Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBEÁM'á94 MORGUNPÓSTURINN SPORT 27 Ætlar maðurinn aldrei að hætta? Vérður betri með aldrinum Robert Parish, miðhetji Charlotte, erkominn á fimmtugsaldur en læturengan bilbug á sérfinna. Nayirn er ein heista stjarna Zar- agozamanna. Hann er kannski betur þekktur sem leikmaður Tot- tenham þegar Guðni Bergs og Gazza voru upp á sitt besta. Ný lið að narta í stórliðin tvö á Spáni Vantar aðeins hárs- breidd Spánverjar hafa haft töluverðar áhyggjur afþví hin síðari ár að of fá lið þar í landi ættu í raun mögu- leika á sjálfum meistaratitlinum, titillinn færi venjulega til Barcel- ona, þá Real Madrid og kannski aftur til Barcelona svona til til- breytingar. Síðan þá hefur komið til sögunn- ar góðæri tveggja liða sem smám saman eru að öðlast aðdáun og vin- sældir, Deportivo la Coruna og Re- al Zaragoza. Á síðasta tímabili voru leikmenn Deportivo aðeins hársbreidd frá því að vinna titilinn frá Barcelona. Áð- eins varin vítaspyrna frá Brasilíu- manninum Bebeto og mark frá Börsungnum Romario gerðu þá drauma að engu. Það er því kannski ekki skrýtið að Spánverjar, aðrir en Madrídingar og Börsung- ar, líti vonaraugum til félaganna tveggja. Þegar þetta er ritað er staðan þannig í spænsku deildinni að Zar- agoza er í efsta sæti og Deportivo í því fjórða. Ekki þarf sérstaldega að taka fram hvaða tvö lið eru þeirra á milli, Real Madrid og Barcelona byrjuðu ekki vel á tímabilinu en hafa vaxið í hverjum leik. Zaragoza átti oft ágæta spretti á síðasta tímabili og endaði í þriðja sæti. Liðið gerði það einnig gott á öðrum vígstöðvum og stóð uppi sem bikarmeistari þrátt fyrir að leika illa í sjálfum úrslitaleiknum. Hvort sem það verður lið hefðar- innar eða nýbreytninnar sem stendur að lokum uppi sem meist- ari skal ósagt látið. Hinsvegar er orðið alveg ljóst að stórliðin tvö geta ekki lengur látið eins og hin liðin séu ekki til og þá er eitthvað farið fetið. ■ Hinn 41 árs gamli Robert Pa- rish er Islendingum að góðu kunn- ur, enda einn aðalmaðurinn í sig- ursælu liði Boston Celtics á síðasta áratugi. Hann vann þrjá meistara- titla og var hluti af bestu framlínu allra tíma ásamt Larry Bird og Ke- vin McHale. Hann er nú að spila sitt nítjánda tímabil í deildinni og stefnir óðfluga á leikjamet Kareem Abdul-Jabbar en Parish hefur leikið 1.425 leiki. Met Jabbar er 1.560 leikir. Hann mun því slá met- ið undir lok næsta leiktímabils ef hann heldur sér hraustum og í liði. Hann er einnig á lista yfir tíu frá- kastahæstu leikmenn sögunnar og er þar í áttunda sæti og er tólfti stigahæsti leikmaður allra tíma. Þegar Robert Parish var að byrja í deildinni var yngsti leikmaður deildarinnar nú, Jason Kidd, að- eins tveggja ára og Shaquille O’Neal fjögurra ára. Parish, sem fæddur er árið 1953, hefur nú verið aldursforseti deildarinnar í fimm og hálft ár, alveg síðan Abdul-Jab- bar lagði skóna á hilluna. Á þessum tíma liefur Parish verið einn ástsæl- asti leikmaður deildarinnar og hvers manns hugljúfi. Fræg er sag- an af því þegar Parish gekk um vin- sæla verslunargötu í Boston og hitti þar fyrir heimilislaust barn, sem hann tók að sér og félck síðan vin sinn til að ættleiða. Hann er ötull málsvari gegn barnaofbeldi og hef- ur hann starfað í athvörfum fyrir heimilislaus börn og safnað millj- ónum til handa bágstöddum. Þrátt fyrir mannúðarstörf hefur viss skuggi fylgt honum síðan hann var handtekinn fyrir að hafa marijúana í fórum sínum. NBA ferill Parish hófst hjá Gold- en State Warriors, en þar náði hann aldrei að sýna sitt besta. Mesta gæfuspor ferilsins var þegar honum var skipt ásamt valrétti (sem síðar var notaður til að velja Kevin McHale) til Boston fyrir Joe Barry Carroll. Hjá Boston varð hann þrí- vegis meistari og var mikilvægur, en þó vanmetinn, hlekkur í sigur- keðjunni. Það var alltaf hægt að treysta á „Indíánahöfðingjann“ til að skora 17-18 stig og hirða 10 frá- köst í leik. Viðurnefnið fékk hann Margir hafa gagrýnt Parish fyrir að vera aðeins að hanga svona lengi í bransanum, vegna pening- anna en „Indjánahöfðinginn” hef- ur vísað þessari gagnrýni á bug enda hafi hann ennþá stórgaman að leiknum. frá samherja sínum Cedric Max- well eftir samnefndri persónu í kvikmyndinni Gaukshreiðrið. Fyrir þetta tímabil var Parish með lausa samninga frá Boston og gat því samið við hvaða lið sem er. Hæstbjóðandi var hið unga lið Charlotte Hornets, en þar á bæ voru menn á höttunum eftir reynd- um leikmanni, sem gæti kennt Al- onzo Mourning og verið auk þess varamaður hans. Margir hafa gag- rýnt Parish fýrir að vera aðeins að hanga svona lengi í bransanum, vegna peninganna, en „Indjána- höfðinginn“ hefur vísað þessari gagnrýni á bug enda hafi hann enn- þá stórgaman að leiknum. Robert Parish verður lengi minnst sem snjalls leikmanns og ljúfmennis. Eins og Einar Bollason hefur oft sagt þá er Parish eins og rauðvínið; verður bara betra með aldrinum. -eþa-PK Eiður Smári og félagar fá nýjan þjálfara Advocat hættir með hollenska landsliðið og tekur við PSV Dick Advocat landsliðsþjálfari Hollands hefur verið ráðinn þjálf- ari hollenska stórliðsins PSV Eindhoven og mun því hætta með hollenska landsliðið á næstunni. PSV Eindhoven, eitt ríkasta og frægasta lið Hollands, er aðeins í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir að hundruðum milljóna hafi verið kostað til kaupa á stjörnum að undanförnu. Síðasti leikmað- urinn sem fenginn var til félagsins var einmitt Eiður Smári Guð- johnsen. Ákveðið hefur verið að Guus Hiddink taki við stöðu landsliðs- þjálfara Hollands sem nú berst fyrir sæti í úrslitum Evrópu- keppninnar.B Dópið í boltanum Paul Merson viðurkennir kökaínneyslu Enn eitt áfallið fyrir enska boltann. Það syrtir enn í álinn hjá enska liðinu Arsenal og ofan á lélegt gengi liðsins. bættist sú fregn á föstudag að miðjumaðurinn snjalli, Paul Merson hefði verið háður kókaíni undanfarna mánuði. Hinn 26 ára gamli Merson sagði enska blaðinu Daily Mirrorad hann hefði stundum eytt allt að 15.000 kr. á kvöldi í efnið á löngum fylleríum. Paul Merson hefur lengi verið enn af hæfileikaríkustu og um leið erfiðustu leikmönnum ensku knattspyrnunnar. Fyrir nokkrum árum sté hann sjálfviljugur fram og viðurkenndi ofnotkun sína á víni og víst er að þessar fréttir bæta ekki syndalista leikmannsins. George Graham, framkvæmda- stjóri Arsenal, hefur gefið leik- manninum vikutíma til að koma hlutunum í rétta röð og komast aft- ur í leikform samkvæmt frétt blaðs- ins. „Þetta hefur næstum eyðilagt líf mitt,“ sagði Merson í viðtalinu. „Ég hef lagt ferilinn minn í stórhættu og einnig hjónabandið. Nú vil ég að allir viti af þessu vandamáli svo ég geti snúið við því baki og byrjað aftur.“ Mál Mersons er mikið áfall fyrir enska knattspyrnu og var ekki á það bætandi eftir hina miklu umræðu um mútumál markvarðarins Bruce Grobbelar. Enski boltinn hefur verið í mikilli uppsveiflu að undanförnu og óttast forkólfar hans að ef ekki verði að gert í máli kappanna tveggja sé búið að gefa afar vont fordæmi. „Ég á enn eftir að ræða þetta við konuna mína,“ sagði Merson enn- fremur grátandi við blaðamanninn. „Hún veit enn ekki um neysluna og ég þarf nú að setjast niður með henni og ræða málin. Ég hef verið svo mikill asni.“ Hver sem niðurstaðan verður úr umræðum hjónanna er ljóst að enska knattspyrnusambandið mun ekki taka málið neinum vettlinga- tökum. Argentínsku leikmennirnir Diego Armando Maradona og Claudio Caniggia voru báðir dæmdir í fimmtán mánaða keppn- isbann vegna kókaínneyslu og hæpið er talið að þau mál hafi ekki fordæmisgildi nú.B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.