublaðið - 27.10.1970, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.10.1970, Blaðsíða 2
Gvendur ! X X l X X I ( otuskilii sem enginn geiur iesið. Yiirvöld sem eru. utanveltu I daglegu lífi. Strætisvagiistjórar hætti að’ Italla upp götur. Sýstumenn eru margir líka héraðsdómarar, fer það ekki illa saman? Q RA-101 skrifar mér eftirfar andi: „Þegar maður gengur eða ekur iiniþessa borg, og sér göiu skiltin, og götunúmerin( gæti maður látið sér til hugar koma, að þeir, sem stjórna borginni, hefðu enn ekki uppgötvað að' að alfarartaekið er nú bifreiðin, en ekki hestvagnarnir. Götuskillin erUi kannski á einu götuhorni af fjóiuni, þau eru hingað og þang að á húsunum, og alla jafna svo iilá, sett og smá, að erfitt er að koma auga á þau. Ef maður ek- ur í bíl og þarf að skyggnast um eftir götunni, sem leiðin á að liggja til, verður maður að hægja á eða allt að því stöðva bífreiðina á götuhorninu til að skima og' leita að götunafninu. Þetta er allt annað en hæítu- laust. / EKKI TEKUR BETRA við, þeg ar finna skál ihúsnúmerið. Það iþarf ekki að lýsa iþessu nánar, þettá Vita allir, sem um þennan 'þæ þurfa að fara, nema þeir sexú þessum málum ráða. Það er reyndar. stórfurðuiegt margi í ráðkrnennskunni. ihér hjá yfir- völdunum, svokölluðu, og engu lífcára,. en iþessir menn séu ut- anveltu í daglegu lífi, ahugalaus ir, sljóir og framtalcslausir. Það er 'krafa þorgaranna, að þegar ■---1-------------------—------- Smurt brauð Brauðtertur Snittur SNACK BÁR Laugavegi 12S 'viS Hleinmtorg) séu sett upp götuskilti, svo stór og læsileg, að jafnvel akandi maður geti ikomið auga á þau um leið og ekið er, og sama verð ur að gilda um húsnúmerin. I ÞETTA ER ALLT eins og það var fyrir meira en mannsaldri, fyrdr tiikomu bílanna. Það er ilLmögulegt að rata um bæinn, bæði fyrir gangandi menn og akandi. Hvað á þetta lengi svo til að ganga? Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst, að það er ekki hættulaust, að iþurfa að rápa hornanna á_ milli á fjöl- förnum gatnamótum til að leita að götuskiltum eða stöðva þar bíl til að gá í krdngum sig. Og hvimleitt er að þui'fa að reika um garða og húsasund, jafnvei í myrkri, tii að leita að hús- numeri. t AN-NARS ER HART. að borg- ararnir stcuii þurfa að iliggja í blaðaskrifum til að vckja emb- ættismenn borgarinnar og relca þá til að gera svo sjálfsagðar umbætur og. þær sem hér um ræðdr. Hér hefur ekkert breytzt á þessu sviði síðan um aldamót. Það er sami sofandahátturinn. í strætisvagnasamgöngunum, þvi nú eru vagnstjórarnir hættir að kalla upp götunöfn, þegar stanz- að er. Allir eiga víst að þekkja hverja götu og. vera fæddir með þeim ósköpum að rata um alla Reýkjavík, jafnt aðkomnir sem búandi hér. —1 RA-101“. ÉG BIRTI bréfið frá RA-101 með mikilli ánægju; ég hef sjálf ur furídið að sumu af þessu áð- ur. Sérstaklega er einkennifegt með götuskiltin sem enginn get ur lesið utanaf. götu. Húsnúmer er ó’ft. betra að sjá Iþví margir húseigendur íhafa hirðusemi á að setja luktir með númerinu yfir bæjardyr sínar. MÉR HEFUR borázt b'eiðni um að ræða svolítið dómarastörf. Á það er bent að héraðsdómarar út á landi séu víða þingmenn líka, og verði að skoðast erfitt áð sameina það tvennt svo vel sé. Eins og allir vita mega hæsta réttardómarar ekki hafa afskipti af stjórnmálum, en dálítið finnst mér hai'kalegt ef banná ætti öll um hé'raðsdómurum Iþað lílca. H.itt. er annað mál að atkvæða- veiðar og dómarastörf fara illa saman, og úr því fréttamenn út- varps og sjónvarps mega ekki koma fram rétt fyrir kosningar ■ef þeir eru í kjöri iþá held ég eins megi hreyfa eitthvað við blessuðum sýslumönnunum. En elcki er iausn málsins sú að að- skilja dómsvald og umboðs- stjórn algerlega, skipa héraðs- dómara í hvex-ju kjördæmi og banna þedm a. m. k. yfirhéraðs- dómurum, að standa í pólitísku þrasi opinbei'lega? — 2 ÞRIÐJUDAGUR ,27. OKTÓBER 1970 ELZTI MAÐUR HEIMS RÚSSINN Sjiali Mislimov var sjö ára gamali þeg-ar her Napóleons beið sinn mikia ósigur í Moskvu. Og þegar stríðið á Krímskaganum brauzt út árið 1853, var Jiann orðinn of gamall til að gegna herþjónustu — 46 ára. Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst, var hann 100 ára gamall, og þegar síðari Iieimsstyrjöldin bófst, hafði hann þegar vak- ið furðu lækna og vísinda- manna víða um veröld. Og fyrir nokkrum dögum átti hann 165 ára afmæli. Samkvæmt sovézkxun heim- ildum er hann elzti máður heims. Hann á lieima í borg- inni Barsavu í Kákasus- fjöllunum ekki langt frá heimili „Iitlabróður“ síns sem svo er oft kallaður í gamni. Sá heitir Sjiritsj Gasanov og er ekki nema 153 ára. Báðir eru þeir við beztu heilsu og enn vinnufaerir. Gasanov á að baki rúmlega 100 ára starfsævi scm fjár- hirðir. 'Ilann hefur verið mestan tíma lifs síns undir beru lofti og ætlar að halda því áfram. Þegar hann er ekki að gæta fjárins, sefur hann á svölum húss síns vet* ur, sumar, vor og haust. Mislimov hefur fengið fjölda af bréfum frá vísinda- mönnum og leikmönnum um allan lieim sem vilja vita hvernig hann hefur farið að því að lifa svona vel og lengi. Svar hans er einfait: Reglu- bundið starf, ferskt fjallaloft og hófsemi í mat og drykk. Hann er Iíka fjárhirðir eins og Gasanov, svo að það má sennilega mæla með þeirri vinnu ef menn liafa löngun til að verða- gamlir án þess að þjást af ellihrumleika. Mislimov rís úr rekkju fyr- ir sólarupprás á hverjum morgni og gengur út í garð- inn. Síðan fer hann að gæta lijarðar sinnar. í æsku var hann kunnur sem leiknasti reiðmaður héraðsins, en nú hregður hann sér sjaldan á hestbak, þótt það komi fyrir. Báðir eru þessir heiðvirðu öldungar þríkvæntir. Eigm- kona Mislimovs er „bamung“, 10 árum yngri en eiginmað- urinn, sem sé aðeins 95 ára. Böm, barnaböm og barna- hamahörn eru komin upp í 208 alls. Mislimov hefur einungis tvisvar farið að Iieiman á þessum 165 árum sem liann hefur lifað lífi sínu þarna uppi í fjöllunum. Fyrir skömmu var hann fenginn til höfuð- borgar Aserbejdshans í því skyni að undirgangast ræki- lega Iæknisskoðun. Hraustur maður á fertugsaldri hefði mátt vei við una ef hann hefði fengið sama úrskurð: Heilsa prýðileg, blóðþrýsting- ur 125, æðaslög 70—72 á mínútu. ★ Samþykkt Álþýðuflokksþings um VARÐVEITA F lYGGJA ANNAR IILTJTI í stjórnmála- Myktun 33. flokksþings Al- þýðuflokksins fjallar um utan- ríkismál. Þar eir sérstök áherzia lögð á þátt íslands í stairfi Sam- einuðu þjóðanna ainnars vegar og samviimm Noi“ðurlanda hins vega'r. Einnig lýsi'r flo'kksþingið fylgi sínu við stóraukna aðstoð við þróunarlöndin. Ályktunin um utanríkismál fsr hér á eftir. „33. flokksþing Alþýðu- flokksins lýsir yfir stuðningi við Sameinuðu þjóðimar og hug 'sj ónir þær, s'em þær voru stofn- aðar tii þess að framkvæma. Flokksþingið teiur, að Samein- uðu þjóðirnar þyrftu að hafa mum styrkari aðstöðu en þær hatfa til þéss að vai’ðveita frið í h'eiminum, ti’yggja manra’étt- indi, þar sem þau eru nú fót- um troðin, og vinna ge'gn fá- taekt og menntunarskorti. Flokksþingið lýsir yfir fylgi við Norðui’landaráð og norræna samvinnu, og telur þá samvinnu einn af hornsteinum utanrikis- stefnu íslendmga. Flokksþingið lýsir yfir fylgi við Atlantsbafsbanda'lagið og telur reynslunia hafa sannað rétt mæti þess, iað því var kom- ið á fót, enda hefur eftir stofn- un þess skapazt valdajafnvægi í Evrópu. Varðandi dvöl varn- arliðsdns í landinu vekur flokks þingið lathygli á, a'ð hún er óháð þátittöku í Atlantshafsbamdalaig- inu og er timabundin ráð'stöf- un. Flokksþingið telur það eitt mikilvægasta mál þjóðarinnar nú um þessar mundir, að vernd- un fiskistofnanna við landið sé aukin og að íslendimgar öðlist yfirráð yfir- öllu landgrunninu. Flokksþingið fordæmir nýlendu stefnu í sérhvei-ri mynd og að- sldlnaðarstetfnu kyniþátta. Flokksþingið lýsir fylgi sínu við stóraukna iaðstoð við þró- unarlöndin og hvetur íslenzk' stjórhvö'ld til þess að koma á fót sérstökum sjóði í þsssú skyni. i Flokksþimgið hvefur til þess, að tafarlaiusir friðars’aimnin'gair verði gerðir í Vietnam og að atf- þjóðlegt hierlið taki við friðar- gæzlu í landinu, meðan þess ev þörf. Flokksþingið fordæmir innrás fimm Varsjárband'alagsríkja undir forystu Sovétríkjanna í Tékkóslóvaldu og atfskipti Sov- étríkjanna atf i'mnanlandsmálum í Tékkóslóvakíu. Flokksþingið fordæmir eiin- ræði herforingjastjórnarinnar í Grikklandi, sem og einræði hvar sem er í heiminum. Flokksþingið hvetur til þess, að varanle'gur friður verði 'saiminn í Auáturlöndum nær og sé þá öryggi ísraiels tryggt, en Arabar studdir til þess að bæta efnah'ag sinn og lífskjör. Fiokksþingið t'elur rétt, að Alþýðulýðveldið Kína tfái inn- gömgu í Sameinuðu þjóðirnar, en Formósa Verði þar átfram.1*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.