Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 holumpr i raáli Guðmurjar Ama Eítir atburðarás gærdagsins, þar sem skýrsla Ríkisendurskoðunar komst í fyrsta skipti formlega í um- ferð, eru menn sannfærðir um að einungis sé spurning um klukku- stundir þangað til Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráð- herra segir sig úr ríkisstjórninni eða verði að öðrum kosti gert að víkja. Um miðjan dag fengu þeir Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Oddsson skýrslu Ríkisendurskoðunar í hend- ur. Alþýðuflokksmenn frestuðu þingflokksfundi sínum sem vera átti klukkan fjögur og þeir Jón Baldvin, Sighvatur og Össur Skarphéðins- son héldu til fundar. Guðmundur Árni hélt hins vegar út í félagsmála- ráðuneytið þar sem hann dvaldist fram á níunda tímann í gærkvöld. Á þeim tíma fékk hann meðal annars heimsókn ffá fulltrúum Ríkisendur- skoðunar. Ráðherrarnir fengu tíma fram á kvöld til að fara yfir skýrsl- una og gera athugasemdir við inni- hald hennar. 1 dag verður hún lögð fram í endanlegri mynd þó ekki sé gert ráð fýrir að þingmenn fái að sjá hana fýrr en á föstudag. Eftir því sem næst verður komist eru engin sláandi ný sannindi í skýrslunni, „en hún dýpkar sumar holurnar í máli Guðmundar Árna,“ eins og einn þeirra, sem kunnugt er um innihald hennar, komst að orði. Það er hins vegar orðið ljóst, að efni hennar skiptir ekki öllu máli úr þessu, - ákvörðun í máli Guð- mundar mun fyrst og fremst byggj- ast á pólitískum grunni. Skýrslan rennir stoðum undir fram komnar ásakanir án þess að benda á nein lögbrot; eftir sem áður verður að leggja siferðislegan mælikvarða á störf ráðherrans, auk þess sem stór hluti ásakana tekur til starfa utan eftirlitssviðs Ríkisendurskoðunar. Guðmundur telur að allir finni eitthvað við sitt hæfi i skýrslunni I samtölum við samherja - eftir að Guðmundur Árni hafði séð skýrsluna - sagði hann efnislega á þessa leið; ég gat ekki búist við því betra, en ég geri ráð fýrir að allir finni þarna eitthvað við sitt hæfi. Reyndar vildu aðrir halda því ffam að ráðherrann hefði ekki lagt fylli- lega rétt mat á skýrsluna; hún væri alvarlegri en hann taldi. í samtali við MORGUNPÓSTINN í gærkvöld vildi Guðmundur ekkert tjá sig um málið - sagði einfaldlega: „Það er gott í mér hljóðið." Eftir sem áður stendur að það er vafamál hve mikla stjórn Guð- mundur kemur til með að hafa á at- burðarásinni. Það er kannski lýs- andi að hinir þrír ráðherrar Alþýðu- flokksins voru á sérstökum fundi á meðan Guðmundur Árni hélt sig í félagsmálaráðuneytinu. „Menn þurfa ekki að vera á sama fundi til að vera í góðu sambandi,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurð- ur um þetta atriði. Sjálfstæðismenn héldu þing- flokksfund í gær og var það niður- staða þess fundar að forsætisráð- herra skyldi leiða málið fýrir hönd Sjálfstæðisflokksins, þó ofsagt sé að hann hafi fengið formlegt umboð til þess að ljúka málinu, eins og margir vildu meina í gær. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa margir sagt að þessu máli verði að ljúka og sífellt stærri hópur þeirra mun vera búinn að gefa upp að þeir greiði atkvæði gegn Guðmundi ef vantrauststillaga kemur aftur til kasta Alþingis. „Það er öllum ljóst að þessu verður að linna,“ sagði Salome Þorkelsdótt- ir, forseti Alþingis, og í sama streng tóku aðrir þingmenn sjálfstæðis- manna sem eru þó í stífu „fjölmiðla- bindindi“ í þessu máli eins og Eyj- ólfur Konráð Jónsson sagði í gær- kvöld. Þá má geta þess að stórsigur Árna Mathiesen í prófkjöri sjálf- stæðismanna á Reykjanesi er talinn skipta máli varðandi afstöðu Sjálf- stæðisflokksins þar sem Mathisen- arnir eru í harðasta andstæðinga- hópi Guðmundar Árna. Þess má reyndar geta að formað- ur framkvæmdastjórnar Alþýðu- flokksins, Guðmundur Oddsson, hafði svipað á orði og Salome. Hann vildi þó hvorki játa né neita þeim heimildum sem sögðu að fram- kvæmdastjórn flokksins hefði feng- ið loforð um að ekkert yrði gert án samráðs við hana. Því hefur verið fleygt að kallaður verði saman sam- eiginlegur fundur þingflokks og framkvæmdastjórnar innan skamms. Jón Baldvin friðar menn Guðmundar Stuðningsmenn Guðmundar Árna hafa löngum kvartað yfir framgöngu formanns flokksins í þessu máli. Reyndar var komið ann- að hljóð í þá eftir ræðu Jóns Bald- vins í þinginu í gær effir að Guðni Ágústsson dró til baka beiðni um utandagskrárumræðu vegna óljósr- ar stöðu félagsmálaráðherra eins og Guðni kallaði það. Brást Jón Bald- vin ókvæða við þessu á þingi. Samkvæmt áætlunum Alþýðu- flokksmanna á prófkjör að vera á Reykjanesi í lok janúar. Það sem menn óttast nú mest er að þrjú framboð Alþýðuflokksins verði í þessu sterkasta vígi flokksins. Benda menn á að ef formanni flokksins á að vera unnt að halda honum í sæmilegu horfi við komandi átök við klofningsframboð Jóhönnu Sigurðardóttur verði hann að tryggja að úrsögn Guðmundar Árna kosti ekki þriðja framboðið á Reykjanesi. Sveitarstjórnarmaður á Reykja- nesi sagðist í gær óttast það mest að sérffamboð Guðmundar bættist við eftir að honum hefði verið vísað úr ríkisstjórninni. Ljóst er að Guð- mundur Árni nyti víðtæks stuðn- ings krata í Hafnarfirði ef hann færi í framboð, en tooo flokksbundnir kratar þar ættu að tryggja honum öruggt sæti á þingi. Þetta er formað- ur flokksins að reyna að koma í veg fyrir. -SMJ/PJ/JK Helgi Pétursson situr íyrir Framsókn í ýmsum nefndum R-listans Siðferðislega á hann að segja af sér strax segirSigrún Magnúsdóttir. Sigrún Magnúsdóttir, formað- ur borgarráðs, tekur undir ummæli Halldórs Ásgrímssonar, for- manns Framsóknarflokksins, í gær. Þar sagði Halldór að sér þætti eðli- legt að Helgi Pétursson segði sig úr þeim nefndum sem hann sæti í á vegum Framsóknarflokksins, þar með talinni nefndarsetu á vegum R- listans, þar sem hann hefði nú formlega sagt sig úr Framsóknar- flokknum. Sigrún tekur undir þessi um- mæli. „Ef maður setur sig í spor þess sem segir sig úr Framsóknar- flolcknum finnst manni náttúrlega Helgi Pétursson „Vissi ekki að til stæði að brjóta R-listann upp í frumeindir flokkanna." siðferðislega eðlilegt og rétt að maður sitji ekki í nefndum áfram fyrir sama flokk.“ Og þú gerir engan greinarmun á nefndarsetu fyrir Framsókn og Reykjavíkurlistann hvað þetta varð- ar? „Jú, þarna er munur á. Reykjav- íkurlistinn er auðvitað stjórnmála- afl fjögurra flokka sem hafa tekið höndurn saman og er þannig einn listi og þar situr Helgi auðvitað áfram sem fyrsti varaborgarfulltrúi þrátt fyrir úrsögnina.“ Helgi, sem er formaður ferða- mála- og menningarmálanefndar borgarinnar, er ósammála þessu mati Sigrúnar. „Þótt ég hafi sagt mig úr Framsóknarflokknum er ég áfram dyggur stuðningsmaður R- listans og var í framboði fyrir hann í síðustu kosningum. Ég hef ekki gengið í lið með andstæðingum þess lista og enginn frá þeim iista hefur farið þess á leit við mig að ég víki þar sæti.“ Helgi furðar sig á þessum um- mælum og segist hafa haldið að listinn ætti að vera sameiginlegt stjórnmálaafl. „Ég vissi ekki að til stæði að brjóta það afl upp í frum- eindir flokkanna," sagði Helgi. -Bih Sigrún Magnúsdóttir „Hvað nefndarsetuna varðar er hann hins vegar í sæti Framsóknar ef svo má segja og sem slíkur hefur hann ekki lengur umboð flokks- ins enda tilheyrir hann honum ekki lengur.“ Hvað hyggst þúgeraef Quðmundur Ami vflair úr embætti? Gunnlaugur Stefánsson „Afsakaðu, ég tala ekki við Morg- unpóstinn vegna þess að hann seg- ir ekki satt. Hann fer rangt með, ég treysti honum ekki og ég bið ykkur í guðanna bænum að hafa ekki sam- band við mig. Þakka þér samstarfið og vertu sæll.“ Jón H. Karlsson „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar hefur verið birt.“ Hver yrðu þín viðbrögð ef til þess kæmi? „Ég hef nú minnstar áhyggjur af því. f þessu máli ætla ég ekki að gerast neinn spámaður og ráðlegg mönn- um að þíða eftir niðurstöðum þess- arar skýrslu sem þeðið var um.“ Ingvar Viktorsson „Ég hef ekki séð að hann sé að fara að gera það.“ Það liggur í loftinu að svo muni fara. „Ekki í því lofti sem liggur í kringum mig, eh, he, he. Ég sé ekki að hann sé neitt að fara að hætta svo ég svara því ekkert fyrr en það liggur fyrir.“ Tryggvi Harðarson „Er eitthvað sem liggur fyrir um það? Ég get ekkert tjáð mig um það sem er ekki skeð. Ég stend með Guðmundi í þessari baráttu eins og fjöldinn. Það er ekkert komið fram sem mælir með því að hann segi af sér.“ Hvaða áhrif mun það hafaá framboðsmál í Reykjanesi ef Guðmundur víkur? Rannveig Guðmundsdóttir „Ég ætla ekkert að svara ef-spurn- ingum á þessum tíma. Ég hef alveg haldið mig frá því og þessi mál fara bara að skýrast og ég mun ekki svara ef-sþurningum af þessu tagi.“ Petrína Baldursdóttir „Það er engan veginn tímabært fyrir mig að svara svona spurningu."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.