Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 31
dingasdiJi vqi vaivNNidnispd FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 31 I „Ég er íy ára stelpa, Ijóshœrð með sítt hár. Éghefgaman af tónlist og skemmt- analífi. Ég á marga góða vini en vil kynnast scetum oggóðum strák á aldr- i inum 18 til 25 ára. Efþú hefur áhuga ýttu þá á 1. Ég hlakka til að kynnast þér.“ „Par á milli 30 og35 ára hefur áhuga j á að kynnast öðrum pörum eða kvenfólki með skemmtilega helgartil- breytingu í huga svona til að byrja með og eitthvað meira seinna. Endi- lega hafið samband ogþið munuð ekki sjá eftirþví. Takk fyrir.“ Þetta er bara „triple" x s ‘35 x J :Uxli : n ...1.:.. 'i. .n 1 .n ™ -i 1.-11 ^ 1 Það ætti að verða mergjað fjör á Hótel íslandi annað kvöld: „Þetta er bara triple!“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, forsöngvari Millj- ónamæringanna, en hann kíkti inn á MORGUN- PÓSTINUM ásamt Andreu Gylfadótt ur, söngkonu hljómsveitarinnar Tweety og Helga Björns- syni, söngvara SSSólar. Þessar hljómsveitir, sem tvímæla- laust eru fremst- ar meðal jafn- ingja á íslandi, ætla að leika fyrir dansi á einu og samaballinu. Til- gangurinn er að vekja at-.. hygli á því að dansiböll í Reykjavík eru afar fátíð og staðan — ef eitt- hvað er — verri en þegar diskóið tröllreið hér öllu fyrir um 15 árum. „Þá var það disk- óið, en nú eru pöbbarnir að þjarma óþyrmilega að lif- andi tónlistarflutn- ingi,“ segir Andr- ea. Páll Óskar er einnig á því að ; ástæðuna sé að tinna í því að íslenskir tónlistar- menn hafí verið allt of seinir að kveikja á perunni og til- einka sér „live“ danstónlist. „En ég hlakka alveg ógeðslega til að sjá Tweety og SSSól, sem ég hef ekki séð síðan ég veit ekki hvenær.“ En það er ekki bara að tónlistarmenn hafi ekki verið vakandi heldur er aðstaða til dansleikjahalds af- ar bágborin í Reykjavík og eiginlega bara Amma Lú, Tunglið og ísland, sem ganga upp sem staðir til slíks. Sjálfsagt helst þetta allt í hendur en nú á að snúa vörn í sókn, enda ófært að láta landsbyggðina sitja eina að al- mennilegum böllum. Og þá er það stóra spurningin þegar svona stór- stjörnur koma saman: Hvcrendar ballið? Andrea og Páll líta hvort á annað og segja: (Helgi er örlitið seinn fyr- ir.) „Ja, ég meina, tja, Helgi er nátt- úrlega elstur... og feitastur... og frekastur... og það þýðir bara ckkert að ræða ann- að við hann en ... Nei, annars. Skrifaðu bara að við höfum dregið urn það.“ -JBG „Þú meinar besservisser er það ekki?“ I Hafnarfirði býr maður sem á gröfu og er kallaður Alvís. Það er af því að hann veit betur en allir aðrir hvernig á að gera hlutina. Þegar hann er að segja mönnum til þá tekur hann utan um axlir fólks, þannig að það kemst hvergi, síðan hvíslar hann vísdómnum þannig að viðkomandi neyðist til að leggja við hlustir. Hann er svokallaður bess- ervisser. Verstu mistök sem menn gera þegar þeir ætla að losna við slíka menn af höndum sér er að ætla sér að stinga upp í þá með því að brydda upp á mjög sértæku þekkingarsviði. Fáir reyna eins mikið á þolinmæðina og þessi tegund af mönnum og Guðjón Arngrímsson lenti í nokkrum slíkum. Þegar ég er að útskýra afstöðu mína á fundi og sé einn af fund- armönnum ranghvolfa í sér aug- unum af vantrú og smella í góm til enn frekari áherslu „dudududu", þá...læt ég sem ekkert sé, bið menn að líta aðeins á tölur sem ég dreifði til þeirra, halla mér svo að yfirmanni mannsins, sem situr við hliðina á mér, hvísla að honum snaggaralegum pottþéttum brandara, en gjóa um leið augunum að mann- inum, næ augnkontakti. Svo hlæjum við dátt, ég og yfirmaðurinn, eins og að einhverju óviðkomandi, áður en ég afsaka mig og held áffam... Þegar ég segi starfsfélaga mínum frá því að Ijósin á bílnum hans séu kveikt á bílastæðinu fyrir ut- an og hann segir „ég veit það“, þá.. .bæti ég við kæruleysislega að ég hafi alls ekki ætlað að koma honum í uppnám enda sé bíllinn í gangi og hópur af fúllum vandræðaungling- um að reyna að bakka honum út af stæðinu... Þegar ég kem í vinnuna á nýju Toyotunni minni sæll og glaður, ek beint í flasið á vinnufélaga mínum sem spyr á hvað ég hafi keypt bílinn og hann grípur fyrir andlitið á sér og segir „borgað- irðu virkilega 900 þúsund krónur fyrir þennan bíl, ÞENNAN bíl“, þá...segi ég honum stoltur frá þvi að ég hafi borgað extra mikið fyrir sér- staklega styrkta stuðara, sem koma sér vel þegar maður ekur beint í flasið á fólki, og sýni honunt hvemig þeir virka... Þegar ég sit í fjöldskylduboði og afþakka sneið af gulrótarkökunni vegna þess að ég er með ofnæmi fýrir gulrótum en þarf að hlusta á frænku mína útskýra fyrir mér hversu hollar og góðar fyrir mig gulrætur séu, þá...halla ég mér að henni og hvísla í trúnaði að ég sé með ofnæmi fyrir gulrótum og fái geð- veikisköst af gulrótaráti og eigi það til að beita fólk í kring um mig ofbeldi. Bið hana að hafa ekki hátt um þetta og fæ mér sneið af kökunni... Þegar ég ætla að teygja mig í nýtt glas í kokkteilboði og unnusta mín grípur í hendina á mér, horfir djúpt inn í augun á mér og spyr „ertu ekki búinn að fá nóg?“, þá.. .reyni ég að lyfta höfðinu frá gólfinu, hristi það nett til að fá her- bergið til að hætta að hringsnúast, svipast í laumi um eftir jakkanum mínum, reyni að fókusera í augun hennar á móti, sem er erfitt vegna þess að gleraugun brotnuðu, og segi — af hverju heldurðu það ‘skan?... Þegar ég sit í hópi á bar og er að spjalla um bíómyndir og sá sem situr næstur mér heldur því fram að hann hafi hitt Clint Eastwood einungis átta mínútum eftir að hann hélt því fram að hann hefði leigt íbúð með Sharon Stone, Guðjón Arngrímsson Jeysir vandann þá...glenni ég upp augun af ntiklum áhuga og spyr hvernig Peggy frænka hans Clints hafi það og spyr hvort Clint hafi ákveðið hvort hann ætlaði að halda upp á sextugsafmælið sitt eða ekki... Þegar ég er að leggja gangstétt- arhellur, eitthvað sem ég hef unnið við í fimm ár, og náunginn á vörubílnum segir mér að það sé miklu betra að setja færri hellur í hjólbörumar, þá...kemurméreld- snöggt í hug hversu sterkur og upp- stökkur ég er orðinn af helluburðin- um, hoppa upp í bílinn, dreg bílstjór- ann út um hliðargluggann, kasta honum í hjólbörurnar og hvæsi milli samanbitinna tanna: Borgaðu mér strax sígaretturnar sem ég lánaði þér í fyrradag, fiflið þitt... Þegar ég stend einn úti í homi á Ömmu Lú og félagi minn kemur að mér, lítur niður eftir jakkaföt- unum og segir: „Grænt myndi fara þér betur“, þá...rennur upp fyrir mér ljós. Auðvitað. Hér er ég búinn að standa einn í sama horninu helgi eftir helgi án þess að nokkur yrði á mig í jakkafötunum sem ég lét sauma úr sams konar gardínuefni og er í ömmu Lú, svona til að falla betur inní, að ég hélt. Grænt eða gult — ég sé sjálfúr að allt er betra en blóma- munstrið sem ég er í núna... Þegar ég er að sötra Ijúffengan mjólkurhristing og vinur kunn- ingja míns segir mér að það sé miklu betra að taka lokið af og súpa frekar en að sjúga í gegnum rörið, þá...rifjast upp fyrir mér ágæt aðferð til að losna við besservissera: Þú byijar að segja sögu af ónefndum manni sem er óþolandi vesserbisser. Þú ert varla búinn að missa orðið út úr þér þegar besservisserinn setur upp hæðnissvip og kemur með leið- réttinguna: Þú meinar besservisser, er það ekki? Þá segir þú fátt en horfir upp í loftið glottandi... Fimmtudagur Fimmtudagur 17:00 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar (e) 18.30 Úlfhundurinn (21:25) 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Ét 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Syrpan 21.20 Bfddu til vors, Bandini Mynd byggð á sjálfsævisögulegri skáldssögu bandaríska rithöfundar- ins Johns Fantes. örugglega ekki sem verst. 23:00 Ellefufréttir 23:15 Þingsjá 23:35 Dagskrárlok Föstudagur 16:40 Þingsjá (e) 17:00 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Bemskubrek Tomma og Jenna 18.30 Úr ríki náttúrunnar: Beina- grindin 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Fjör á fjölbraut (6:26) 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Kastljós 21.10 Derrick (10:15) 22.15 Sönnunin Proof Aströlsk bíómynd frá ‘92 um blindan mann sem tekurmyndir íal- menningsgarði. Gamanmynd, held ég- 23.45 Ofvitamir Kids in the Hall. Þessirkanadisku Monty Python eru alveg ágætir og eru nú komnir á aðeins skárri tíma í dagskránni. 00.10 Soul Asylum Unplugged Þetta er sæmileg gruggsveit. Þeir spila rokkið sitt önplöggd, en einnig birtist Lulu, hin skoska, og tekur með þeim hið undurfallega meist- araverk „ To Sir with Love“. 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Laugaröagur 09.00 Morgunsjónvarp bamanna 10.50 Hemmi endurtekinn 11.45 Hlé 14.00 Kastljós (e) 14.25 Syrpan (e) 14.55 HMíblaki Hvarerenska knattspyrnan? Blak? Djisús kræstl 16.30 íþróttaþátturinn 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Einu sinni var... (6:26) 18.25 Ferðaleiðir (6:11) 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Geimstöðin (19:20) 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.35 Lottó 20.40 Konsert Bong-flokkurinn rífur úr sambandi. 21.10 Hasar á heimavelli (11:22) 21.35 Sfðdegissýningin Matinee Hin finasta mynd eftirJoe Dante með Flintstone Goodman i aðalhlutverki. Myndin byggirað hluta á kostulegum uppátækjum kvikmyndagerðarmannsins Willams Castle, konungi „gimmikkana" 23.15 Gráa svæðið Shades of grey Bandarisk saka- málamynd. 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Sunnudagur 09.00 Morgunsjónvarp bamanna 10.20 Hlé 13.50 fsland á krossgötum 14.40 Eldhúsið (e) 14.55 Hvfta tjaldið (e) 15.15 Ástir Picassos Spænsk heimildamynd um ástir karlsins. 17.00 Ljósbrot 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 SPK 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Undir Afrikuhimni (21:26) 19:25 Fólkið I forsælu (19:25) 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Scariett (1:4) Sjálfstætt framhald afÁ hverfanda hveli. Alþjóðleg frumsýning. 22.15 Helgarsportið 22.40 Vond stelpa Bad Girl Enn ein myndin um baráttu móður fyrirþviað fá bamið sitt aftur. Kerlingamar verða glaðar. 23.55 Útvarpsfréttir i dagskrárlok 17:05 Nágrannar 17:30 Með Afa (e) 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:20 Sjónarmið Stefáns Jóns 20:50 Dr. Quinn 21:45 Seinfeld 22:15 Sök bitur sekan (2:2) 23:55 Lagaklækir Class Action með Gene Hackman. 01:40 Lísa 03:15 Dagskrárlok Föstudagur 16:00 Popp og kók (e) 17:05 Nágrannar 17:30 Myrkfælnu draugamir 17:45 Jón Spæjó 17:50 Eruð þið myrkfælin? 18:15 NBAtilþrif 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:20 Eiríkur 20:50 Imbakassinn 21:20 Kafbáturinn (13:23) 22:15 Bleikí pardusinn The Pink Panther Peter Sellers- þema mánaðarins á Stöð 2 fer glæsilega afstað með þessu spnenghlægilega verki frá ‘64. 00.10 Tvídrangar Twin peaks: Fire walk with me Dav- id Lynch er guð. Eins og BJF getur væntanlega sagt ykkur eru guði mislagðar hendur og hér er Lynch guðinn iillilega slæmum ham. Efþú sofnar ekki yfir þessu þá ertu á ein- hverju. 02:25 Siðleysi 03:50 Dagskrárlok Laugardagur 09:00 Með Afa 10:15 Gulur, rauður, grænn og blár 10:30 Baldur búálfur 10:55 Ævintýri Vífils 11:20 Smáborgarar 11:45 Eyjaklíkan 12:15 Sjónvarpsmarkaðurinn 12:40 Heimsmeistarabridge Landsbréfa 13:00 Leyndarmál 14:35 Úrvalsdeildin (6:26) 15:00 3-Bíó: Nomimar 16:25 Robinson Crusoe 17:15 Gerð myndarinnar Speed 17:45 Popp og kók 18:40 NBA molar 19:19 19:19 20:05 Fyndnar fjölskyldumyndir 20:40 Bingó lottó 21:55 Hrói höttur: Prins þjófanna Þessi með Costner. 00:20 Bragðarefir Midnight Sting Svikahrappastuð með James Woods 02:00 Rauðu skómir 02.30 Hippinn 03:50 Dagskráriok Sunnudagur 09:00 Kolli káti 09:25 f bamalandi 09:45 Köttur út f mýri 10:10 Sögur úr Andabæ 10:35 Ferðalangar á furðuslóðum 11:00 Brakúla greifi 11:30 Unglingsárin 12:00 Á slaginu 13:00 fþróttir á sunnudegi 16:30 Sjónvarpsmarkaðurinn 17:00 Húsið á sléttunni 18:00 f sviðsljósinu 18:45 Mörk dagsins 19:1919:19 20:05 Endurminningar Sherlocks Holmes (5:6) 21:10 Einkamál A Private matter Hjón dragast inn í hatrammar deilur um fóstureyöing- ar. 22:45 60 mfnútur 23:35 Kylfusvelnninn II 01:10 Dagskráriok

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.